Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Qupperneq 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Qupperneq 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008 tíð? Nei, ekki ef hugmyndin var sú að hæfileik- ar erfðust. A okkar tímum hefur fólk trú á að börn stjórnmálamanna sem náðu árangri og nutu hylli geti líka náð árangri í stjórnmálum. Nýleg dæmi eru Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Hermanns- son, Björn Bjarnason og Jóhanna Sigurðardóttir. Ég hugsa að margir hafi, eða hafi haft, trú á þeim vegna feðra þeirra og í dæmi Jóhönnu líka vegna formóð- ur. Hugmyndin er sjálfsagt sú að slíkt fólk eigi ekki að fá neitt ókeypis út á feðuma eða ætt en sýni það hins vegar getu og dugnað er því kannski lyft upp fremur en öðrum. Hvort þetta er alveg sambærilegt við foma trú á gæfu sem fylgdi ákveðnum ættum er ég ekki viss um, leyfi mér samt að setja þetta fram sem tilgátu. Að öllu þessu athuguðu er skiljanlegt að mikið sé lagt upp úr ættfræði í Islendingasögum. Þetta var eins og skylda eða forskrift, Islendingasögur áttu að byrja, á ættartölum. Við könnumst við „Ketilssonar flatnefs, Bjarnarsonar bunu, Grímssonar hersis úr Sogni“. Sumir ritarar Islendingasagna hafa kannski gert sér þetta að leik, enda eru sumar ættartölur litríkar og skoplegar. Hrafnkatla byrjar svona, „Það var á dögum Haralds konungs hins hárfagra, Hálfdanarsonar hins svarta, Guðröðarsonar veiðikonungs, Hálfdanarson- ar hins milda og hins matarilla, Eysteinssonar frets, Olafssonar trételgju, Svíakonungs ...“ Mörgum þykir galli á Sturlungu hversu mörg mannanöfn eru þar og margar persónur og allt er tómt kraðak þar til ættartölur hafa verið kannaðar, þá fer að greiðast úr flækjunni. Það reynir oft á að skilja hver var skyldur hverjum, td. hverjir allir þessir Sturl- ur voru. I öðru lagi verður að skilja að nokkrar ættir eða fjölskyldur risu upp, skám sig úr, hófu sig upp yfir aðrar við lok 12. aldar. Þær tóku svo upp á því að mægjast innbyrðis og hjálpuðust að og við tölum um ættir stórgoða. Þegar ég var í menntaskóla var skylt að kunna utan að helstu goðaættir á Sturlungaöld. Mig minnir að það hafi td. verið spurt á prófi: Hver var Randalín Filippusdóttir? Þetta þjónaði ekki mikl- um tilgangi nema fyrir þá sem ætluðu að hella sér út í lestur Sturlungu en það gerðu víst ekki margir á mínu reki á menntaskólaárum. Þetta var því tilgangslítill fróðleikur og kom kannski óorði á ættfræði. Undir konungi Sturlunga varð til um 1300 og lesendum hennar hef- ur líklega þótt alveg sjálfsagt að skilja ættfræðina og mikilvægi hennar við lok þjóðveldis. Gamla goða- blóðið skipti enn miklu máli um 1300. íslendingar settu ákvæði inn í Gamla sáttmála 1302 um að lög- menn og sýslumenn skyldu vera íslenskir og af ættum þeirra sem gáfu konungi upp goðorðin, möo. skyldu vera af stórgoðaættum frá um 1250.6 Ákvæðið sýnir að það var spenna ríkjandi og einhverjir nýir menn sóttust eftir völdum, en við getum ekki sagt margt frá því. Þó er líklegt að konungur hafi freistast til að lyfta nýjum mönnum upp, mönnum sem voru ekki af gömlu stórgoðaættunum, og gera þá að hirðmönn- um og jafnvel sýslumönnum, við enga ánægju þeirra sem töldu sig hafa blátt blóð í æðum og sjálfsagða til sýslumannsstarfa. Þetta var nýjung á íslandi eftir að landið komst undir konung, konungur gat veitt mönnum utan valdaætta sóma, lyft þeim upp, skipað þeim á hærra þrep í þjóðfélagsstiganum. Metnaðarmenn sem áttu eitthvað undir sér sóttust eftir slíku. Einkum þótti varið í að verða riddari og það hefur varla orðið hlut- skipti óbreyttra bænda. Menn sem urðu riddarar voru dubbaðir, slegnir til riddara, fengu hjálm og merki á skjöld sinn og voru kallaðir herrar og konur þeirra kölluðust frúr. Á lægra stigi voru svonefndir vopnarar sem voru hvorki dubbaðir né nefndir herrar en fengu hjálm og merki á skjöldinn.7 Riddarar og vopnarar gegndu iðulega störfum sýslumanna og lögmanna og fram undir 1490 eða svo gátu þeir líka verið hirð- stjórar. Þessi upphefð var ekki ættgeng, gekk ekki í erfðir, og konungur dró mjög úr því á seinni hluta 16. aldar að veita mönnum hana. Það fannst ráðamönn- um miður og á 17. öld sáu þeir ættir fornra riddara í hillingum og lögðu rækt við að minna á að þeir væru af þeim komnir. Síðasti Islendingur sem fékk aðalsbréf var Jón, sonur Magnúsar prúða, árið 1620. Um 1650 vildi Vísi-Gísli að vissar ættir fengju að taka upp aðalstign en það mun varla hafa fallið í kramið hjá fógetum á Bessastöðum og dönskum kaupmönnum sem sýslu- menn eins og Jón og Gísli áttu jafnan mikið undir. En bróðursonur Jóns, Eggert Björnsson á Skarði, gældi mjög við hugmyndir um aðalstign og það gerðu fleiri á síðari hluta 17. aldar og héldu gömlum merkjum forfeðra sinna til haga. Til er mynd af þeim hjónum, Birni syni Vísa-Gísla og Guðrúnu, dóttur Eggerts, sem birtir þennan áhuga því að þar eru forn skjaldar- merki forfeðranna sýnd.8 Þessar gælur við aðalstign hljóta að hafa valdið áhuga ýmissa fyrirmanna á 17. öld á forfeðrum sínum sem hlutu frama í konungs- þjónustu á bilinu 1300 til um 1580. Höfðingjaættir 17. og 18. aldar Saga 17. og 18. aldar er lítt skiljanleg nema menn átti sig á ættum ráðamanna og hvernig þeir mægð- 6 Jón Jóhannesson, íslendinga saga II (Reykjavík 1958), 248, 251. ^ Lars Hamre, Andmæli við doktorsvörn. Saga X (1972), 195-6. Randi Bjprshol Wærdahl, Norges konges rike og hans skatt- land. Kongemakt og statsutvikling i den norróne verden i middelalderen (Trondheim 2006), 202-5 ^ Helgi Þorláksson, Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds. Saga íslands VI. Ritstjóri Sigurður Líndal (Reykjavík 2003), 245-7. Sami, Undir einveldi, Saga íslands VII. Ritstjóri Sigurður Líndal (Reykjavík 2004), mynd á bls. 23. http://www.ætt.is 7 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.