Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Qupperneq 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008
IW
*•»» «■ .
H 1 m
rfyfr ’ -,.JÍ 1 f:7 ; : ... JTO'-. ■
; •- ./ f • V . . ; . ‘X’ ! J V '?.' - • 4’, ' •
Nú er Jón Aðalsteinn sumarbóndi í Hlíðskógum, bæn-
um sem hann eyddi orku sinni og kröftum á í áratugi.
hreppi 1885. Hann vann ábúendatalið á Halldórs-
stöðum í Kinn 1946. Það nær frá 1792 til 1946. Hann
studdist í því meðal annars við hreppsbók Ljósa-
vatnshrepps er náði frá 1792. Þessi bók virðist nú
glötuð og því er verk Konráðs ómetanleg heimild um
búsetu í Bárðardal á þessum tíma. Ljósavatnshrepp-
ur náði þá, og fram til 1907, frá Naustavíkum, fram
Kinn og Bárðardal, til Mjóadals og Ishólsdals, inn í
Stóru-Tjarnir í Ljósavatnsskarði en þá var Bárðdæla-
hreppur stofnaður í Bárðardal, frá og með bæjunum
Úlfsbæ og Hvarfi sem nyrstu bæir í hinu nýja sveit-
arfélagi.
- Erlendur sonur Konráðs hefur vélritað handrit
hans og ljáð mér það til úrvinnslu en það hefur aldrei
verið gefið út. Abúendatal hans heitir fullu nafni
„Drög að upplýsingum um bændur í Kinn og Bárðar-
dal 1792 til 1946“. Ég hef svo spunnið við bæði aftur
og fram í tíma.
-Ég byrjaði á því að kemba Islendingasögurnar.
Það var árið 1988. Þá eignaðist ég tölvu og lærði að
nota hana. Þá varð ekki aftur snúið. Af Islendinga-
sögunum hafði ég hvað mest gagn af Ljósvetninga-
sögu, Grettissögu, Njálssögu og auðvitað Landnámu.
Kirkjubækur og manntöl, ekki síst 1703 og 1762 eru
nauðsynleg hjálpargögn. Svo var margan fróðleik-
inn að sækja í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns frá 1712, Jarðabók Eggerts og Bjarna frá
1772 og Ferðabók Sveins Pálsonar 1791-97. Sömu-
leiðis studdist ég við Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen
frá 1882-89 auk allra fáanlegra ættfræðirita og rita
sem fjalla um þetta svæði á einn eða annan hátt.
Eyðijarðirnar hafa forgang
-Ég hef lagt höfuðáherslu á eyðijarðirnar. Þar verða
sífellt færri til frásagnar og því mikilsvert að safna
fróðleik um þær. Ég fékk mikinn fróðleik úr bréfum
ömmu og afa, Aðalbjörgu á Mýri og Jóni Karlssyni,
þau voru fædd 1880 og 1877, og margan fróðleikinn
fékk ég úr endurminningum langafa míns Jóns Jóns-
sonar frá Mýri, sem hann skrifað í Kanada 1926. Enn
fremur á ég nokkuð mörg handrit manna sem fæddir
voru á svipuðum tíma og ekki hafa verið prentuð.
Vinna mín við bókina um bréf langafa „Leitin að
landinu góða“ skilaði mér einnig mörgu.
Jón Aðalsteinn vann eins og áður sagði, ásamt
skyldmennahópi, við að gefa út bréf langafa síns Jóns
Jónssonar frá Mýri í Bárðardal „Leitin að landinu
góða“ sem kom út á síðast liðnu ári.
- Ég var svo tvö ár að tölvufæra Mýrarbréfin, en
það voru bréf sem afi minn Jón Karlsson, bóndi á
Mýri, fæddur 1877, og amma mín, Aðalbjörg Jóns-
dóttir, fædd 1880, skrifuðu föður hennar og systkin-
um vestur um haf. Aðalbjörg amma mín var eina barn
Jóns langafa sem ekki fór til Amerrku, en þangað
flutti Jón eftir lát konu sinnar um aldamótin 1900.
Sigrún, hálfsystir Aðalbjargar ömmu minnar, flutti
líka vestur árið 1919, en maður hennar var séra Adam
Þorgrímsson frá Nesi í Aðaldal. Hann var prestur í
Lundar í Manitoba. Dóttir þeirra, Hrund Adamsdóttir
Skúlason, er enn á lífi í Gimli og varð 100 ára í júní
síðast liðnum.
-Það var Þórólfur Jónsson, bóndi á Stórutungu, f.
á Mýri 1905, sem vann það einstæða verk að safna
um 400 bréfum.
-Flest voru það bréf móður hans, Aðalbjargar,
en hún virðist hafa verið mjög vinsæl kona og fékk
fjölda bréfa, frá mörgum öðrum en föður sínum en
frá honum varðveittust um 170 bréf, mörg þó aðeins
Ég hef verið mikið í að safna myndum og er orðinn
býsna góður í þeim forritum sem best eru við að hreinsa
og laga gamlar myndir. Myndir gefa ritum mikið gildi
og eru oft höfuðprýði verka.
http://www.ætt.is
4
aett@aett.is