Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Qupperneq 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Qupperneq 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008 ar settir fram á eyðifjöll til vetrarbeitar itpp á líf og dauða. Þarna kemur fram að bóndinn á ekki einu sinni kúna sem til er á bœnum, heldur er hún leigu- gripur sem fóðrast „laklega“ og hluti smjörsins fer í leigu, (og þannig var það Itklega á öllum jörðttm sem voru í leigu). Fólk sem hugðist ganga í hjónaband á þessum árum varð að láta sér nægja kotbýli eða gerast vinnu- hjú, vera í húsmennsku, eða eigast ekki. Foreldrar Stefáns G. skálds eru vinnuhjú eða í húsmennsku á Mýri til 1873 er þau fara til Vesturheims. Um Aðalbjörgu Jóakimsdóttur og Stefán Sig- urðsson frá Ljósavatni segir: „Þeim var meinað að eigast“, af föður Stefáns. „Þetta varð til þess að bæði fóru til Vesturheims og giftust þar“ Fram kemur hjá Jóni „í Amerrku“, Jóni Jónssyni er fór til Vesturheims 1903, að Jón eldri í Mjóadal, faðir Jónu, hafi átt Jarlsstaðina og gefið Ljósavatns- hreppi jörðina með því skilyrði að Jóna verði þar til æviloka. En frá því hún geðbilast um 1860 var hún á fleiri bæjum til dæmis á Stóruvöllum, Halldórsstöð- um, Jarlsstöðum og Mýri. Mjög er hæpið að tala um að Jóna hafi verið nið- ursetningur eða hreppsómagi, þar sem Jarlsstaða- jörðin er gefin sveitarfélaginu hennar vegna. Vel má halda þvífram að hún hafi átt Jarlsstaði. A Jarlsstöðum var byggt afhýsi austur úr baðstof- unni þar sem hún var lokuð inni er hún fékk köstin, þar var fjós undir þannig að sœmilega hlýtt hefur verið. Þar deyr hún 1899. Aðdragandinn að geðbilun Jónu er margvíslegur; Vitað er að ungur maður, lagði hug á Jónu, en þau fengu ekki að eigast, segir sagan. Ekki er nú Ijóst hve mikinn þátt þetta hefur átt í geðbilun Jónu, hann getur hafa verið mikill. Maðurinn hefur líkast til heitið Páll og verið Jóhannsson, var hann frá Geita- felli einn af mörgum systkinum en oft kenndur við Litlutungu. Hann var vinnumaður í Bárðardalnum. Er hann fékk ekki Jónu kvœntist hann Herdísi Eiríks- dóttur í Litlutungu 1. desember 1860,23 dögum áður en Jóna verður brjáluð. Tíðindin um giftingu Páls og Herdísar þurfa ekki að hafa borist Jónu til eyrna fyrr en á aðfangadag jóla. Valdimar eldri sonur Páls og Herdísar fœðist í Fótaskinni 14. mars 1861, Tryggvi bróðir hans ímars 1863, og þau hjónin Herdís og Páll deyja í ágúst og september það ár með hálfs mánaðar millibili. Það er þá, sem þeir brœður eru teknir til fósturs í Litlu- tungu og eftir það er Tryggvi í Litlutungu afog til. „Aðalbjörg Jósepsdóttir, Þórarinssonar, var vinnu- hjú á Mýri, en hún var flogaveik og fékk ægileg köst, braut hún þá allt sem hún var með í höndunum en var annars dugleg og að Jón eldri í Mjóadal hélt „full- komin vinnukona". Var greitt hátt meðlag með henni af sveitarsjóð og öfundaðist Jón í Mjóadal yfir þeim peningum er bróðir hans á Mýri fékk í meðlag. Hann falaðist eftir Aðalbjörgu og var hún flutt þangað". Jón í Ameríku segir: Lundarbrekkukirkja. Mjóadalsfólkið var kirkjurækið og Halldórsstaðir liggja best við Lundarbrekku vestan Fljótsins. Lundarbrekkukirkja var glæsileg, nýbyggð og eftirsóknarverð að koma í hana, þótt altaristaflan eftir Arngrím hafi nú ekki verið komin þangað 1854. (Ljósmynd Jón Aðalstcinn Hermannsson) Móðir mín kvartaði yfir engu meira en sambúðinni við Aðalbjörgu Jósepsdóttur . Hún svaf í rúmi rétt við húsdyr hennar. Og enn segir: „sinn þátt hefur Aðal- björg vafalaust átt í lömun og heilsu Kristbjargar, en Kristbjörg var systir Jóns í Ameríku, giftist aldrei þar sem kærastinn hennar dó um það bil er þau trúlof- uðst“. Jón í Ameríku segir; „Kom það í hlut Jónu að vera yfir henni er hún fékk flogaköstin, voru þau svo ægileg að allir aðrir flúðu úr bænum“. Hermann Jónasson segir: „Þá var Jóna nálægt þrí- tugu var hún alllengi látin vera yfir geðveikum eða brjáluðum kvenmanni. Gekk hún við það svo nærri sér, með vökum og andlegri þreytu, að hún brjálaðist sjálf‘. Og Jón í Ameríku segir; „Svo undir húslestri Jón Vidalíns á jólanótt, „ reiðilestri “ er sumir kalla, brjálaðist Jóna Ung kona, er sér jafnt og þétt á eftir systkinum sín- um á brott, gengnum flestum í hjónaband, situr eftir, hún fœr ekki að eiga manninn sem hún vildi 1853. Hann er svo vinnumaður á nœsta bœ þrjú ár í við- bót og giftist annarri, og á með henni barn... Móðir hennar útslitin afvinnu og barneignum og systirin á heimilinu veikburða sökum einhvers sjúkleika. Blóð- veturinn nýafstaðinn og gestkomur í Mjóadal trúlega, fyrst og fremst bundnar við smalanir haust og vor. Og svo hafnar hún bónorði Þórarins Þórarinssonar á Veigastöðum 1854. Jón yngri í Mjóadal skrifar í dagbók sína þegar hann er bóndi á Jarlsstöðum 1861 til 1869 (dagbók- arhöfundurinn). Dvaldist Jóna hjá honum á Jarls- stöðum: „hefur legið hér í brjálsemi síðan hún kom, sem sýndist þó áður vera að mestu jafngóð, og hefur faðir minn verið hér á meðan í rúma viku. A þriðjudaginn í 3.v.s. kom Asmundur á Stóruvöllum, og þá var farið með hana“. En oft kemur Jón á Mýri í heimsókn til hennar http://www.ætt.is 11 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.