Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012
Guðmundur Sigurður Jóhannsson:
Bollaleggingar um Símon Sigurðsson bónda
á Mosfelli í Svínadal og meint börn hans
- innlegg í húnvetnska og skagfirska ættfræði
Símon Sigurðsson var fœddur um 1676.
Foreldrar hans voru lijónin Sigurður
Guðmundsson og Vildís Símonsdóttir, sem
bjuggu í Keldudal í Hegranesi. Um þessi
hjón er fjallað í Ættatölub. Jóns Espólíns,
5569, börn þeirra talin, en hvorki gerð
grein fyrir mökum barnanna né afkomend-
um þeirra. Símon bjó í Melkoti á Langholti
1700-1703 og á Mosfelli í Svínadal 1731-
1744, að hann brá búi, en mun hafa haldið
sig í Svínavatnshreppi nœstu ár.
Kona Símonarerókunn,en vitað er að hann átti tvö
börn í hórdómi, hið eldra með Guðnýju Sveinsdóttur,
f. um 1718, d. 19. sept. 1783 í Hólabæ í Langadal,
vinnukonu í Svínavatnshreppi. Foreldrar hennar
voru hjónin Sveinn Oddsson og Solveig Jónsdóttir,
sem bjuggu á Grund í Svínadal. Guðný giftist síðar
Guðbrandi Þórarinssyni og bjuggu þau í Sólheimum
í Svínavatnshreppi 1744-1745, á Móbergi í Langadal
1745-1746, á Refsstöðum á Laxárdal fremri 1751-
1754, á Vesturá á Laxárdal fremri 1755-1758 og á
Strjúgsstöðum í Langadal 1758-1763. Guðbrandur
andaðist á árunum 1762-1774 og bjó Guðný ekkja í
Hólabæ 1773 til æviloka. Barn Símonar og Guðnýjar
hefur fæðst 1739 eða 1740. „Símon Sigurðsson galt í
sakeyri fyrir fyrsta hórdómsbrot fyrir sig og Guðnýju
Sveinsdóttur...“, segir í Manntalsbók Húnavatnssýslu
við árið 1740.
Yngra hórbam sitt átti Símon með Valgerði
Jónsdóttur í Svínavatnshreppi. Hinn 9. maí 1750 „var
upplesin stefna til Símonar Sigurðssonar að mæta til
andsvara og dóm að líða á Svínavatnsmanntalsþingi
uppá hans annað hórdómsbrot með Valgerði
Jónsdótturframið“,segiríDómabókHúnavatnssýslu.
Þetta barn Símonar og Valgerðar hefur fæðst 1749
eða 1750. í Manntalsbók Húnavatnssýslu er að finna
eftirfarandi klausu um greiðslu sakeyris við árið
1753: „Símon Sigurðsson f[yrir] þriðja og Valgerður
Jónsdóttir annað [brot]...“, og er þetta fært í bókina
strax á eftir tíundarreikningi Bólstaðarhlíðarhrepps,
sem virðist gefa til kynna að í öllu falli annað þeirra
Símonar og Valgerðar, ef ekki bæði, hafi þá verið til
heimilis í þeim hreppi. Fremur en gera því skóna,
að þarna kunni að hafa verið um að ræða greiðslu
á eftirstöðvum sakeyris fyrir hórdómsbrotið, virðist
sennilegra að Símon hafi skilið við eiginkonu sína
eða hún dáið einhvern tíman á árabilinu 1750-1753,
og Símon átt annað barn með Valgerði á því tímabili,
þá í lausaleik, með því manntalsbókin greinir, að um
sé að ræða Símonar „þriðja“ og Valgerðar „annað“
brot. Þetta barn Símonar og Valgerðar hefur fæðst
1752 eða 1753.
í ritgerðinni Gátan um uppruna Bjargar
á Skeggsstöðum, sem birtist í Fréttabréfi
Ættfræðifélagsins í febrúar 2010, fjallaði ég um barn-
eignir Símonar og Valgerðar, og gat mér þess til að
hér mundi vera um að ræða Valgerði Jónsdóttur, sem
var heimilisföst í Gautsdal á Laxárdal fremri 1762,
sögð 48 ára gömul. Sú kenning mín virðist mér nú
fráleit. Hitt er miklu sennilegra, að hér sé um að ræða
Valgerði Jónsdóttur, ekkju Einars Vigfússonar bónda
á Ytri-Löngumýri í Blöndudal, og skal nú gerð fyrir
þeim hjónum.
Einar Vigfússon var fæddur um 1665 og andaðist
1746 eða 1747. Faðir hans var Vigfús Magnússon
bóndi í Seyluþingsókn í Skagafjarðarsýslu. Einar bjó
í Dæli í Sæmundarhlíð 1700-1703, á Stóru-Seylu á
Langholti 1712-1713, í Blöndudalshólum í Blöndudal
1734-1735, í Tungunesi á Bakásum 1736-1743 og
á Ytri-Löngumýri 1743 til æviloka. Valgerður var
seinni kona Einars. í Manntalsbók Húnavatnssýslu
er að finna klausu við árið 1741 um restans sakeyri
[greiðslu eftirstöðva sakeyris] „hjá Einari Vigfússyni
og Valgerði Jónsdóttur" í Svínavatnshreppi. Þau hafa
því átt saman barn í lausaleik ekki seinna en 1740
og gengið í hjúskap skömmu eftir það. Valgerður
bjó ekkja á Ytri-Löngumýri 1747-1752, að hún brá
búi, en hefur þá sennilega farið að Eyvindarstöðum í
Blöndudal innan Bólstaðarhlíðarhrepps. Hún drukkn-
aði í Blöndu 14. október 1755, þá til heimilis á
Eyvindarstöðum, „hrapaði þar fyrir neðan bæinn“,
segir í Kirkjubók Blöndudalshólaprestakalls.
Einhver mesta gersemi, sem er varðveitt í
Héraðsskjalasafni Austur-Húnavatnssýslu, er gömul
hreppsbók úr Svínavatnshreppi. Færslur í hana hefj-
ast á árinu 1735 og enda á árinu 1777. Af bókinni
má marka, að Símon Sigurðsson hefur verið fátæk-
ur maður, því að börnum hans, sem ekki eru nafn-
greind, er lagt til af sveitinni á árabilinu 1735-1745.
Árin 1745, 1747 og 1748 er Halldóri Símonssyni og
Sveini Símonssyni lagt til af Svínavatnshreppi og
verður ekki betur séð en að þeir muni hafa verið synir
Símonar Sigurðssonar. Guðríði Símonsdóttur er lagt
http://www.ætt.is
14
aett@aett.is