Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Side 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008
á Mýri fer að því að kaupa Mjóadal, um aldamótin
1800, afréttarland Ljósavatnslirepps, sýnir að hann
gat gert það sem hann langaði til og auðvitað var
hann að stcekka Mýrarland mjög með þessu.
Og svo byrjar búseta fólks á Mjóadal 1813 og
stóð í 88 ár. Það var vegna ótrúlegrar fólksfjölgun-
ar í Lundarbrekkusókn rúmlaga 200 manns á réttum
100 árum.
Jón ríki keypti 11 jarðir í Þingeyjarsýslu. Raun-
verulega er Mýri stórbýli á árum Jóns ríka og nœstu
bœnda þar á eftir. Tíðarfar var ekki alslœmt á íslandi
á þessum fyrstu áratugum 19. aldarinnar. Þó skáru
allir bændurfé affóðrum í Bárðardal veturinn 1820
til 1821 sem varð einn mesti snjóavetur á öldinni.
Einn bóndi skar ekki „Ingjaldur á Halldórsstöðum,
en hann felldi öðrum meira“ Þetta var Blóðveturinn
sá fyrri.
Jón Jónsson frá Mýri er fór til Ameríku 1903,
gjarnan kallaður Jón í Amerfku, segir; „Arferði hafði
þá verið frekar gott. Lítið orðið hafíss vart nokkur ár,
verslun heldur hagstæð. Almenningur venju fremur
vonsæll. Arferði breyttist ekki að mun til þess verra
fyrren 1858 til 1859 það er Blóðveturinn hinn síðari.
Velllíðan meina ég að væri mjög almenn í Lundar-
brekkusókn 1858. Skuldir litlar. Húsa og jarðabætur
talsverðar. Kartöflurækt þá nánast á hverjum bæ. En
þegar árferði spilltist tapaðist útsæðið. Kröfur manna
til lífsins fengu almennt fullnægingu. Ég efast um
að nokkurn tíma hafi færri óskir manna verið óupp-
fylltar.“
Mjóadalssystkinin fæðast 13 á 18 árum, á árunum
1823 til 1841.
Jón bróðir Jónu var kallaður bókbindari. Hann
var lika bókasölumaður. Þá iðn stundaði hann líka er
hann bjó á Jarlsstöðum 1861 til 1870 og þeir Gísli
bróðir hans smíða vefstól á Jarlsstöðum. Jón var
mikill vefnaöarmaður. Jón yngri í Mjóadal stóð að
og stofiiaði lestrarfélag. 1853. Nú köllum við hann
Dagbókar-Jón.
Jón bróðir Jónu var framfarasinnaður, lœrði bók-
band hjá Grími Laxdal á Akureyri. Hann var mik-
ill vefnaðarmaður og þeir feðgar jarðrœktarmenn.
Plœgt var til sáningar og fengið grasfrœ í Mjóadal.
Ekki víst að annars staðar hafi verið stunduð meiri
jarðyrkja, það var verk sem menn komu sér ótrúlega
hjá, þrátt fyrir að Benedikt Indriðason kœmi með
plóg og herfi í Stóruvelli 1839 frá Danmörku. Hér
hafa því verið notuð verkfæri Benedikts. Það varð
regla að vinna land til túnrœktar árlega í Mjóadal
alls í 7 ár. Einmuna gott tíðarfar var um þessar
mundir á íslandi, samfellt góðœri frá 1845 til 1858.
A þessu heimili er Jóna Jónsdóttir alin upp. Mikl-
ir erfiðleikar ganga yfir Mjóadalsheimilið er Jóna
systir Jóns bókbindara, fœdd í Mjóadal 1830, verður
vitskert um þrítugt árið 1860 (Veturinn 1859/1860
eftir Blóðvetur). Hún dvaldist eftir að fólk hennar
fer vestur 1873 á Jarlsstöðum og til dánardags 3.
maí1899.
