Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Qupperneq 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Qupperneq 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008 Á þessum búskaparárum, á dögum þessar stóru fjölskyldu eru öll hús í Mjóadal byggð upp. 1838 til 1839 Jósef Gamalíusson býr hér í eitt ár (nánar getið á Kálfborgará) í tvíbýli við Kristján Grímsson hann bjó áður á Litlutjömum og síðar í Víðikeri. Hann var faðir Friðfinns í Stórutungu. 1839 til 1869 Jón Jónsson (áður getið) eftir að hafa verið eitt ár á Halldórsstöðum. 1869 til 1870 Gísli Jónsson sonur J.J. í Mjóadal. Kona hans var Karólína Jónsdóttir „lurks“ á Litlulaugum Þorgrímssonar í Hraunkoti og Elínar Halldórsdóttir „lamba“. Systir Karólínu var Guðbjörg kona Davíðs í Engidal Valdimarssonar. Fjölskylda Gísla fór til Vesturheims 1873. 1870 til 1873 „Mjóadals-Jóna fœddist í Bárðardal í Þingeyjar- sýslu. 19. nóvember 1830. Hún hét Jóna Jónsdóttir, var seinna meir kölluð Mjóadals-Jóna. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson. Jónssonar ríka á Mýri (f. 1798) og kona hans Aðalbjörg Davíðsdótúr frá Stóruvöllum, (f. 1799) Indriðasonar. Þau hjón áttu alls 13 börn 3 dóu ung. Jóna var sjöunda barnfor- eldra sinna. Kona Jóns yngra, bróður Jónu, var Sigurbjörg Stefánsdóttir systir Guðmundar föður Stefáns G. Skálds. Ekki er vitað hvað kona Benedikts hét (ekki rétt) en Benedikt byggði upp Heiðarsel 1811 og býr þar til 1834 og er getið þar tveggja sona: Kristjáns og Odds. Þau Sigríður og Kristján geta því með engu móti ver- ið systkini en auðvitað ná skyld. Fótaleysi Kristjáns er þannig til komið að hann er 1826 vinnumaður í Vopnafirði. Þangað fréttir hann lát Sigríðar frænku sinnar og að það muni hafa verið af mannavöldum. Réðist hann til ferðar og hugðist hefna sín á banamanni Sigríðar. Náði Kristján ekki til bæja og lá úti í grimmdarfrosti en var bjargað til Grímsstaða. Þá voru fætur og hendur Kristjáns frosnir og tóku að úldna. Vöru fætur sagaðir af hon- um upp við hné og höggið framan af fingrum með sporjárni einnig missti hann framan af nefi. Lá hann þar það sem eftir var vetrar og varð ekki af för hans til Fnjóskadals. Systir hans eða frœnka, sem lést með vofeiflegum hœtti 3. ágúst 1826 á lllugastöðum í Fnjóskadal hét Sigríður og var Jónsdóttir Sigurðssonar. Hún átti hálfbróður er faðir hennar átti, fœddan í Víðikeri. Hét liann Jóliannes en gœti sem best líka átt hálf- bróður, (Kristján fótalausa eða var Sigríður stúlka sem Kristján hafði kynnst og var mjög hrifinn af). Rósa móðir hennar var níu árum eldri en Jón. Þau eru nýflutt í Fosssel 1826.1816 búa þau í Láfsgerði í Einarsstaðasókn. Og hjá þeim sonur bónda Jóhann- es sem fœddur var í Víðikeri. Hann var vinnumaður á Hálsi er Sigríður deyr á Illugastöðum. Dœmt var í málinu og bœndur sýknaðir og niðurstaðan sú að hún liefði fyrirfarið sér með því að láta sig falla á hníf, enda ófrísk og nýtrúlofuð mannrolu frá Bakka. Alls eiga hér í Mjóadal heima tíu manns. Og hér er Stefán G. skáld, sem seinna varð tengdasonur Mjóa- dalshjóna. Hann giftist Helgu er þau bæði voru orðnir Vestur-Islendingar, en Stefán dvaldist sem unglingur hjá föðursystur sinni í þrjú ár í Mjóadal. Mjódalsheimilið er efnaheimili. Jón ríki á Mýri og Herdís kona hans skipta eignum sínum á millum barna sinna 1838 á útáliðnum vetri og var lilutur Jóns eldra í Mjóadal, sú jörð og hálfir Draflastað- ir að auki, hér býr því efnafólk. En hvernig Jón ríki 77/ er Sóknarmannatal í Lundarbrekkusókn er Jón Benediktsson á Stóruvöllum gerir 1870. Þá er heimilis- fólkið í Mjóadal 10 manns. (En alls eru þá 316 manns í Lundarbrekkusókn.) Jón Jónsson 35 ára giftur hér í sókn bóndi Sigurbjörg Stefánsdóttir 45 ára gift Hólasókn kona bónda Helga Sigríður Jónsdóttir 1 lára hér í sókn barn þeirra (seinna kona Stefáns G.) Jón Jónsson 7 ára hér í sókn sonur þeirra (seinna þingmaður í Vesturheimi, fæddur á Jarlsstöðum) Björn Oddson 25 ára ógiftur Þóroddsstaðasókn vinnumaður. Stefán Guðmundsson 16 ára Víðimýrarsókn léttadrengur. (Stefán G. Stefánsson.) Aðalbjörg Jónsdóttir 16 ára Ljósavatnssókn léttastúlka. Hólmfríður Magnúsdóttir 23 ógift Nessókn vinnukona Jóna Jónsdóttir 39 ára ógift hér í sókn systir bónda (brjálaða-Jóna) Kristján Benediktsson 67 ára ógiftur hér í sókn niðursetningur (Kristján fótalausi) http://www.ætt.is 9 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.