Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008 dætranna, Hjördísar og Hebu. Claudine var ekki lengi að hringja til Hebu til að rifja upp gamla daga, en það var einmitt Heba sem hafði skrifað henni um lát Dúu á sínum tíma. Þar frétti hún að „Dísa systir" sem heit- ir í reynd Þórdís, fædd 1917, væri enn á lífi. Og svo var það dótturdóttirin sem heitir Belinda Þurý Theri- ault, f. 1960, sem Claudine hafði unnið með í Bæjar- útgerðinni, forstöðumaður alþjóðasviðs Alþingis. Þá var að heimsækja hana og rifja upp gamlar Granda- vegsminningar. Það er synd að segja að það skorti ræktarsemi hjá þeirri frönsku Claudine, sem einn vetrarpart fyrir rúmlega þrjátíu árum, kynntist fjórum ættliðum og hætti ekki fyrr en hún í stuttri íslandsheimsókn, með góðra manna hjálp, náði að „hitta“ þá alla, lífs og liðna, og þakka fyrir sig. Merci, ma chére Dúa. Bestu þakkir, kæra Dúa. (Ljós- mynd Guðfinna Ragnarsdóttir) LEIFTUR FORTÍÐAR Sögur úr fortíðinni tengja okkur lífi liðinna kyn- slóða þótt margar lýsi þær aðstæðum sem eru okkur óþekktar eða fjarlægar. Hér lýsir Björg Magnús- dóttir ljósmóðir frá Túngarði, atburði úr bernsku sinni sem hafði djúpstæð áhrif á hana og síðar á starfsval hennar: Frá því ég var lítil stúlka hefur innst í huga mér lifað sá neisti, er til þess leiddi, að ég gjörðist ljós- móðir. Ég var snemma hrifin af litlum bömum, ekki sízt nýfæddum. Mér leið sérstaklega vel í nálægð þeirra og gat endalaust horft á þessar litlu ósjálf- bjarga verur; langaði mikið til að hugga þau ef þau grétu, hlynna að þeim eða gera annað það, sem þau þurftu með. Ég hugsaði mikið urn þessa litlu sak- leysingja, fannst sem þeir væru litlir englar, sem Guð hefði sent til okkar af himnum ofan, og að hann mundi geyma vængina þeirra hjá sér, þar til er hann kallaði á þá aftur upp í himininn til sín. Þetta sagði ég engum; þessar barnslegu hugmyndir átti ég ein. Við vorum þrjú systkinin, öll sitt á hverju árinu; en þegar ég var sjö ára, eignaðist mamma mín fjórða barnið sitt og hið síðasta. Það fæddist að nóttu til. Mun fæðingin hafa gengið eitthvað treglega, en ekki vöknuðum við krakkarnir samt við umstangið. Svaf þó allt heimilisfólkið í sömu baðstofu eins og þá var títt á bæjum. Um morguninn kom amma til okkar og sagði okkur frá því, að um nóttina hefðum við eignazt lítinn bróður, en hann hefði fæðst and- vana. Það var mikið áfall fyrir okkur að litli bróðir fékk ekki að lifa. Hásumar var og unaðslegt veður þennan dag, en einhver skuggi fylgdi mér úti og inni, og ég vissi að það var af því að litli bróðir var dáinn. Ég rölti til og frá döpur í bragði. Eins og af hendingu ráfaði ég inn í „húsið“ undir loftinu, en þar lá þá litli líkaminn, sveipaður hvítu líni. Ég gat ekki stillt mig um að laumast til að skoða hann, og að skilnaði klappaði ég ofurvarlega á litlu rnjúku kinnarnar. Alla dagana meðan hann var þarna, fór ég inn til að horfa á hann og strauk fölu vangana. Svo kom aldraður sómabóndi af næsta bæ. Hann var smiður og í hendi sér bar hann lítinn, svartan stokk með litlum krossi á. Ég sá að litli bróðir minn var lagður í þennan stokk og svo var sunginn sálrnur. Lokið var látið yfir, en því var samt ekki fest strax, og vissi ég að það átti að bíða með það unz mamma kærni á fætur. Aldrei þorði ég að hreyfa lokið til þess að líta niður í kistuna, en mikið langaði mig til þess.- Og nú höfðu liðið nokkrir dagar, en svo gerð- ist það snemma á fögrum sunnudagsmorgni, að allir hestarnir voru reknir heim á hlað, því að nú ætluðu margir heimamanna til kirkju. Mamma var komin á fætur eftir sængurleguna, og það var búið að negla eftur kistuna. Gamli maðurinn sem smíðaði hana, var kominn ásamt einhverjum fleirum. Tók hann nú kistuna og bar hana fram göngin. Við bæjardyrnar nam hann staðar, og var þá byrjað að syngja. Síðan gekk hann hægum skrefum yfir hlaðið, út traðirn- ar, og fylgdum við öll á eftir. Þegar komið var út að hliðinu fór allt kirkjufólkið á bak hestum sínum og einn vinnumaðurinn tók litla stokkinn og reiddi hann fyrir framan sig. Var nú sungið síðasta versið, en að því loknu settu piltarnir upp höfuðfötin og héldu svo af stað, en við systkinin snerum aftur til bæjar ásamt mömmu og nokkrum öðrum konum. Var mér sár harmur í huga, og stóð lengi á hlaðinu og horfði á eftir fólkinu, unz það hvarf mér út í fjarskann. Aldrei gleymi ég þessum dögum, er fyrsta litla barnið sem ég sá, var algerlega horfið sjónum mín- um. Eftir meira en sextíu ár man ég öll þessi atvik eins skýrt og þau hefðu gerzt í gær. (Úr bókinni íslenzkar ljósmæður I) http://www.ætt.is 21 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.