Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012
3c Guðríður Símonsdóttir, f. um 1755 í
Finnstungu, d. 1. febr. 1839 á Kagaðarhóli á Ásum.
Flúsfreyja á Eyvindarstöðum í Blöndudal 1797-1810.
Húskona í Holti á Ásum 1812-1815,1 Skrapatungu á
Laxárdal fremri 1816-1817 og á Kagaðarhóli 1817 til
æviloka. Maður, g. 2. febr. 1797, Eiríkur Jónsson,
f. nál. 1750, d. 1801 á Eyvindarstöðum. Hann var
bóndi á Eyvindarstöðum 1791 til æviloka. Foreldrar:
Jón Tómasson bóndi á Eyvindarstöðum og kona hans
Ingibjörg Sæmundsdóttir.
2g Guðmundur Þorkelsson, f. nál. 1715
á Eyvindarstöðum, á lífi á Svertingsstöðum í
Miðfirði 1759. Bóndi í Óskoti í Miðfirði 1740-
1741, á Króksstöðum í Miðfirði 1744-1746, í
Hrafnshúsum í Miðfirði 1746-1752 og 1754-1757
og á Svertingsstöðum 1757-1759. Kona: Ingunn
Steingrímsdóttir, f. um 1710, d. 3. júlí 1791 á
Víðivöllum í Steingrímsfirði. Hún bjó ekkja í
Viðauki við alþingismanna-
tal Skeggsstaðaættar
í 3. tölubl. 29. árg. Fréttabréfs Ættfræðifélagsins
birtist skrá yfir þá alþingismenn af Skeggsstaðaætt,
sem ég vissi um og voru nokkrir þeirra vara-
þingmenn. Eftir að fréttabréfið kom út hringdi til
mín ættfróð kona úr Bolungarvík og benti mér á
að í þessa upptalningu vantaði nöfn Bolvíkinga,
því móðir Einars Guðfinnssonar, eldra, hafi verið
Skagfirðingur af Skeggsstaðaætt. Við þessar upp-
lýsingar varð fljótlega ljóst að í hópinn bætast þrír,
sem átt hafa sæti á Alþingi og eru þá þingmenn
Skeggsstaðaættar orðnir 30.
Þeir sem bætast við eru þessir:
1. Einar Kristinn Guðfinnsson, varaþingmaður
1964 og 1966
2. Hildur Einarsdóttir, varaþingmaður 1974
3. Einar Kristinn Guðfinnsson, 1991 og síðan
og varaþingmaður 1980, 1984, 1985, 1988 og
1990
Einar eldri ætti að koma inn í röðina á eft-
ir Matthíasi Bjarnasyni, Hildur á eftir Halldóri Þ.
Jónssyni og Einar yngri á eftir Sigríði Hjartar.
Eg er þakklátur fyrir þessar viðbótarupplýsing-
ar, en um leið bið ég velvirðingar á þeim mistök-
um mínum að hafa ekki kannað skyldleika við
þessa þrjá Bolvíkinga.
Þess skal að lokum getið að ég veit fátt um ættir
margra þeirra, sem nú sitja á Alþingi.
Með bestu kveðjum
Pálmi Jónsson
E.s. Það er ekki frá mér komið að Jón á
Skeggsstöðum hafi lifað í meira en 160 ár.
Hann mun hafa látist 1783 en ekki 1873.
P.J.
Staðarkoti í Hrútafirði 1762-1763. - 1762 voru hjá
henni tveir drengir 22 og 16 ára. - Börn þeirra: a)
Gunnar, f. um 1744, b) Ólafur, f. um 1745.
3a Gunnar Guðmundsson, f. um 1744, d.
1784 (gr. 26. sept. 1784) í Stóra-Vatnshornssókn í
Dalasýslu. Bóndi í Geithól í Hrútafirði 1774-1784.
Kona, g. 1766, Guðrún Ólafsdóttir, f. um 1746 á
Þóreyjarnúpi í Línakradal, d. 25. nóv. 1829 á V íðidalsá
í Steingrímsfirði. Hún var vinnukona á Víðivöllum í
Steingrímsfirði 1791-1803, en húskona á Víðidalsá
1827 til æviloka. Foreldrar: Ólafur Þórðarson bóndi á
Fossi í Hrútafirði og kona hans Helga Hallsdóttir.
3b Ólafur Guðmundsson, f. um 1745, d. 4. febr.
1807 á Hrófá í Steingrímsfirði. (Skiptab. Strand. 5.
maí 1807). Bóndi á Víðivöllum í Steingrímsfirði
1785-1803. Kona, g. 1767, Guðrún Ásbjörnsdóttir,
f. um 1732, d. 18. júlf 1803 áHrófá.
Fyrirspurn
Del Sveinsson, Past President
Icelandic Canadian Club of Edmonton skrifar
Fréttabréfinu eftirfarandi:
Komið þið sæl
Eg er að leita ættfræðiupplýsinga fyrir vin minn
Ken Laxdal.
Afi hans var Þorkell Jóhannsson, fæddur 1859
(trúlega í Laxárdal), hann lést 27. júní 1946 í
Churchbridge, Saskatchewan, Canada.
Hann tók upp nafnið Thorkell Laxdal þegar
hann llutti til Kanada. Fyrri kona hans var Guðný
Kristjánsdóttir fædd 8. október 1845, látin 6.
nóvember 1906.
Faðir Þorkels Jóhannssonar var Jóhann Jónsson,
fæddur 2. mars 1805 á Örlygsstöðum, látinn 24. ágúst
1863 í Laxárdal á Skógarstönd.
Móðir Þorkels var Ingibjörg Þorkelsdóttir, fædd
16. september 1826 í Hítarnessókn, látin 25, janúar
1898 í Mouse River, North Dakota, USA.
Amma Ken Laxdals vinar míns var seinni kona
Þorkels. Hún hét Ingibjörg Gunnarsdóttir. Faðir henn-
ar var Gunnar Gunnarsson, fæddur 31. ágúst 1831,
látinn 13. júlí 1919 í Canada.
Móðir Ingibjargar Gunnarsdóttur var Ingveldur
Eyjólfsdóttir (1841-1895).
Faðir Gunnars Gunnarssonar var Gunnar Einarsson
og móðir hans var Guðlaug Árnadóttir.
Ingveldur var dóttir Eyjólfs Högnasonar og
Ingibjargar Konráðsdóttur frá Kálfatjöm.
Okkur vantar aðstoð við að fínna forfeður Þorkels
Jóhannssonar og seinni konu hans Ingibjargar
Gunnarsdóttur.
Takk íyrir
Del Sveinsson
Netfangið er: dsvein@shaw.ca
http://www.ætt.is
20
aett@aett.is