Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012 Björnssonar á Eyvindarstöðum. - Fór búferlum að Eiríksstaðakoti. 1898-1931 Jón Jónsson og Ósk Gísladóttir. - Brugðu búi. fóru í húsmennsku á sama stað. Jón reisti bú á sama stað 1940. Ósk bjó síðar í Flatey í Flateyjarhreppi, Barðastrandarsýslu. Hún dó 29. janúar 1956 á Blönduósi. 1929-1937 Gísli Blöndal Jónsson og Guðlaug Charlesdóttir.-Gísli dó7.janúar 1937 á Sauðárkróki. Guðlaug bjó áfram. 1937-1940 Guðlaug Charlesdóttir, ekkja Gísla Blöndals Jónssonar á Eyvindarstöðum. - Brá búi, fór úr Bergsstaðaprestakalli, varð síðar ráðskona í Skálpagerði í Öngulsstaðahreppi, Eyjafjarðarsýslu. 1940-1941 Jón Jónsson. - Brá búi, fór í hús- mennsku á sama stað, reisti bú á sama stað 1943. 1940-1947 Ólafur Björnsson og Jósefína Þóranna Pálmadóttir. - Fóru búferlum að Neðra-Holti í Torfalækjarhreppi. 1943-1948 Jón Jónsson. - Brá búi, var kyrr á sama stað. Jón dó 23. janúar 1962 á Blönduósi. 1948-1957 Steingrímur Bergmann Magnússon og Rrkey Kristín Magnúsdóttir. - Steingrímur dó 13. mars 1975 í Reykjavík. Ríkey dó 9. september 2005 í Reykjavík. 1973-1978 Bjarni Steingrímur Sigurðsson og Isgerður Arnadóttir. - Isgerður dó 29. september 2006. Bjarni dó 15. júní 2011. Ásmundur Uni Guðmundsson: „Þessa kind á ég“ Atburðir þeir sem hér frá greinir áttu sér stað fyr- ir meira en heilli öld. Þetta er frásögn föður míns, Guðmundar Pálma Ásmundssonar, og sagði hann mér frá þessum atburðum þegar ég var um tvítugt. Faðirminn var fæddur 31. desember 1891 áAkranesi. Faðir hans var Asmundur Guðmundsson f. 9. maí á Englandi í Lundarreykjadal. Hann drukknaði 29. júlí 1898. Kona hans hét Guðrún Þorleifsdóttir f. 8. maí 1851, d. 15. janúar 1899. Hún var af hinni stóru og fjölmennu ætt sent kennd er við Háafell í Miðdölum í Dalasýslu. Asmundur bjó á Krossi í Lundarreykjadal 1885-1888, Háuhjáleigu í Innri-Akraneshreppi 1888- 1889, Efstabæ á Akranesi 1889-1890, þá byggir hann sér torfbæ sem hann kallaði Bæ. Bær stóð undir hall- anum þar sem núverandi Brekkubæjarskóli stendur nú.undir malbikinu á mótum sjúkrahússins og listaset- ursins Kirkjuhvolls. I þessunt bæ er pabbi fæddur. En búsetan í Bæ varð stutt eins og hér verður frá sagt. Þau stóðu á sjávarbakkanum hjá Garðbæ Guðmundur faðir minn og leiksystir hans, sem hann minnti að héti Halldóra, og horfðu á feður sína leggja af stað í fiskiróður. Báturinn var frá Garðbæ og í eigu formannsins. Þau stóðu hlið við hlið leiksystkinin og héldust í hendur, það var logn og ládauður sjór. Nokkru eftir að báturinn var horfinn úr augsýn fór að kula og veðrið ágerðist ört. Tíminn líður og það fer að brima all hressilega. Farið er að horfa eftir bátnum en hann kernur ekki. Svo líða dagarnir einn af öðrum og þar kemur að báturinn finnst við stjóra, marrandi í hálfu kafi á miðum sem heita Svið. Þá hafði stjórafær- ið marið far í borðstokkinn og var séð að oft hefði ver- ið bætt við stjórann, áður en mennirnir hurfu í hafið. Þegar þetta vitnaðist beið hreppstjórinn ekki boð- anna en framkvæmdi uppboð á þeim fátæklegu eig- um sem til voru. (Nafn hreppstjórans nefndi pabbi ekki). Var svo hart fram gengið að móðir og böm rétt héldu þeim fötum sem þau stóðu í. Meðal annars var leidd fram mórauð kind í eigu föður míns sem þá var á sjöunda árinu. Þá kallaði hann í örvæntingu: „Þessa kind á ég.“ Honum var sagt að þegja og hafa sig í burtu, það gekk ekki og þá var hann dreginn burtu grátandi. Ömmu minni, Guðrúnu, var ráðstafað að mig minnir að Ósi í Skilamannahreppi, ekki mundi pabbi hvert Ingibjörgu, elstu systur hans var ráðstafað en Guðrúnu systur hans var ráðstafað í uppfóstur til Jóns Guðmundssonar föðurbróður hennar og konu hans Þórdísar Björnsdóttur en þau bjugu á Reykjunt í Lundarreykjadal. Guðmundur Pálmi, bróðir pabba, átti að fara í uppfóstur til móðurafa síns, Þorleifs Andréssonar, bónda í Villingadal í Haukdal og konu hans Sesselju Einarsdóttur. Maðurinn sem átti að flytja drenginn til Þorleifs afa síns rataði ekki. Hann fékk því Finnboga Jónsson bónda á Svínhóli í Miðdölum til þess að fylgja sér. Þegar þeir komu að Villingadal var þeim boð- ið inn, en þegar átti að afhenda drenginn í uppfóstur brást Þorleifur ókvæða við og kvaðst ekkert vilja með dótturson sinn hafa og vísaði honum á dyr. Hvað Þorleifi gekk til með þessu framferði sínu veit enginn og stutt varð um kveðjur. En það varð úr að Finnbogi á Svínhóli tók drenginn í sína umsjá, átti hann þó stóra tjölskyldu og hafði fyrir mörgum börn- um að sjá. Þórleifu, yngstu systur Guðmundar Pálma, var ráðstafað í uppfóstur til Ólafs Finnssonar, bónda á Fellsenda í Miðdölum og konu hans Guðrúnar Tómsdóttur, en þeir Ólafur og Finnbogi sem tók Guðmund Pálma að sér voru bræður. Báðir voru þeir bræður af Háafellsættinni. Skráð í apríl 2011 http://www.ætt.is 22 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.