Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Síða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Síða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008 Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur, hélt erindi um ættfræðilegar rannsóknir á erfða- sögu íslendinga. Hér fer á eftir lausleg samantekt ritstjóra á erindi hans: Ættfræðilegar rannsóknir á erfðasögu Islendinga Agnar Helgason er líffræðilegur mannfræðingur. Hann skýrði hugtakið fyrir málþingsgestum og sagði að það að vera líffæðilegur mannfræðingur væri að nota erfðafræði til þess að skýra sögu mannhópa, skýra sögu okkar tegundar og sögu einstakra hópa innan okkar tegundar. Doktorsverkefni Agnars fjall- aði m.a. um uppruna Islendinga, þar sem hann notaði erfðafræði til þess að reyna að varpa ljósi á uppruna íslendinga og sýndi fram á það að konurnar í land- námshópnum hefðu aðallega verið frá Bretlandseyj- um og karlarnir aðallega frá Skandinavíu. í verkefninu notaði hann erfðafræði til þess að upplýsa um ættfræði. Það var meginintak rannsókna hans. Hann gat þess að það væri svolítið sérstakt að vera á stað eins og Islandi og að vinna fyrir fyrirtæki eins og íslenska erfðagreiningu þar sem við höfum alveg gríðarlega miklar upplýsingar um ættfræði ein- staklinga en bara til mjög skamms tíma. Agnar gat þess að íslendingabók væri mjög heil- stæð og góð heimild aftur til svona 1650. En það þýddi lítið að vinna kerfisbundið með hana sem heimild til þess að upplýsa um sögu þjóðarinnar. En aftur til 1650, sagði Agnar, þá getum við lært mjög mikið um það hvernig samspilið er á milli erfðaupp- lýsinga og ættfræðilegra upplýsinga. Af þeim ástæð- um sagðist hann hafa notað íslendingabók til þess að átta sig á hvað ættfræðilegar upplýsingar einar og sér geta sagt okkur um sögu þjóðarinnar. Agnar fjallaði í erindi sínu aðallega um fólksflutn- ingasögu íslendinga síðastliðin 300 ár og notkun á ættfræðilegum gögnum til þess að varpa ljósi á þessa sögu. í fólksflutningarannsókninni voru allir einstakling- ar í Islendingabók flokkaðir eftir sýslum og landinu skipt upp í 21 sýslu. Reynt var að staðsetja hvern einasta íslending í einni af þessum 21 sýslum eftir því hvar viðkomandi einstaklingur bjó eða fæddist. Agnar lýsti því hvemig þessar upplýsingar eru síðan notaðar til þess að rannsaka fólksflutningasögu fslend- inga. Skilgreint var hugtak sem kallað var landfræði- legt ættemi. Hann tók sem dæmi forfeður sína fimm kynslóðir aftur í tímann. Með vitneskju um það hvar þessir einstaklingar bjuggu var hægt að staðsetja flesta þeirra í Islendingabók. Þannig fékkst vitneskja um það hvar forfeður hans og formæður vom á landinu fimm kynslóðir aftur í tímann. Þá sást t.d. að heill leggur formæðra og forfeðra tilheyrir Eyjafjarðarsýslu og að annar leggur tilheyrir Snæfellsnessýslu og Dalasýslu. Þannig sá Agnar nákvæmlega í hvaða hlutföllum hann var ættaður frá hinum ólíku sýslum íslands. Það kallar hann sitt landfræðilega ætterni fimm kynslóðir aftur í tímann. Þar sést hversu dreifðir forfeður hans og formæður voru og þar af leiðandi hversu miklir fólksflutningar em á bak við hann og bak við þessa sögu hans. Rannsóknin fólst svo í að taka saman samskon- ar upplýsingar fyrir alla íslendinga. Hópurinn sem rannsakaður var voru allir íslendingar fæddir eftir 1850. Þeim var skipt í fimm hópa eftir fæðingar- ári og tímanum skipt niður í 25 ára bil. Skoðað var landfræðilegt ætterni hvers hóps fyrir sig, þessara kynslóða íslendinga. Þegar skoðað var landfræðilegt ætterni t.d. allra þeirra sem fæddir voru eða bjuggu í Eyjafjarðarsýslu 1850-1875 kom í ljós, þegar athug- aðar voru fimm kynslóðir forfeðra, hvernig áar þeirra dreifðust um landið. Um það bil 60 % af áum þeirra sem fæddust á bilinu 1850-1875 fæddust líka í Eyja- fjarðarsýslu og restin er meira og minna úr nærliggj- andi sýslum. Eyfirðingar höfðu, segir Agnar, kynslóð eftir kynslóð eftir kynslóð, tilhneigingu til þess að finna sér mann eða konu ur nærliggjandi eða sömu sýslu, setjast þar að og eignast sín börn. Eyfirðingar voru ekki á neinu flakki. Norðlendingar höfðu. segir Agnar, meiri tilhneig- ingu til þess að vera á sínum stað en aðrir, en sama grunnmynstur má þó sjá fyrir flest landsvæði. Aar þeirrar kynslóðar sem fædd var á bilinu 1850-1875 voru að mestu á sínum stað og fluttu lítið. Fólk var ekki mikið á ferðinni í fortíðinni. Rannsóknin sýndi einnig að þegar litið er á áa Það er, samkvæmt Agnari, munur á kynslóðabilinu í kvenleggjum og karlleggjum. Að jafnaði eru kariarnir eldri en konurnar í hjónabandinu. Karlleggurinn er m.ö.o. lengri en kvenleggurinn. Mcðalkynslóðabilið í kvenleggjum er uni 32 ár en meðalkynslóðabilið í karl- leggjum er rúmlega 35 ár þegar miðað er við tímabilið 1698 til 2000. http://www.ætt.is 15 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.