Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Side 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008
Guðfínna Ragnarsdóttir minnist látinna félaga
fyrir hönd Ættfræðifélagsins
Minning
Páll Lýðsson
sagnfræðingur og bóndi frá
Litlu-Sandvík
f. 7. október 1936 d. 8. apríl 2008
Hlýr, einlægur, kíminn, yfirvegaður og fullur af
fróðleik. Þannig vil ég lýsa Páli Lýðssyni. Yfir hon-
um var stóísk ró um leið og hann geislaði af frásagn-
argleði. Það kemur ef til vill einhverjum á óvart að
ég skuli skrifa minningargrein um mann sem byrjar
viðtal okkar á því að segja: „Ég er enginn ættfræð-
ingur“, en þar var ég honum ekki sammála. Hann
var í raun ættfræðingur af guðs náð. Ekki nóg með
að hann rekti ættir út og suður, inni að bændatölum
og ættarskrám ýmisskonar og gæfi út Sunnlenskar
byggðir, heldur var hann ættfræðingur af þeirri gerð
sem safnaði fróðleik um fólkið sitt, sveitungana,
sýslungana. Hann setti kjöt á beinin, hann skráði
urmul af sögum og sögnum, hann stúderaði ættar-
einkenni, spáði í hvernig gáfur og hæfileikar gengu
í ættir. Hann las umhverfi sitt, fólkið sitt og skráði
og safnaði. Það var sama hvort það var skógræktin,
mjólkurbúið, slátrunin, ungmennafélagið, ekkert var
honum óviðkomandi. Hann óf þéttan þekkingarvef
fyrir Sandvíkurhreppinn og Arnessýsluna alla. Hann
fór um sveitina sína og tók viðtöl við gamla og unga.
Ættarfróðleikurinn fyllti hillur og herbergi, húsið allt
og háaloftið með. Allt skipulagt og unnið af einstakri
vandvirkni. Enda sagði hann í viðtalinu sem ég átti
við hann á jólaföstunni og birtist í fyrsta tölublaði
þessa árs: „Það er mér köllun og ástríða að safna og
skrá“. Hann lærði það ungur að hverjum þeiin sem
fær nám sitt ókeypis ber að gjalda þjóðinni. Páll
Lýðsson hafði fyrir löngu greitt fyrir sig.
Sumir liggja alltaf á sínu og eru svo hræddir um að
aðrir steli frá sér. Ég hef nú aldrei verið hræddur um
það og alltaf tekið áhættuna, sagði Páll Lýðsson, sem á
langri ævi safnaði, skráði og óf saman sagnfræði, ætt-
fræði og mannfræði og vann sleitulaust að því að bjarga
fróðleiknum frá því að fjúka út á haf algleymisins.
Páll var góður vinur okkar í Ættfræðifélaginu, hélt
fyrirlestra, var alltaf boðinn og búinn að aðstoða og var
einstakur heim að sækja. Félagið kveður góðan dreng
með miklum söknuði og þakkar honuni gengin spor.
Minning
Halldór Gestsson
frá Syðra-Seli í
Hrunamannahreppi
f. 16. nóv. 1942 d. 28. maí 2008
Það varð stutt á milli þeirra vinanna Halldórs
Gestssonar og Páls Lýðssonar. Báðir voru þeir fræði-
menn af ástríðu og unnu sleitulaust að sínum hugð-
arefnum. Halldór kom ungur maður að Litlu-Sandvík
sem vetrarmaður til Lýðs föður Páls og dvaldi þar í
fjögur til fimm ár. Skilyrði fyrir ráðningunni var að
Páll kenndi honum dönsku en það fór lítið fyrir því,
samkvæmt Páli sjálfum. Aftur á móti kenndi hann
Halldóri til verka í ættfræðinni og síðan varð ekki
aftur snúið.
Halldór safnaði saman fróðleik um sína menn;
Hrunamenn og síðan einnig Gnúpverja og Tungna-
menn. Verkið vatt upp á sig og að lokum ákváðu þeir
félagar að gera nafnalista yfir alla bændur í Árnes-
sýslu frá 1703 og skráðu þar upplýsingar um hvenær
þeir bjuggu á hverjum stað. í tuttugu ár unnu þeir
saman að þessu verki og fram á síðasta dag jók Hall-
dór við og betrumbætti það.
Ég gef Páli orðið um Halldór, vin sinn og félaga,
en þau viðhafði hann í viðtali í fyrsta tölublaði Frétta-
bréfsins á þessu ári:
„Halldór er mjög mikils metinn meðal okkar sem
þekkjum til verka hans. Ég tel hann alveg örugglega
arftaka Guðna Jónssonar í því hvað hann er víðfeðm-
ur ættfræðingur á þessu sviði, Árnessýslu. Hann er
með allar bækur, hann les Espólín og Snóksdalín
eins og ég veit ekki hvað. Búendatölin eru akkúrat
hans verk. Hann einbeitir sér að þeim. Bestu ættfræð-
ingarnir eru þannig að þeir einbeita sér að einhverju
ákveðnu efni.“
Halldór var maður hlédrægur en ákaflega hjálpleg-
ur ef til hans var leitað. Hann starfaði bak við tjöldin
með flestum þeim sem sinna ættfræði og tóku saman
ábúendatöl og annað af hans svæði, Árnessýslunni,
og víðar á Suðurlandinu.
Ættfræðifélagið kveður Halldór Gestsson með
virðingu og þakkar honum frábær störf í þágu ætt-
fræðinnar.
http://www.ætt.is
6
aett@aett.is