Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Qupperneq 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Qupperneq 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008 partar af bréfum sem hún varðveitti og svo Þórólfur. Ennfremur fékk hann Mýrarbréfin frá íslandi send að vestan. Systur Aðalbjargar söfnuðu þeim saman vestanhafs og sendu Þórólfi. Hann fór aldrei vestur um haf! Þar á meðal eru Mýrarbréfin sem afi minn og amma skrifuðu. Þau eru ómetanleg heimild um lífið í Bárðardalnum á þessum tíma, sem áður segir. I bréfunum koma að sjálfsögðu margir við sögu sem enn eru á lífi eða nánustu afkomendur þeirra svo við höfum ekki viljað gefa þessi bréf út fyrir almenning. Þeim er aðeins dreift til afkomenda afa og ömmu, að minnsta kosti í bili. Við afkomendur afa og ömmu stofnuðum Mýrarmannafélag. I því eru um 50 manns. Við reynum að koma saman árlega og höfum til þess sérstakan „Mýrarmannadag“ og reynum að halda uppi kunningsskap og vináttu. Úr Bárðardal til Brasilíu En svo er það Brasilía. Þú þeytist um heiminn í skrif- um þínum. Hvað kom til að þú fórst að hafa áhuga á Brasilíuförunum? - Sá áhugi hefur fylgt mér ansi lengi. Ég var lengi að verða læs, las ekkert að ráði fyrr en tíu ára gam- all, en eitt af því fyrsta sem ég las var bók Þorsteins Þ. Þorsteinssonar: Ævintýrið frá Islandi til Brasilíu. Mér fannst hún æsispennandi. Þar sá ég að flestir sem fóru til Brasilíu voru Bárðdælingar. Af þeim 39 sem lögðu af stað voru 26 úr Bárðardal. Nokkrir þeirra áttu marga afkomendur. Síðan hefur þessi Brasilíuá- hugi fylgt mér. - Ég komst svo í samband við ungan háskólastúd- ent frá Brasilíu, Luciano Dutra, sem var að skrifa BA-ritgerð við Háskóla íslands um landnám íslend- inga í Brasilíu. Hann hefur heimsótt og rætt við afkomendur íslendinganna í Brasílíu og fylgt þeim eftir fram til 2002. Ég hef fyrst og fremst í lokakafla ritsins, notast við ritgerð hans og svo byggt mjög á Þingeyskum æviskrám sem Konráð Vilhjálmsson tók saman. Þingeysku æviskrámar ná frá 1800 til 1900 og em einstakt rit sem aldrei hefur verið gefið út en er hægt að nálgast á Landsbókasafninu og á skjalasafninu á Akureyri og á Húsavík. Annar kafli „Brasilíuritsins“ er útflutningsdagbók Voga-Jóns. Dagbókarfærslur hans byrja í desember 1864 og ná til desemberloka 1865 og era mjög merkileg heim- ild. Dagbókarfærslur hans hafa ekki verið gefnar út áður, en eru á Landsbókasafninu. Voga-Jón var einn af þeim sem skipulagði og hvatti til Brasilíufarar, en örlögin höguðu því þannig til að hann fór hvergi. Skortur á jarðnæði - Ég hef skoðað ástæður þess að menn fluttu af landi brott. Skoðað árferði og afkomu fólks. Fólkið vantaði jarðnæði, það lifðu of mörg böm, ef svo má segja, það var ekki rúm fyrir alla sem upp komust, alla vega ekki hér í Bárðardal. Ég sé líka að þessu fólki hefur almennt vegnað vel í Brasilíu. Ein ástæðan er sú að Ég sá að flestir sem fóru til Brasilíu voru Bárðdælingar. Af þeim 39 sem lögðu af stað voru 26 úr Bárðardal. Ég hef verið heillaður af þessum fólksflutningum frá því ég var lítill drengur. allir Brasilíufaramir voru læsir, en á þessum tímum vora tæplega 70% íbúa Brasilíu ólæsir. Ég kalla þetta rit mitt, sem ég tók saman síðast liðið haust og vetur „Drög að landnámssögu íslendinga í Brasilíu". - Og nú á að leggja land undir fót og heimsækja Brasilíu og afkomendur landnemanna. - Já, við leggjum í hann í haust og meiningin er að heimsækja sem flesta afkomendur og skoða þá staði sem koma við sögu í landnáminu. Það verða 20-30 manns sem fara þessa ferð. Þetta verður spennandi og einstakt tækifæri til þess að hitta þetta fólk. Margur þættist sjálfsagt góður með að afkasta þótt ekki væri nema einu af verkum Jóns Aðalsteins. En það kemur í ljós að fleira er á döfinni. - Já, ég er með í deiglunni, ásamt Diðrik Jóhanns- syni, sögu Hermanns Stoll, sem var svissneskur arki- tekt og eru þekktar byggingar til eftir hann í Sviss. Hann var fæddur 1882 en lést aðeins 50 ára gamall, árið 1932. Hann heimsótti ísland þrjú sumur í röð. Hann safnaði miklum fróðleik um jarðsögu og ferða- leiðir um Island og skrifaði ferðasögu er heitir „Þvert yfirísland“ 1910. 1911 kom Hermann Stoll í Mýri og Svartárkot í Bárðardal á leið í Öskju. Tvær myndir eftir hann eru í bókinni „Leitin að landinu góða“. Þessi bók um Her- mann Stoll á að vera tilbúin árin 2011 til 12 en þar er allt óvíst, þar sem ekki gengur að finna frásögur Hermanns Stoll frá 1911 erlendis. Með þeim orðum kveð ég þennan mikilvirka fræðimann sem hefur helgað Bárðardalnum og Bras- ilíuföranum drjúgan hluta tíma síns eftir að brauð- stritinu lauk. http://www.ætt.is 5 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.