Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Síða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008
Hvað heitir þú?
í Menntaskólanum í Reykjavík skrifa nemendur í 4. bekk, sem eru 17-18 ára og á öðru ári í
skólanum, ritgerð um nöfn og nafnahefðir. Margir skrifa um sín eigin nöfn og þau nöfn sem
fylgja ættum þeirra. Þeir taka viðtöl við foreldra sína eða afa sína og ömmur og fræðast um til-
komu nafnanna. María Björk Kristjánsdóttir, íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík,
Iéði Fréttabréfínu nokkrar ritgerðir til prentunar með leyfí höfundanna.
Fréttabréfíð færir henni og höfundunum bestu þakkir.
Sölvi Þrastarson:
Hvað heitir þú?
Nöfn í ættinni minni
Þegar börn gera vart við sig þá kviknar alltaf spurn-
ingin: „Hvað á bamið að heita?“ Þessari spumingu
er ekki auðsvarað enda ákvörðunin mikilvæg. Fyrir
---^-------------1 marga foreldra er þessi ákvörð-
un auðveld. Sumir nefna börn-
in sín í höfuðið á einhverjum
I sérstökum ættingja, aðrir hafa
ákveðið nafn barnsins löngu
I áður en það kemur í magann
| og enn aðrir styðjast við nafna-
^ hefðir, t.d. þar sem elsti sonur-
inn heitir alltaf í höfuðið á föð-
ur sínum. I fyrstu hélt ég að lítið væri um slíkt í minni
fjölskyldu en þegar ég hugsaði málið betur áttaði ég
mig á að nokkrir ættingjar mínir eru skírðir í höfuðið
á öðmm. Síðustu ár hafa nafnahefðir hins vegar látið
í minni pokann fyrir nýjum og ferskum nöfnum.
Það er þó ekki leyfilegt að gefa bami sínu hvaða
nafn sem er. Hér á landi gilda sérstök lög um manna-
nöfn. Út frá þeim lögum semur Mannanafnanefnd
skrá um eiginnöfn og millinöfn sem gott er að hafa til
hliðsjónar þegar leitin að nafni hefst. Þegar foreldrar
hafa hugsað sér nafn sem ekki er á skrá Mannanafna-
nefndar er þeim gert að senda nefndinni tillögu sína
og hún dæmir þá hvort nafnið sé leyfilegt eður ei.
Nafnið þarf að taka íslenska eignarfallsendingu eða
hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið verður
einnig að falla að íslensku málkerfi og rithætti. Til
þess að öðlast nafn þarf að skíra barnið í þjóðkirkj-
unni eða öðm skráðu trúfélagi, einnig er hægt að
nefna það og senda tilkynningu til prests, þjóðskrár
eða forstöðumanns skráðs trúfélags. Nauðsynlegt er
að barnið eignist nafn ekki síðar en sex mánuðum
eftir fæðingu, en oftast eru nöfnin ákveðin fyrr.
Ég var fljótlega nefndur Sölvi eftir að ég kom í
heiminn enda höfðu foreldrar mínir ákveðið nafnið
á meðgöngunni. Þegar faðir minn fæddist þá vildi
Rúna móðir hans gefa honum nafnið Sölvi en Helgi
faðir hans þvertók fyrir það vegna þess að þá héti
hann Sölvi Helgason sem vísaði til íslensks ógæfu-
manns. Faðir minn hefur greinilega séð eftir Sölva-
nafninu því hann stakk undir eins upp á því nafni
þegar hann vissi um tilvist mína. Langamma mín
í móðurætt, Rebekka Þiðriksdóttir, þá hundrað ára
gömul, lét þau orð falla um mig: „Drengurinn er fal-
legur en nafnið ...“ og lét skoðun sína á nafninu í ljós
með miður fallegri grettu. Astæðan fyrir óbeit hennar
á nafni mínu var að hún hafði áður þekkt mann að
nafni Sölvi á Bíldudal sem henni hafði líkað illa við.
Þetta sýnir hvað ákveðnar ímyndir nafna geta mynd-
ast hjá fólki Nafnið Sölvi er dregið af sal og vér og
þýðir hetja, verndari eða fölleitur maður. Árið 2005
báru 222 karlar nafnið Sölvi sem fyrsta eiginnafn en
108 sem annað eiginnafn.
Það eru hins vegar öllu færri sem bera annað eig-
innafn afa míns í móðurætt en hann heitir Guðjón
Olafsson Ásgrímsson. Olafsson er annað eiginnafn
hans en það eru einungis þrír á landinu sem bera
það nafn. Afi hans í föðurætt hét Guðjón Ólafsson
en hann hafði dáið þremur árum áður en afi minn
fæddist. Það var amma hans í föðurætt sem bað þess
að hann yrði nefndur Guðjón Ólafsson til að hann
yrði alnafni afa síns. Slíkar nafngiftir þekktust á þeim
tíma en voru þó ekki algengar. Nafnið Guðjón þýðir
einfaldlega guð og drottinn er náðugur. Það er mik-
ið um það í ætt minni að börn séu skírð í höfuðið á
ættingjum.
Ég finn einungis eitt nafn sem hefur gengið lengi
í fjölskyldu minni og það er nafnið Magnús. Ef ég
rek móðurætt mína í sjö ættliði finn ég sex menn sem
heita Magnús. í dag eru 2395 sem bera nafnið Magn-
ús sem fyrsta eiginnafn. Nafnið þýðir mikill og er
gríðarlega vinsælt íslenskt nafn. Sjálfur er ég ánægð-
ur með að vera ekki skírður í höfuðið á neinum og er
hrifnari af sjálfstæðum nöfnum.
Við gerð þessarar ritgerðar hef ég komist að ýmsu
um ætt mína, ekki aðeins varðandi nafnavenjur held-
ur einnig ýmsum gagnlegum upplýsingum. Ég hef
áttað mig á mikilvægi nafngjafarinnar og komist
að ýmsu um mikilvægi mannanafnaefndar. Svarið
við spurningunni „Hvað á barnið að heita?“ er eitt
mikilvægasta svarið í lífi barns og það skiptir miklu
málið að foreldrar fari varlega þegar þeir finna nafn
á barnið sitt.
http://www.ætt.is
13
aett@aett.is