Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Page 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Page 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008 Það var heillandi að fara höndum um frumheimildirnar. (Ljósmynd Guðfinna Ragnarsdóttir) arbækur allskonar, uppskrifta- og uppboðsbækur hreppstjóra og loks skipti- og dánarbú sýslumanna. Hér er um merkilegan flokk heimilda að ræða fyrir áhugamenn um ættfræði. Úttektin veitir upplýsingar um húsaskipan og ástand húsa og með því að bera sam- an úttektir á mismunandi tímum má sjá hvaða breyting- ar hafa orðið frá einum tíma til annars, það er að segja á þeim hús- og jarðeignum sem teknar voru út. I uppskriftar- og uppboðsbækur hreppsstjóra var meðal annars færð virðing dánarbúa og eins höfðu hreppstjórar heimild til að halda minni háttar uppboð. Hér eru eignir nafngreindra manna taldar í smáatrið- um, allt niður í búsáhöld og fatnað. Skipti á dánarbú- um gefa oft góða yfirsýn yfir fjölskyldutengsl. Þar eru taldir allir erfingjar svo og skyldleiki þeirra við hinn látna. Þriðja og síðasta daginn var farið yfir hreppsbækur það er tíundarreikninga, framfærslulista og jafnað- arreikninga. Þá voru teknar fyrir hreppaskilabækur sem innihalda framtal til lausafjártíundar og búnað- arskýrslur. Að lokum var litið yfir dómabækur og dómsskjöl. Kristjana Kristinsdóttir leiddi okkur í allan sann- leika um framtöl til tíundarútreiknings og fátækra- framfærslu, einnig framtöl til lausafjártíundar en þar er upptalinn bústofn manna, kýr, kindur, hestar o.s.frv. og í búnaðarskýrslum er hægt að átta sig á búskaparháttum og samanburð við aðra bændur á sama tíma. Ég tel mig tala fyrir munn allra þeirra sem tóku þátt í þessu námskeiði, til að þakka Þjóðskjalasafninu og öllum leiðbeinendunum fyrir frábært námskeið, sem var allt í senn skemmtilegt, fróðlegt og stutt mjög góðum námsgögnum. Þetta á eftir að verða okkur drjúgt veganesti í framtíðinni. Að lokum vil ég láta þá ósk mína í ljós, að framhald verði á samstarfi Þjóðskjalasafnsins og Ættfræðifélagins unr slikt nám- skeiðahald. Guðmar Magnússon. Björg Gunnarsdóttir hefur lengi haft áhuga á ættfræði en er nýgengin í Ættfræðifélagið. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að fara á námskeiðið í heimildum. (Ljósmynd GuöFmna Ragnarsdóttir) http://www.ætt.is 23 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.