Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Side 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Side 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008 Pálmar Sigurðsson: Nöfn og nafnahefðir Islensk mannanöfn eru jafnmörg og þau eru mismun- andi. Fjölbreytni í nafnavali hefur aukist til muna síð- ustu 300 ár. Árið 1703 voru 338 kvennanöfn og 387 ----------------- karlanöfn á íslandi, en árið 1999 voru kvennanöfnin orðið 3802 og karlanöfnin 2918. Aukin fjöl- breytni á íslenskum mannanöfn- um stafar af meiri samskipt- um við önnur lönd, einkum af útlendingum sem búa á íslandi og hafa ríkisborgararétt. (Sölvi HHfew—Sveinsson. 2007:112). En hvaðan koma öll þessi nöfn, gömul jafnt sem ný, og hvaða merkingu hafa þau? Svarið við þessari spurningu er bæði langt og snúið en til að einfalda það eitthvað verður hér stuttlega rakinn uppruni vel valinna íslenskra nafna úr fjölskyldu minni og sagt frá nafnahefðum. Uppruni íslenskra nafna er margvíslegur. Þegar ísland tók að byggjast fluttu landnámsmenn með sér nöfn frá löndum sínum, einkum Noregi, og þessi nöfn mynda enn í dag kjarnann í íslenskum orðaforða. (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson. 1991:19). Eftir kristnitöku fór fljótlega að bera á nöfnum úr Biblí- unni en mörg þeirra nafna eru enn algeng, t.d. nafnið Jón sem er stytting á Jóhannes eða Jóhann. (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson. 1991:43). Síðar þegar Danakonungur var kominn með völd yfir okkur fóru dönsk nöfn og þýsk að verða algeng (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson. 1991:18). og þegar sjálfstæðis- baráttan stóð sem hæst á 19. öld fylltust íslendingar þjóðarstolti og nöfn voru sótt aftur til fornbókmennta og goðafræðinnar. (Guðrún Kvaran og Sigurður Jóns- son. 1991:19). í dag er tískan allt önnur en hún var fyrir hundrað árum. Nafnasiðir fylgja ávallt tískustraumum, ... Ríkj- andi venja hefur verið að gefa bömum nöfn úr ættum foreldra og því hafa algengustu nöfnin lengi haldið sterkri stöðu eins og sjá má af því að 15 algengustu nöfn karla og kvenna árið 1703 eru öll enn í hópi 100 algengustu nafna íslendinga árið 2007. Nafnatískan hefur þó tekið töluverðum breytingum á síðustu árum og hafa t.d. biblíunöfn átt auknum vinsældum að fagna.... I staðinn hafa mörg gömul og gróin íslensk nöfn hrapað niður vinsældalistann: Bjarni, Gísli og Ragnar era á lista yfir 20 algengustu nöfn íslenskra karla 2007 ... en ekkert þessara nafna kemst á lista yfir 50 algengustu nöfn drengja ... 0 - 4 ára 2007. (Sölvi Sveinsson. 2008:118). Sjálfur heiti ég Pálmar og er kenndur við föður minn Sigurð en nafnið Pálmar er líklegast komið frá enska ættarnafninu Palmer (Guðrún Kvaran og Sig- urður Jónsson. 1991:445). Áður en ég fæddist var ákveðið að ég skyldi heita Magnús Örn, í höfuðið á afa, Jóni Magnúsi, og ömmu Ernu. En þegar ég leit dagsins ljós þá kom nafnið Magnús Örn eiginlega ekki til greina, það passaði bara ekki við mig (Guðný Jónsdóttir 2008). Nafnið Pálmar var ekki út í bláinn. Pálmar er samsett nafn af Páli, komið úr latínu og þýðir lítill, og Margréti, komið úr grísku og þýðir Perla, (Karl Sigurbjömsson. 1991:104) svo ég heiti í höfuðið á frænda mínum og langömmu. (Guðný Jónsdóttir. 2008). „Samkvæmt manntali voru sex karlar skráðir nreð þessu nafni 1910... í þjóðskrá 1989 báru það 94 karlar..." (Guðrún Kvaran og Sig- urður Jónsson 1991:445). Nafnið er frekar ungt og ekki rnjög vinsælt en annað má segja um nöfn föður míns og bróður. Bróðir minn heitir Jón Otti og faðir minn Sigurð- ur Jón, en ákveðin víxlhefð hefur mótast í kringum nöfnin Jón og Sigurður í föðurætt. Það má segja að hefðin hafi byrjað hjá langalangalangafa Sigurði Einarssyni og syni hans, Jóni Sigurðssyni. Jón skírði einn af sonum sínurn Sigurð og Sigurður skírði son sinn Jón Otta sem er afi minn. Nafnið Otti var feng- ið úr móðurætt afa en hann var skírður í höfuðið á báðum öfum sínum þeim Jóni Sigurðssyni og Otta Guðmundssyni (Jón Otti Sigurðsson. 2008). Nafnið Jón, eins og kom hér áður fram, er stytting af Jóhannes eða Jóhann. Jón var eitt algengasta eigin- nafn karla árið 2002 (Hagstofan 2004) og einnig árið 2006 þegar 5538 karlmenn hétu því nafni á íslandi (Sölvi Sveinsson 2007:108). Nafnið varð áberandi eftir kristnitöku á 11. og 12. öld, en fyrsti maður sem bar það var Jón biskup Ögmundarson, fæddur um miðja 11. öld (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson. 1991:343). Til forna var nafnið Jón notað um karl- menn sem ekki var hægt að nafngreina eða höfðu ekki fengið nafn. Þetta kemur meðal annars fram í Njálu, 142. kafla. (Guðrún Kvaran og Sigurður Jóns- son .1991:343). Nafnið Sigurður kom með landnáms- mönnum en það kemur fram í Landnámu, Stulungu, fornsögum og víðar. (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson. 1991:485). Mikið var um að hetjur báru nafnið Sigurður í fornsögum, frægur nafnberi var Sigurður fáfnisbani sem drap drekann Fáfni (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson. 1991: 485), en nafnið þýðir vörður eða vernd í orrustu. (Karl Sigurbjörns- son 1991:119). Uppruna nafnsins má rekja langt aftur til miðalda. „Það {Sigurður} hefur verið tengt forn- háþýska nafninu Sigwart og talið komið af *Sigvörðr >*Sigiwarður,... *Sigurvörður hefur þá þróast áfram í Sigurður..." (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson. 1991: 485). Þó að fjölbreytni nafna sé meiri nú en hún var fyrr á öldum þá eru það enn sömu nöfnin sem ráða ríkjum í nafnahefðum Islendinga. Nöfn eins og Sig- urður, Jón og Magnús voru meðal algengustu nafna karla í manntalinu 1703 (Sölvi Sveinsson. 2007:115) og samkvæmt þjóðskrá eru þau það enn í dag. (Sölvi Sveinsson. 2007:108). Tískustraumar munu koma og http://www.ætt.is 15 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.