Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Side 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Side 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008 lítið aðgagnsorð og himnamir opnast. En við gleym- um því allt of oft hvaðan öll þessi vitneskja er fengin. Við gleymum öllum þeim fjölda sem í aldanna rás hefur safnað og skráð, varðveitt og fært okkur fróð- leikinn um okkur sjálf, „eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum“, eins og Jón Helgason segir svo fallega í kvæði sínu í Amasafni. Og víst er að án „eljverks þúsunda“ værum við illa villt í ættfræðinnar flóknu fylgsnum. Við fáum aldrei nógsamlega þakkað þeim, þekkt- um og óþekktum fræðaþulum fyrir þann ómetanlega fjársjóð sem þeir fengu okkur í hendur. Fjársjóð sem gerir okkur kleift að skilja og skýra tilveru okkar, að skilja framgang sögunnar, sambönd ætta og auðs, ásts og haturs, sjúkdóma og erfða. Þegar Landnámu, íslendingabók, Sturlungu og Islendingasögunum sleppir koma upp nöfn eins og Þórður í Hítardal, Benedikt Þorsteinsson, Jón Hall- dórsson, Hannes biskup og Magnús Ketilsson. Og þegar nær dregur Snóksdalín, Espólín, Jón Stein- grímsson og Bogi Benediktsson. Okkur ber skylda til að minnast þessara manna, án þeirra verka væri ætt- arsaga okkar varla skráð og alla vega önnur og rýrari. Við eigum þeim mikið að þakka. Þeim vil ég helga þetta málþing. Helgi Þorláksson: Mikilvægi ættfræði í íslandssögunni Hvernig gagnast ættfræði í sagnfræðirannsóknum? * Ahugi á að þekkja ættir, uppruna og skyldleika Mér er í minni að Guðjón Friðriksson birti reglulega ættartölur í Þjóðviljanum, fyrir svo sem eins og 30 árum. Hann fjallaði um skyldleika þekkts fólks. Sum- um þótti lítt við hæfi að birta slíkt í Þjóðviljanum, þetta væri eins og snobb fyrir vissum áhrifaættum og ætti síst heima í blaði alþýðunnar. Hugmynd Guð- jóns var sjálfsagt ma. að rekja hverjir væru skyldir meðal ráðamanna og þekktra íslendinga. Þetta vakti forvitni mína og ég uppgötvaði oft að milli fólks sem ég þekkti var náinn skyldleiki sem ég vissi ekki um. Ættartölurnar gáfu líka kost á að rekja hagsmuna- tengsl eða hugsanleg hagsmunatengsl. Þær voru hins vegar varla birtar til að upphefja fólk sem teldist hafa sér til ágætis að vera komið af valdamönnum eða öðru frægu fólki eða var sjálft í valda- og áhrifa- stöðum. Víst er að þetta var vinsælt efni sem þótti forvitnilegt. Það eru margar hliðar á ættfræðiáhuga og saga merkra forfeðra og formæðra getur verið afkomend- um hvatning til afreka sem er líklega oftast hið besta mál. Hún getur líka orðið tilefni til drambs, menn þykjast öðrum meiri vegna ætternis án þess að státa af nokkrum afrekum. Þannig er oft fjallað um ættfræði og áhuga á ætt- um, eitt er áhugi á tengslum fólks, annað er það sem er stundum nefnt heilbrigður ættarmetnaðar og svo er loks í þriðja lagi, ættardramb. Þá má bæta við fjórða atriði sem er mikilvægt. Öllum er tamt, fyrr eða síðar á lífsleiðinni, að forvitnast um eigin ættir. Fólk vill átta sig á sjálfu sér og spyr um uppruna sinn. Það skynjar að foreldrar þess eru nátengdir foreldrum sínum og reynir að átta sig á slíkum tengslum. Fólk vill vita hvaðan ömmur og afar komu. Þetta er hluti af þeirri þörf að samsama sig. Allir spyrja: Hver er ég? Næsta spurning er oftast: Hvaðan kem ég? Þetta er með öðrum orðum sögulegur áhugi sem tengist sjálf- inu. Hann getur líka tengst heimabyggð og færst yfir á stærri hópa, heilar þjóðir. Þetta tengist enn fremur áhuga á upprunanum.Vestur-íslendingar forvitnast um uppruna sinn á Islandi og Islendingum er hug- leikið hvaðan þjóðin er komin, og spyrja hvort hún sé norsk að uppruna eða kannski fremur gelísk, sem merkir frá Skotlandi, Skotlandseyjum eða írlandi. Nauðsyn ættafróðleiks í þjóðveldinu (930-1262) Islendingar þjóðveldistímans, á 12. og 13. öld, höfðu mikinn áhuga á uppruna þjóðarinnar, amk. þeir sem sömdu Islendingabók, Landnámu og Islendingasög- urnar. Hér kemur fram áhugi á uppruna og samsemd. En margt réð ættfræðiáhuga á þjóðveldistíma, fyrir 1262, annað en spuming um uppmna landsmanna. Eitt var kannski mikilvægast í þessu sambandi, það að landið var án sameiginlegs framkvæmdavalds; það var ekkert eiginlegt miðstjórnarvald, enginn konungur, hvað þá ríkisvald. Það var ekki hægt að hafa samband við lögregluna þegar eitthvað bjátaði á, menn urðu að bjarga sér sjálfir. Þá lá auðvitað nærri að treysta á stuðning annarra, fyrst fjölskyldu og ættar en einnig nágranna og vina. Menn komu sér upp liði bandamanna með heitum um gagnkvæman stuðning og nefndu þetta vináttu eða vinfengi. Þeir urðu líka að treysta á nágranna og því var nauðsyn- legt að þekkja þá, vita að þeir væru traustir. Vegna þessara kringumstæðna hefur gætt tilhneig- ingar hjá fræðimönnum í seinni tíð að gera minna úr blóðtengslum en áður var algengt en meira úr alls kyns bandalögum sem skynsamlegt þótti að mynda http://www.ætt.is 4 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.