Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Side 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008
Þorskurinn og ættfræðin
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð
gott, segir máltœkið. Pað á svo sannarlega
við nú þegar þorskkvótinn er skorinn nið-
ur mörgum byggðalögum til bölvunar. Sá
niðurskurður varð nefnilega vatn á millu
œttfrœðinnar. Ríkisstjórnin veitti þá pening-
um til rafrœnnar skráningar nokkurra áður
óútgefinna manntala.
Haustið 2007 ákvað ríkisstjórn Islands aðgerðir
til að styrkja atvinnulíf í sjávarbyggðum sem áttu
í erfiðleikum vegna samdráttar aflaheimilda. Þjóð-
skjalasafn íslands fékk þá peninga til tveggja skrán-
ingarverkefna úti á landi. Annað þeirra er að búa til
stafræn afrit af manntölum í vörslu safnsins og gera
þau aðgengileg á netinu. Flest manntölin eru í dag
einungis aðgengileg í Þjóðskjalasafninu. Stafræn
gerð manntala á vefnum feiur í sér byltingarkennda
breytingu á aðgengi að þessum mikilvægu heimild-
um og opnar nýja möguleika í rannsóknum á mann-
fjöldasögu, byggðasögu og persónusögu.
Verkefnið felst í að búa til rafræn afrit af manntöl-
um frá árunum 1840, 1845, 1850, 1855, 1860, 1870,
1890, 1901, 1910 og 1920. Manntölin eru slegin inn
í sérstakan gagnagrunn á þremur stöðum á landinu,
í Héraðsskjalasafni Vestmannaeyja, í Héraðsskjala-
safni Austfirðinga á Egilsstöðum og í Héraðsskjala-
safni Skagfirðinga á Sauðárkróki. Haldin hafa verið
sérstök námskeið fyrir þá sem annast verkið.
Þjóðskjalasafn íslands setti fyrst upp gagnagrunn
með manntalinu 1703 á vef safnsins árið 2001. Síðan
hefur manntalið 1835 bæst við og unnið hefur ver-
ið að innslætti manntala á vegum Þjóðskjalasafns
íslands í samvinnu við aðila utan safnsins. Þeirri
vinnu hefur miðað fremur hægt, enda þröngur stakk-
ur skorinn hvað fjármuni varðar. Með áðurnefndri
fjárveitingu til gerðar stafrænna afrita af manntölum
í Þjóðskjalasafni íslands verður hins vegar bylting í
þessari vinnu. Landsmenn njóta nú þegar afraksturs
Áratugum og öldum saman hafa fræðimenn og áhuga-
menn um ættfræði setið yfir sömu torlesnu manntölun-
um og kirkjubókunum, rýnt í oft illskilIjanlegan texta,
eytt ómældum tíma í að reyna að þýða gömlu skriftina
og skrásetja þennan undirstöðuættarfróðleik. Lengst
af hafa menn einnig verið bundnir við örfá söfn þar
sem aðgangur var að slíkum skjöium. En nú þarf ekki
hver og einn lengur að finna upp hjólið, nú verða tíu
manntöl aðgengileg á netinu. Því ber að fagna og vona
að fljótlega komi einnig að kirkjubókunum, þ.e. prests-
þjónustubókunum og sóknarmannatölunum.
hennar en manntalið 1870 er það fyrsta sem lokið var
í þessu átaki.
Markmiðið er að birta manntölin á netinu nánast
eins og þau liggja fyrir. Flest manntölin eru slegin
inn eftir vélritaðri gerð þeirra sem lengi hefur ver-
ið eina eintak þeirra sem almenningi hefur staðið til
boða. Frumritin eru svo slitin vegna notkunar að þau
erekki hægt að hafa í umferð. Manntölin 1855, 1901
og 1910 verða þó slegin inn eftir frumriti.
Ættfræðifélagið fagnar þessu framtaki og bendir
félögum sínum á að fylgjast með vef Þjóðskjalasafns-
ins en þaðan eru þessar upplýsingar að mestu fengnar.
Úr Föðurtúni eftir Pál Kolka
Bergmannsnafnið tóku fyrst synir Steins biskups og drógu það af fæðingarstað sínum, Setbergi. Þeir dóu
allir ungir....
Meðal Bergmannsniðja í eða úr Húnavatnsþingi hafa verið ýmsir þekktir menn, svo sem Guðmundur
Björnsson landlæknir, Jón S. Bergmann skáld, Skúli Guðmundsson alþingismaður, Jónas Guðmundsson
skrifstofustjóri, Bjöm Guðfinnsson prófessor, Sigfús Bergmann kaupfélagsstjóri, Sigfús Bjarnason forstjóri,
Dr. Björn Björnson hagfræðingur, Páll Kolka, Guðmundur Jónsson skólastjóri á Hvanneyri og þeir Torfa-
lækjarbræður....
Ýmsir góðir búmenn hafa og verið í Bergmannsætt og kvenskörungar miklir.
http://www.ætt.is
23
aett@aett.is