Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Page 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008
Frændsystkin
Þessi grein fjallar um tvær manneskjur í Norður
Dakota í Bandaríkjunum sem hafa helgað sig ættfræði
með sérstakri áherslu á sögu og tengsl við Island. Stolt
af upprunanum og mikilvægi fjölskyldusögunnar
fylgdi þeim Islendingum sem fluttu til norður Amer-
íku. Þeim tveim afkomendum Islendinga sem hér um
ræðir er mikið í mun að viðhalda tengslunum. Báðir
hafa gefið út bækur og eru virkir í ýmsum ættfræði-
og sagnfræðisamtökum. Pam (Olafson) Furstenau
og George Freeman hafa helgað sig ættfræði en þau
starfa saman í einstakri leit sem snýst um það að finna
og endurskapa tengsl milli Islendinga sem koma í
heimsókn vestur um haf og vestur-íslenskra frænda
þeirra. Bæði Pam og George eru komin á eftiriaun og
helga ættfræðinni allan tíma sinn.
Á hverju ári tökum við sem sjálfboðaliðar þátt í
þriggja daga yndislegri hátíð sem kallast „The Deuce
of August“ Þessi hátíð afkomenda Islendinga er hald-
in helgina fyrir fyrsta mánudag í ágúst í Mountain
í Norður Dakota. Þessi litla borg Mountain í Norð-
ur Dakota sem hefur aðeins rúmlega hundrað íbúa
breytist í fimmþúsund íbúa bæ á þessari árlegu hátíð.
Við viljum segja við alla þá sem hafa heimsótt okkur
eða eiga eftir að heimsækja okkur: „Komið til Norð-
ur Dakota. Okkur langar að ykkur líði vel hjá okkur
og að þið heimsækið það svæði sem margir íslenskir
landnemar völdu að setjast að á.“ Komið með þær
upplýsingar sem þið hafið með ykkur eða hafið sam-
band við okkur fyrirfram ef þið hyggið á heimsókn á
ættfræðisetið í Mountain. Nánari upplýsingar gefur
Pam á netfanginu: pam@rootstotrees.com og George
á netfanginu gfreeman@gra.midco.net.
I ár héldum við upp á 109. hátíðina. Þetta er elsta
þjóðemishátíðin í Norður Dakota og stærsta þjóðem-
ishátíð Islendinga í Bandaríkjunum. Islenskir ráða-
menn, kórar, ferðahópar og gestir frá Islandi taka
þátt í hátíðinni. Það gleður okkur og er okkur mikill
heiður að fá þessa gesti. Með nærveru sinni sýna þeir
áhuga og vináttu í garð Vestur-íslendinga og okkur
þykir vænt um þessi sambönd.
Á undanförnum árum hafa margir hitt ættingja sína
og þróað tengsl þegar íslenskir gestir hafa tekið fólk
Grímkell Arnljótsson frá íslandi hitti, með aðstoð
ættf'ræöisetursins, frænda sinn Edward T. Bernhoft frá Los
Angeles í Kaliforníu og Bernhoftfjölskylduna í Mountain.
handan hafsins
Valgerður Jónsdóttir frá Akureyri fckk aðstoð
ættfræðisetursins við að finna frændfólk sitt. Hér situr
hún, (lengst til hægri) ásamt frænku sinni Jane (Swearson)
Gunter, frá Towner í Norður Dakota (lengst til vinstri) og
Dina (Swearson) Ness, frá Fargo í Norður Dakota, (í miðju).
tali á götum úti eða hitt þá á hinum ýmsu uppákomum
hátíðarinnar. Aðrir ættingjar hafa tengst vegna vinnu
ættfræðisetursins og nýja verkefnisins okkar sem
við köllum „Frændsystkin handan hafsins“. Það var
George Freeman sem kynnti þetta verkefni opinber-
lega á þessu ári. Okkur hefur gengið mjög vel I starfi
okkar á undanförnum árum en töldum að okkur gæti
gengið enn betur ef við fengjum upplýsingar um við-
komandi áður en þeir kæmu til okkar. George hafði
samband við fararstjóra þeirra þriggja hópa Islend-
inga sem höfðu ákveðið að koma á hátíðina í ágúst
síðastliðnum. Hann bauð aðstoð okkar við að finna
frændfólk þessara gesta í Bandaríkjunum og vonandi
á Mountain-svæðinu. Eitt af því skemmtilegasta sem
hefur komið fyrir okkur gerðist óvænt árið 2006. Þá
kom Sigþór Guðmundsson í heimsókn til Mountain í
hópi Islendinga. Hann kom á ættfræðisetrið og beið
þolinmóður eftir að einhver sjálfboðaliðanna gæti
sinnt honum. Pam hafði einmitt verið að aðstoða
tvær amerískar systur úr Laxdal fjölskyldunni en þær
heita Norma Thompson og Laura Bovvles. Þessar
tvær systur voru að leita að upplýsingum um ömmu
sína Sigríði Jónatansdóttur. Sigríður hafði farið frá
íslandi 1888 og fjölskyldubönd hennar við ísland
höfðu rofnað. Pam fann nöfnin á foreldrum Sigríðar
sem hétu Jónatan Jónatansson og Kristbjörg Bjarna-
dóttir auk upplýsinga um giftingu þeirra á Myrká í
Eyjafirði. Síðan fengu Laxdalssysturnar upplýsingar
um hvernig þær gætu pantað sér örfilmu. Viðbót-
arupplýsingar fengu systurnar svo úr stórkostlegu
gagnasafni Hálfdáns Helgasonar á Islandi. Á meðan
biðröð þeirra sem leituðu sér upplýsinga lengdist
stöðugt þökkuðu Laxdalssysturnar Pam kærlega fyrir
sig og héldu af stað til dyra með fjársjóð sinn. Þær
voru varla staðnar upp þegar Sigþór settist í sæti
þeirra og sagði: „Ég er að leita að upplýsingum um
fjölskyldu afa míns sem fór frá íslandi skömmu fyrir
http://www.ætt.is
20
aett@aett.is