Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012 Elínborg ferðaðist um slóðir Vestur-íslendinga í hálft ár og las upp úr bókum sínuni. Mönnum er minnistætt að þegar hún kom úr þessari ferð sinni, þá hafði hún með sér glæsikerru, Huddson bíl, sem hún keypti fyrir doll- arana sem hún þénaði fyrir fyrirlestrana. sem sáust á götum Reykjavrkur þá, enda féll ég bæði fyrir bíl og manni sagði Elín sem varð tengdadóttir Elínborgar. A heimilinu voru haldnir reglulegir miðilsfundi, afar hljóðlátar samkomur sagði einn viðmælandinn. Nema að einu sinni datt niður málverk, þá var haldið að einhverjir andar hefðu skorið á bandið. Hafsteinn miðill var þarna heimagangur svo áratugum skipti og ræddi hún stundum um hæfileika hans og miðilsfund- ina við gesti sína. Ollum viðmælendum var það sérstaklega minni- stætt að heimilið var alltaf opið fólki sem hafði orð- ið undir í lífsbaráttunni, þarna komu allskonar furðu- fuglar, umrenningar og undirmálsmenn, sögðu sumir. Allir fengu kaffi eða mat ef það var á matmálstíma og alltaf var talað við þá sem komu. Sumir áttu þarna víst athvarf á jólum og stórhátíðum. Dugnaður og stjórnsemi Viðmælendum kom saman um að Elínborgu hafi ver- ið margt til lista lagt. Margir sögðu að hún hafi verið flink í höndunum, og einn sagðist hafa heyrt að hún hafi saumað út og selt handavinnuna og þannig aflað sér tekna til að komast í kennaraskólann. Líka nefndi annar viðmælandi að hún hafi kennt handavinnu í Ingimarsskólanum um tíma. Til er mynd af Elínborgu og Ingimar með sonum sínum ungum sem eru mjög fínir í matrósafötum, myndin er tekin um 1930. Sú sögn lifir að Elínborg hafi viljað hafa drengina sína fína þegar farið var til ljósmyndarans, hún hafi því farið snemma dags í verslun sem seldi svona föt, og fengið fötin lánuð til kvölds. Því næst hafi hún farið og keypt efnið í sams- konar föt, mátað fötin á drengina sína og síðan sniðið eftir þeim og farið svo og skilað fötunum. Þessi saga rímar við það sem viðmælendur mínir segja um að hún hafi verið ákaflega sparsöm og nýtin á allt, bæði mat og allan klæðnað. Elínborg átti eldri hálfbróður og það voru mikil og góð samskipti við alla hans afkomendur. Hún átti líka tvær eldri alsystur, báðar dóu á besta aldri úr berkl- um, sú eldri Herdís dó 1912, og ræddi hún einstaka sinnum um þessa systur sína og lagði hart að Sigríði Símonardóttur barnsmóður Lárusar sonar síns að láta stúlkubarnið sem þau áttu heita Herdísi. Af því varð ekki og var Elínborgu alltaf sár raun af því og tal- aði stundum um það við þá sem þetta skrifar. Benti þá gjarnan á mynd á veggnum, reyndar var það bara myndarammi, því myndin hafði leystst upp í áranna rás, það sagði Elínborg að væri merki þess að Herdís væri horfin til æðri heima vegna ágætis síns. Henni var mikið í mun að koma upp þessu nafni og bað sonardótt- ur sína að láta nú heita Herdísi ef hún ætti stúlku. Elínborg var ættrækin en hún talaði aldrei um hina systur sína, sem var fjórum árum eldri, og giftist í Eyjafjörðinn og átti þar börn. A þetta skyldfólk var aldrei minnst, og nú veit enginn hver ástæðan var. Fólk varð ekki mikið vart við skriftir Elínborgar. Einn viðmælandi sagði að það væri eins og hún hefði getað afkastað þeim án þess að aörir vissu. Hún hafði skrif- borðið sitt í sínu herbergi og þar bæði svaf hún og skrif- aði. Amman sem ekki prjónaði Amma passaði ekki inn í hefðbundið ömmuhlut- verk eins og því var lýst í flestum bókum, sagði eitt barnabarn Elínborgar. Ég man ekki eftir að hafa séð hana gera nokkurt húsverk á Vitastígnum, ekki þrífa, ekki elda mat, ekki hella uppá könnuna, ekki segja sögur, ekki prjóna, eða neitt af því sem flokkast undir það sem ömrnur gerðu. Hinsvegar gaf hún sér alltaf góðan tíma til að tala við mig og hafði lifandi áhuga á hvað ég væri að gera og hver mín áhugmál mín væru. Vissulega var hún stjórnsöm og ráðrík, en ég efaðist aldrei um að henni þætti mjög vænt um mig. Fólk varð ekki mikið vart við skriftir hennar. Einn viðmælandi sagði að það væri eins og hún hefði getað afkastað þeim án þess að aðrir vissu. Hún hafði skrif- borðið sitt í sínu herbergi sem var fyrir innan stofuna og þar settist hún alltaf þegar stund gafst. Þar bæði svaf hún og skrifaði og á seinni árum sínum tók hún oft á móti gestum í rúminu. Hrefna frænka hennar frá Reykhólum sem var hjá Elínborgu og Ingimar 1942 sagði eftirfarandi: http://www.ætt.is 7 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.