Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012
til af Svínavatnshreppi á árabilinu 1753-1760 og kann
hún einnig að hafa verið dóttir Símonar Sigurðssonar,
þó ekki virðist mér það jafn borðleggjandi eins og í
tilvikum þeirra Halldórs og Sveins.
Þorsteinn Símonsson bóndi á Litla-Búrfelli í
Svínavatnshreppi 1772-1774 og á Skinnastöðum á
Asum 1774-1783 hefur mjög sennilega verið sonur
Símonar Sigurðssonar. í áður tilvitnaðri ritgerð minni
Gátan um uppruna Bjargar á Skeggsstöðum, setti ég
fram þá tilgátu, að Þorsteinn ntuni hafa verið barnið
sem Valgerður og Símon áttu saman árið 1749 eða
1750. Er það vel mögulegt, en fullnaðarvissu skort-
ir. Að því gefnu, að Símon og Valgerður hafi eign-
ast annað barn á árabilinu 1750-1753, eins og bók-
staflega má lesa út úr Manntalsbók Húnavatnssýslu,
þá verður ekki betur séð en að þar muni vera
um að ræða Sigríði Símonsdóttur, konu Hrólfs
Þorsteinssonar bónda í ípishóli á Langholti 1801.
I Manntali á Islandi 1801, er Sigríður sögð 49 ára
gömul, og ætti eftir því að vera fædd um 1752, en
í Manntali á Islandi 1816 er hún sögð 66 ára gömul,
og ætti eftir því að vera fædd um 1750. Manntalið
1816 tilgreinir fæðingarstað Sigríðar. Hún var fædd á
Eyvindarstöðum í Blöndudal! Svo sem áður gat, brá
Valgerður Jónsdóttir, ekkja Einars Vigfússonar, búi á
Ytri-Löngumýri árið 1752 og hverfur þá af skrám yfir
framteljendur í Svínavatnshreppi. Er ekkert því til
fyrirstöðu, að hún hafi þá þegar farið í Eyvindarstaði
og fætt barn sitt þar. Þegar þetta allt er lagt saman,
er ekki hægt að velja Sigríði Símonsdóttur á ípishóli
sennilegri foreldra en Símon og Valgerði.
Sigríður hefur til þessa verið rangt ættfærð og er
þar við mig einan að sakast. I stað þess að vera að
burðast með einhverjar annarlegar hugmyndir um
„fræðimannsheiður“ sem fela í sér að maður sé yfir
það hafinn að gera skekkjur, vil ég miklu fremur
gera hreint fyrir mínum dyrum, þegar ég hef staðið
sjálfan mig að ranglátri ráðsmennsku. í Skagfirzkum
æviskrám 1850-1890, II, bls. 254, ættfærði ég Sigríði
hiklaust sem dóttur hjónanna Símonar Egilssonar og
Málfríðar Þorkelsdóttur, sem bjuggu í Finnstungu
í Blöndudal 1753. Fljótt á litið virtist sú ættfærsla
borðleggjandi. Egill Arnason og Jórunn Símonsdóttir,
foreldrar Símonar, bjuggu síðast á Eyvindarstöðum.
Þorkell Björnsson og Guðríður Jónsdóttir, for-
eldrar Málfríðar, bjuggu á Eyvindarstöðum alla
sína búskapartíð. Og Símon Egilsson var búlaus á
Eyvindarstöðum 1739-1741 eða lengur. En þegarfer-
ill þeirra hjóna, Símonar og Málfríðar, er skoðaður
nánar, sést að þau bjuggu í Tungunesi 1743-1747
og í Finnstungu 1751-1763. Að vísu verður ekki séð
hvar þau héldu sig á árabilinu 1747-1751, en vel geta
þau hafa farið rakleiðis búferlum frá Tungunesi að
Finnstungu árið 1747 og í öllu falli er engin vissa fyr-
ir því að þau hafi skotist í Eyvindarstaði áður en þau
stofnuðu til búskapar í Finnstungu. í annan stað er
Sigríður ekki talin meðal barna Símonar og Málfríðar
í Ættatölub. Jóns Espólíns, 1844-1845, þar sem gerð
Ljósrit úr Manntalsbók Húnavatnssýslu við árið
1740. Hér er efst á blaði fjallað um barneign Símonar
Sigurðssonar og Guðnýjar Sveinsdóttur. Barn Símonar
og Guðnýjar hefur fæðst 1739 eða 1740. „Símon
Sigurðsson galt í sakeyri fyrir fyrsta hórdómsbrot fyr-
ir sig og Guðnýju Sveinsdóttur...“, segir í Manntalsbók
Húnavatnssýsiu við árið 1740.
er grein fyrir þessu fólki, sem í sjálfu sér útilokar ekki
neitt, því stundum vantar börn í systkinahópa hjá
ættatöluhöfundum. En þegar það er virt, að þau hjón,
Hrólfur og Sigríður, voru í vinnumennsku hjá Jóni
Espólín sjálfum í Viðvík í Viðvíkursveit 1806-1807,
horfir málið allt öðru vísi við, og er í ólíklegasta lagi
að Espólín hefði láðst að færa gamalt hjú sitt inn í
viðkomandi systkinahóp. í Ættatölub. Jóns Espólíns,
3961, er Sigríður aðeins sögð „úr Húnavatnssýslu“,
þegar gerð er grein fyrir henni sem eiginkonu Hrólfs
Þorsteinssonar. I þriðja lagi er rétt að taka fram, að
Sigríður átti á yngri árum barn með Sveini Jónssyni
bónda í Finnstungu, sem var svili Símonar Egilssonar,
en Björg Þorkelsdóttir, eiginkona Sveins, var alsyst-
ir Málfríðar Þorkelsdóttur, eiginkonu Símonar. Þessi
barneign átti sér stað 15. október 1780, og sjást þess
engin merki í legorðsmálaskjölum úrHúnavatnssýslu,
að um mægðir hafi verið að ræða á milli Sveins og
Sigríðar. Er það í ólíklegasta lagi, ef ekki hefði ver-
ið tekið sérstaklega fram í slíkum skýrslum, ef barns-
móðir manns, hefði verið systurdóttir eiginkonu
hans!
Nú verður í framhaldinu gerð grein fyrir meintum
börnum Símonar Sigurðssonar:
Guðríður Símonsdóttir, sem þáði af sveit í
Svínavatnshreppi á árabilinu 1753-1760, en hverf-
ur þá af skrá yfir þurfalinga í hreppnum. Tekið skal
fram, að hér mun alls ekki vera um að ræða sam-
http://www.ætt.is
15
aett@aett.is