Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012 Birna Lárusdóttir: Elínborg Lárusdóttir í minni manna Arið 1935 komfram á ritvöllinn rúmlega hálf fimmtug kona og sendifrá sér smásögur sem hún nefndi einfaldlega Sögur. Hún átti síðan eftir að verða einn afkastamesti rithöfundur landsins. Og bœkur hennar voru hreint ekki einsleitar. Hún skrifaði skáldsögur úr samtím- anum, sögulegar skáldsögur, smásögur, Ijóð, leikrit, dýrasögur, œviþœtti, þjóðlegan fróð- leik og bækur um dulrœn efni. Alls skrifaði hún rúmlega 30 bækur. I Héraðsskjalasafni Skagfirðinga eru varðveitt eftir hana sjö óprentuð leikrit, eitt þeirra var sett á svið í Iðnó. I mörg ár var hún einn mest lesni höfundur í bókasöfnum og deildi þeim vinsældum með sýslunga sínum, Guðrúnu frá Lundi. Hér fjallar sonardóttir Elínborgar, Birna Kristín Lárusdóttir, bókmenntafræðingur um ömmu sína íminni manna. Hér á eftir verður fjallað um þennan rithöfund, Elínborgu Lárusdóttur, og líf hennar í minni manna. Fyrst verður greint í stórum dráttum frá ætt hennar og uppruna, en þeir þættir höfðu afgerandi áhrif á skrif hennar og sjálfsmynd löngu seinna. Elínborg hafði sterka grenndarvitund sem sést vel í skrifum hennar. Hugtakið „grenndarvitund" vísar til vitundar manna um sitt nánasta umhverfi, sögu þess og sérstöðu. Elínborg var trú uppeldi sínu og menn- ingararfi sem átti djúpar rætur í Skagafirði, þar voru hennar sæludalir. A þeim tímum sem Elínborg lifði urðu stórfelld- ar þjóðfélagsbreytingar. íslenskt samfélag breyttist úr gamla bændasamfélaginu, sem hafði staðið lítið breytt frá landnámi í iðnaðar-, markaðs- og tækni- samfélag, með öllu því raski, búsetu og þjóðfélags- legu sem því fylgdi. í bændasamfélaginu lágu ræt- ur fólks sem ólst upp á fyrri hluta tuttugustu ald- ar og þangað sóttu rithöfundar og ljóðskáld efnivið sinn því að flestir leita til uppruna síns á einhverjum tímapunkti ævinnar. Elínborg yfirgaf sína sveit kornung, og átti þang- að ekki afturkvæmt nema sem gestur. Seinna var hún nauðbeygð til að yfirgefa sunnlenska sveit sem var orðin henni kær. Báðum þessum sveitum unni hún og gerði menningu þeirra, siðum og venjum, skil í skrif- um sínum. Söguefnin í sínum stærstu verkum sækir hún á æskustöðvar sínar og: „Ýmsar mannlýsingar byggir Elínborg á raunverulegum persónum sem hún þekkti sjálf í æsku eða af sögusögnum". Hún virðist hafa fundið hjá sér þörf fyrir að rifja upp og varðveita sameiginlega fortíð Skagfirðinga á breytingatímum, það var hennar leið til að styrkja sitt fólk í breyttu samfélagi. Sterk héraðsvitund Héraðsvitund og staðarvitund eru greinar af sama meiði, umhverfi og staðir móta fólk og kemur fram í því hvernig skáld miðla sýn sinni í skáldverkum sínum. Það er mikilvægt að eiga sinn stað í tilver- unni, hann tengist sjálfsvitund, hugmyndum, líðan og minningum og er gerður af þessu öllu. Staðir hafa allt- af skipt íslendinga miklu máli. I íslendingasögunum, elstu bókmenntum þjóðarinnar, er alltaf gerð grein fyrir hvaðan helstu persónur komu, og enn er spurt um ættir og uppruna og út frá því eru viðkomandi einstaklingar staðsettir. Það hefur lengi þótt gott að kunna skil á stöðum og fólki sem tengist þeim. Birna Kristín Lárusdóttir Birna Kristín Lárusdóttir bókmenntafrœðingur hélt erindi um skáldkonuna Elínborgu Lárusdóttur á októberfundi Ættfrœdifélagsins. Erindið kallaði hún „Elínborg Lárusdóttir í minni manna" Hún byggði erindið á munnlegum heimildum, aðal- lega samtölum við fólk sem þekkti Elínborgu, en Elínborg var amma Birnu Kristínar. Birna Kristín erfœdd 22.júní 1946. Birna var kúabóndi á Efri- Brunná í Dalasýslu í 34 ár ásamt manni sínum Sturlaugi Jóhanni Eyjólfssyni, af Ormsœtt. Þau Birna og Sturlaugur eiga fjögur börn: Eyjólf Sigríði, Sólveigu og Helgu Helenu. Arið 1997 fluttu þau á höfuðborgarsvœðið. Þá ákvað Birna að setjast aftur á skólabekk, 51 árs gömul. Hún lét ekki staðar numið við stúdentspróf, en hóf að því loknu grunnnám í þjóðfrœði við félagsvís- indadeild Háskóla Islands. Meistaraprófinu lauk hún svo í bókmenntum frá hugvísindadeild. Hún segist hafa ákveðið að fara í bókmenntirnar til þess að gera ömmu sinni, Elínborgu Lárusdóttur rithófundi, skil. http://www.ætt.is aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.