(Seinna voru dagbœkur Jóns bróður Jónu birtar
í SÖGU tímariti Sögufélagsins það er 1975-1977 og
1980.
„Vorið 1872 eru engar heyfyrningar í Mjóadal, svo
hart var í ári. Og var það í fyrsta og síðasta sinn því
brott er flutt vorið eftir til Vesturheims. Þá var lika
orðið kort um mat. Grasspretta varð góð um sumarið
svo heyskapur var sæmilegur (420 baggar af útheyi
og 115 baggar af töðu)... og í okóber 1872 eru stór-
hríðar svo fé fennti. Janúar 1873 hefst með miklum
snjókomum og 10. gerir öskufall um þumlungs þykkt
... Heyrðust brestir , og eldur sáust frá sumum stöðum
í suðaustri."
Foreldrar Mjóadalssystkina Jónu og Jóns bók-
bindara fara ekki til Vesturheims, faðir þeirra er á
Eyjardalsá til dánardœgurs 1882 hjá Guðnýju, systur
Guðmundar föður Stefáns G. Skálds, og Jóni bónda
Ingjaldssyni, (hann var Mývetnskur). Jón eldri var þó
líklega fyrst húsmaður í Mjóadal hjá Pétri Péturssyni
er bjó þar næstur á eftir Jóns feðgunum og Gísla er
telst ábúandi líka í Mjóadal 1873.
Fjölskylda Jóns yngra flyst til Vesturheims 1873.
Arið sem Jón eldri deyr á Eyjardalsá, 1882, fær Jón
bókbindari sendan arf eftir föður sinn rúmlega 70
ríkisdali og nœgir ríflega fyrir sáðvél en hún kost-
aði 60 dali. (Sýnir hvað upphæðin var verðmæt, alls
komu 223 dalir vestur, arfur til þriggja systkina,
líklega hafa hin fjögur er bjuggu í Vesturlieimi verið
búin aðfá sinn hluta af arfi foreldra sinna greiddan
áður.)
Systkinin frá Mjóadal sem upp komust og eru á
Islandi, önnur en Jóna, eru Davíð á Stórulaugum og
Kristján á Birningsstöðum og hjá honum deyr móðir
Jóns, þá á Kambsstöðum, 1879. Frá þeim eru margir
afkomendur á íslandi.
Þau systkin sem til Vesturheims fóru, auk Jóns
bókbindara, voru Guðný, Herdís, Aðalbjörg, Bene-
dikt, Gísli og Guðfinna, hún giftist ekki og var oft
sjúklingur. Jón bróðir hennarfer eitt sinn úr Mjóadal
til Akureyrar eftir meðulum handa Guðnýju, var viku
í ferðinni en meðulin komu að engu gagni. Vert er að
geta þess að Gísli frá Mjóadal tók upp nafnið Dal-
mann og Benedikt nafnið Bárðdal.
Litlatunga í Bárðardal tengist sögu Jónu Jóns-
dóttur með einum eða öðrum liætti. Sú jörð var í eigu
Mýrarmanna um og upp úr 1800 og hefur líklega ver-
ið aumasta kotið í Bárðardal, það er það alla vega
1712. Lýsing Jarðabókarinnar á Litlutungu 1712 er:
Jarðardýrleiki 5 hundruð (Mýri var 16 hundraða
jörð). Landsskuld 30 álnir nú, en 50 áður (sem sýn-
ir að jörðinni hrakar ört). Betalast með fiskitali í
kaupstað. Leigukúgildi 1 og hálft nú og nœst liðið ár,
áður tvö. Leiga betalast í smjöri heim til umboðsm-
ans innan héraðs. Kvaðir öngvar. Kvikfé 1 k\nga að
fyrsta kálfi, 31 œr, 3 sauðir tvœvetrir og eldri, 9 vet-
urgamlir, 18 lömb, 2 hestar, 1 geit. Fóðrast kann 1
kýr laklega.
Utigangur sem áður segir um Mýri - það er, hest-
http://www.aett.is
10
aett@aett.is