Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012 FRETTABREF ^ETTFRÆÐIFÉLAGSINS Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19,108 Reykjavík. ® 588-2450 aett@aett.is Heimasíða: http://www.ætt.is Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir S 568-1153 gudfragn@mr.is Ragnar Böðvarsson S 482-3728 grashraun@gmail.com Ritstjóri Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4, 105 Reykjavík ® 568-1153 gudfragn@mr.is Ábyrgðarmaður: Anna Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Ættfræðifélagsins annagunnah@simnet.is Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Meira um framhjáhald bændanna í tilefni frásagnanna um framhjáhald bændanna í næstsíðsta Fréttabréfi sendi Benedikt Sigurðsson eftirfarandi viðbót með góðum kveðjum: „Þegar ég las greinina um Jakob í Vesturhaga og systurnar sem hann eignaðist börnin með rifjaðist upp vís'a sem gamall Þingeyingur kenndi mér fyrir mörgum árum. Á þorrablótum norður þar í sveit Jakobs var siður að kveða alltaf nýja rímu af bændum sveitarinnará hverju ári, enda margt góðra hagyrðinga í Þingeyjarsýslum. Einu sinni var Guðmundur Friðjónsson skálda á Sandi fenginn til að yrkja bændarímu ársins. Tók hann það að sér og fór það vel úr hendi, eins og hans var von og vísa. Vísan um Jakob í Vesturhaga var þannig: Jakob Hagann Vestur- ver, veiðir á dorg með snilli. Oft og tíðinn öngul ber ála tveggja milli. Ekki nein stóryrði, en meiningin skilst.“ Viðbót ritstjóra: Þessi vísa um Jakob í Vestur-Haga rifjaði upp aðra frábæra vísu sem ort var um Forna, son Jakobs og Sesselju. Forni (1907-1998) og kona hans Margrét Hjálmarsdóttir (1918 -2005 ) bjuggu m.a. í Fornhaga í Aðaldal. Þau áttu sex börn, fyrstu fjögur nokkuð þétt. Þá orti Egill Jónasson á Húsavrk eftirfarandi vísu: Kvölds og morgna gleðigjörn girndarnornin sporin hvetur. Enn er Forni að eignast börn enginn spornað við því getur. Það má til gamans geta þess að Margrét Hjálmarsdóttir var langafabarn Bólu-Hjálmars. Efni sem óskast birt í blaðinu berist umsjónar- manni á rafrœnu formi (tölvupósturlviðhengi) Prentun: GuðjónÓ Prentað efni Fréttabréf Ættfræði- félagsins er prentað í 450 eintökum og sent öllum skuldlausum félögum. Verð í lausasölu er 300 kr. Allt efni sem skrifað er undir nafni er birt á ábyrgð höfundar. Annað er á ábyrgð ritstjórnar. Athugasemd við ættrakningu I Fréttabréfi Ættfræðifélagsins, nóvember 2006, eru raktar ættir Jóns Espólíns sýslumanns. Á bls. 12, grein 18, geri ég eftirfarandi athugasemd- ir: Nr 8. Þar mun rétt farið með fæðingarár Bjama Magnússonar á Melgraseyri, þ.e. 1530. Vitað er að Eiríkur bróðir hans fæddist 1528. Nr. 9. Magnús Einarsson faðir hans getur ekki verið fæddur 1550 eða 20 árum síðar en synirnir. Menn telja Magnús fæddan á árunum 1470-1504 og hefur verið skotið á u.þ.b. 1490. Nr. 10. Á sama hátt er áætlað fæðingarár Einars Magnússonar alrangt (1480). Hann gæti hafa verið fæddur á bilinu 1435-1460. Enn varðandi lið nr. 9 í 18. grein. Kona Magnúsar Einarssonar getur ekki verið Guðríður Þorsteinsdóttir sem var fædd 1580, ættuð frá Múla í Aðaldal. (Hún er u.þ.b. 90 árum yngri en Magnús Einarsson). Guðríður þessi átti allt annan mann, en kona Magnúsar hét hins vegar Svanborg. Það þarf mjög lítið til að svona villur komi inn, slíkt gæti gerst (og ger- ist) hjá hverju okkar sem er, en leiðrétta skal það þegar eftir því er tekið. Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún. http://www.aett.is 2 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.