Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Síða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008
Reynir Snorrason:
Nöfn og nafnavenjur
í fjölskyldu minni
Það er skrýtið að ímynda sér veröld án nafna, því
án þeirra væri veröldin ein stór ringulreið. Hlut-
verk nafna er víðtækt, þau eiga ekki einungis að
hjálpa okkur að greina á milli
mismunandi einstaklinga held-
ur einnig að skapa einstakling-
inn. Eina nafnið sem passar
mér er nafnið sem ég ber. Öllu
í nútímavæddu samfélagi er
gefið nafn til aðgreiningar, frá
kornabörnum til fellibylja. En
tilgangur þessarar ritgerðar er
ekki að fjalla um nafngiftir fellibylja heldur nöfn og
nafngiftir manna.
Að skíra afkvæmi sitt er stór atburður í lífi hvers
einstaklings en oft vill það reynast þrautin þyngri að
velja nafn. Sumir foreldrar kjósa að fylgja tískunni
á meðan aðrir taka upp símaskrá og velja nafn af
handahófi. Sumir skíra í höfuðið á ættingjum og vin-
um aðrir velja óhefðbundna leið og velja nöfn sem
finnast ekki í mannanafnaskrá. Þegar sú leið er valin
fer nafnið í gegnum ferli hjá mannanafnanefnd sem
sker úr um hvort nafnið sé löglegt eða ólöglegt. Ef
nafnið reynist gott og gilt er það skráð í mannanafna-
skrá. (Réttarheimild „Meginreglur um mannanöfn“).
Eiginnafn skal vera íslenskt eða unnið sér hefð
í íslensku máli. Það má ekki brjóta í bága við
íslenskt málkerfi. Eiginnafn má ekki heldur vera
þannig að það geta orðið nafnbera til ama. Hvorki
má gefa stúlku karlmannsnafn né dreng kven-
mannsnafn. Mannanafnanefnd skv. 17. gr. skal
til viðmiðunar við nafngjafir semja skrá um þau
eiginnöfn sem heimil teljast skv. 2. gr. og er hún
nefnd mannanafnaskrá í lögum þessum. (Guðrún
Kvaran og Sigurður Jónsson. 1991:81).
í bókinni íslensk málsaga eftir Sölva Sveinsson
fjallar höfundur um tískuna sem fylgir nafngiftum og
það sem mótar hana. Þar segir frá nafninu Ómar sem
enginn bar í upphafi 20. aldar en 571 einstaklingur
rúmum 80 árum síðar. „Ætli Ómar Ragnarsson eigi
þar hlut að máli?“ (Sölvi Sveinsson. 2007:110). Með
öðrum orðum þá má segja að nafnatískan mótist af
fólki sem er í deiglunni dagsdaglega, t.d. afreksfólki
í íþróttum eða söngstjörnum.
Sumir foreldrar fylgja ákveðinni stefnu í nafngift-
um afkvæma sinna. Það gerðu foreldrar mínir sem
skírðu okkur systkinin eftir tegundanöfnum trjáa,
Thelma Björk, Reynir og Hlynur Ingi. Eg þekki fleiri
dæmi um svona en þá var bamahópurinn skírður
nöfnunr fugla. Annað skemmtilegt dæmi um svona er
nágrannafólk okkar sem skírði dætur sínar þrjár Elínu
Ósk, Evu Ósk og Eyrúnu Ósk. Sem sagt öll fyrri eig-
innöfnin byrjuðu á stafnum E og seinna eiginnafnið
var það sama, Ósk.
I fjölskyldu minni er nokkuð um að börn séu nefnd
eftir einhverjum. Til að mynda er ég skírður í höf-
uðið á móðurafa mínum Guðmundi Reyni Jónssyni.
í föðurætt minni ríkir sú hefð að nota nöfnin Torfi
og Guðbrandur til skiptis. Þannig hafa nöfnin Torfi
Guðbrandsson og Guðbrandur Torfason komið á víxl
í þrjá ættliði.
Yngstur þeirra, Torfi Guðbrandsson 19 ára, bróð-
ursonur föður míns, lenti í skemmtilegu atviki fyrir
fáeinum vikum síðan. A einhvem óskiljanlegan hátt
rakst hann á Megas á samkomu. Með Megasi í för
var listakonan Didda. Eftir stutt spjall við meistara
Megas og Diddu sagði Torfi þeim frá nafnahefðinni í
fjölskyldu sinni, það er að nöfnin Torfi og Guðbrand-
ur komi til skiptis. Torfi sagði þeim að hann væri ekki
ýkja spenntur fyrir því að skíra son sinn Guðbrand.
Megas og Didda stungu þá upp á því að hann skírði
soninn Guðbrand Loga, en þá myndi nafnið merkja
hið logandi sverð Guðs. „Þvílík snilld“. Tveir lista-
menn vom búnir að leysa vandamál sem hafði verið
mér heilabrjótur um langan tíma,“ segir Torfi. (Torfi
Guðbrandsson. 2008).
Amma mín og afi í föðurætt skírðu nær öll börn
sín eftir einhverjum, það var einungis faðir minn,
Snorri, sem fékk þann vafasama heiður að vera skírð-
ur út í bláinn. Frumburðurinn var skírður Björn Guð-
mundur til heiðurs og í minningu bræðra afa þeirra
Björns Halldórs og Guðnrundar Guðbrandssona sem
drukknuðu árið 1950. Um þá vofeiflegu atburði má
lesa í ævisögu afa, Strandamaður segir frá. Næst-
ur var Óskar Albert sem skírður var eftir foreldrum
ömmu á Bæ, Ósk og Alberti. Yngri bróðir föður míns
var síðan skírður Ragnar í höfuðið á Ragnheiði, móð-
ur afa. Næst fylgdi svo Guðbrandur sem nefndur er
eftir föðurafa og loks Fríða sem skírð var eftir frænku
ömmu á Bæ.
Þegar ég leit yfir ættartréð mitt í íslendingabók rak
ég augun í heldur óvenjulegt nafn. Nafnið er Óvidía
og hún var langalangalangamma mín. Tilraunir mín-
ar til að finna uppruna eða merkingu nafnsins báru
engan árangur, það eina sem ég fann var að hún er
sú eina sem borið hefur þetta nafn, a.m.k. miðað við
gagnagrunn íslendingabókar.
Nafnið Reynir er sama og trjátegundin reynir en
það virðist fyrst hafa komið fram á síðari hluta 19.
aldar. I lok árs 2006 báru 555 einstaklingar nafið sem
fyrsta eiginnafn og 231 sem annað eiginnafn. (Hag-
stofan. 2006).
Eftir þessa umfjöllun hefur mér orðið ljóst hve
erfitt það getur reynst að finna nafn sem hæfir hverj-
um einstaklingi þótt hann sé einungis kornabarn.
Akvörðun sem þessi getur valdið mikilli spennu milli
foreldra, þá sérstaklega ef um þrjóska einstaklinga
http://www.ætt.is
17
aett@aett.is