Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Qupperneq 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008
Séð ofan í Mjóadal, vel sjást túngarðar og bæjarrústir.
(Ljósmynd Jón Aðalsteinn Hermannsson)
á seinni Jarlsstaðaárum hennar og þá telur Jón að
brjálsemin hajt alveg verið horfin og hún í góðu and-
legu jajhvœgi. Fékk Jóna góðan félagsskap síðustu
árin er fjölskylda Jóns Þorkelssonar flytur í Jarls-
staði úr íshóli 1897.
Hermann Jónasson heimsækir hana líka á þessum
Jarlstaðaárum.
Hann kemur óvænt í baðstofuna og Jóna þekkir
hann strax þó rokkið væri og heilsar honum glaðlega
segir; „Sæll og blessaður Manni minn“.
Þorbjörg Arnadóttir frá Skútustöðum skrifar leik-
ritið „Draumur Dalastúlkunnar“ sem kemur út í
bókarformi 1951. Leikritið er um Jónu Jónsdóttur í
Mjóadal. Þar lætur hún Jónu brjálast á jólanótt vegna
þess að Tryggvi kærastinn hennar kemur í heimsókn
og er þá stórslasaður, hafði hrapað í gljúfrunum við
Mjóadalsá og deyr um kvöldið.
Þetta gerðist ekki þannig, heldur finnst mér að
þama sé íað að því, að Mýrarmenn hafi komið í veg
fyrir að (Páll) Tryggvi færi í heimsókn í Mjóadal og
þar með svikið Jónu. Og þeir komu í veg fyrir frek-
ari samdrátt þeirra. Og er það rétt því Páll er einmitt
vinnumaður á Mýri árin 1857 til 1859. En engin vin-
átta var á millum Mýrar og Litlutungufólks.
Það kemur fram hjá dagbókar-Jóni bróður Jónu
að:
„Jónas á Veigastöðum kemur í Mjóadal haustið
1854 í bónorðsför fyrir Þ.“
Það mun hafa verið Þórarinn Þórarinsson mágur
Jónasar er bjó á móti honum á Veigastöðum og er
ókvæntur.
Er Jónas kenndur við Sigluvík, hann var við barna-
kennslu í Mjóadal árið 1853 alls í 5 vikur og hefur
vel þekkt Jónu. Þessu bónorði er ekki tekið og af
hverju skildi það vera? Auðvitað vegna þess að Jóna
hefur alltaf œtlaði sér að bíða eftir rétta manninum
(Tryggva í Litlutungu) það er Páli Jóhannssyni.
Nú kemur það í Ijós að Páll Jóhannsson er vinnu-
maður á Halldórsstöðum 1851. Þá hafa þau Jóna
kynnst, og Páll ekki þótt hæfur tengdasonur í Mjóa-
dal. Svo er hann aftur vinnumaður í Bárðardalnum
og það á Mýri 1857 til 1859 í þrjú ár og ekki hejur
heldur gengið að Jóna mœtti eiga hann þá, nú er
hann líka búinn að einast barn með annarri konu,
vinnukonu á Einarsstöðum, en þar var hann í eitt
ár vinnumaður. Upp úr því tekur hann saman við
Herdísi í Litlutungu, þar er ekki andstaða við kvon-
fangið.
Þá er maðurinn endanlega tapaður Jónu. Og Jóna
hefur líklega aldrei séð eða kynnst manninn er bað
hennar, Þórarni.
Það hefur líka spilað inní að faðir hennar hefur
ekki viljað missa hana af heimilinu. Aðalbjörg móðir
Jónu er fœdd 1799. Er því sextug 1859 og búin að
fœða 13 börn, orðin útslitin kona. Jóna hefiir líka
verið í miklu uppáhaldi hjá föður sínum, aðrar syst-
ur hennar eru giftar að heiman nema Guðfinna sem
er sjúklingur.
Þá er þetta allt safnast saman bilar geðheilsa
hennar og allt brestur, á jólanótt, líklega 1859 eða
1860, þá er hún 29 ára gömul eða þrítug.
Hermann Jónasson (þá unglingur á Mýri) varð
mikill vinur Jónu þegar hún var á Mýri, en þangað
var hún flutt í böndum veturinn 1864. Þá er Hermann
7 eða 8 ára gamall. Hann sagði að Jóna hefði verið
talin skarpgáfuð, þrekmikil og einkar efnileg í öllum
greinum.
OPIÐ HÚS
OPIÐ HÚS verður með svipuðu sniði og áður. Opið verður alla miðvikudaga frá k. 17:00-19:00
að Ármúla 19. Ákveðið hefur verið að taka aftur upp þemakvöld á OPNU HÚSI einu sinni í
mánuði. Þá verða tekin fyrir einstök svæði eða sýslur og munu sérfróðir menn vera til staðar og
aðstoða og fræða.
Fyrsti þemafundur vetrarins verður haldinn miðvikudaginn 15. október en þá mun Kristinn
Kristjánsson veita upplýsingar um Eyjafjörð utan Akureyrar. Miðvikudaginn 12. nóvember mun
Ásgeir Svanbergsson veita upplýsingar um ísafjarðarsýslur.
http://www.ætt.is
12
aett@aett.is