Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012
Ljósrit úr Manntalsbók Húnavatnssýslu við árið
1753. Hér er fjallað um barneign Jóns Arnasonar með
Guðrúnu Jónsdóttur og barneign Símonar Sigurðssonar
með Valgerði Jónsdóttur, en með henni átti Símon yngra
hórbarn sitt. Hinn 9. maí 1750 „var upplesin stefna til
Símonar Sigurðssonar að mæta til andsvara og dóm
að líða á Svínavatnsmanntalsþingi uppá hans annað
hórdómsbrot með Valgerði Jónsdóttur framið“, segir í
Dómabók Húnavatnssýsiu.
nefnda konu sem bjó á Ey vindarstöðum 1801. Sú kona
var dóttir hjónanna Símonar Egilssonar og Málfríðar
Þorkelsdóttur, sem bjuggu í Finnstungu 1753.
Halldór Símonsson, væntanlega samnefndur
maður sem bjó í Háubúð í Staðarsveit 1763-1766, á
Garðabrekku í Staðarsveit 1766-1770 og í Krossakoti
í Staðarsveit 1771-1775. Kona, g. 16. okt. 1763,
Þórdís Árnadóttir. Börn: Valgerður, f. 1760 (sk. 5.
des. 1760) á Staðastað í Staðarsveit. Guðrún, f. 1762
(sk. 2. apríl 1762) í Vatnsholti í Staðarsveit. Ingibjörg,
f. 1764 (sk. 7. jan. 1764) íHáubúð.Ingibjörg.f. 1765
(sk. 5. jan. 1765) í Háubúð. Jón, f. 1766 (sk. 7. jan.
1766) í Háubúð. Guðmundur, f. 1767 (sk. 31. mars
1767) á Garðabrekku. Guðrún, f. 1768 (sk. 16. ágúst
1768) á Garðabrekku. Rannveig, f. 1769 (sk. 27. okt.
1769) á Garðabrekku. Jón, f. 1771 (sk. 4. sept. 1771)
í Krossakoti. Rannveig, f. 1773 (sk. 17. mars 1773)
í Krossakoti. Halldór, f. 1774 (sk. 26. júlí 1774) í
Krossakoti.
Sveinn Símonsson, f. um 1742, d. 6. jan. 1785 á
Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Bóndi á Guðrúnarstöðum
1773 til æviloka. Kona: Guðrún Jónsdóttir, f.
um 1746, d. 2. nóv. 1802 í Grundarkoti í Vatnsdal.
Hún var húsmóðir á Guðrúnarstöðum 1773-1791.
á Haukagili í Vatnsdal 1791-1793, í Forsæludal í
Vatnsdal 1793-1795, í Grímstungu í Vatnsdal 1797-
1798 og í Grundarkoti 1800 til æviloka. Foreldrar: Jón
Jónsson bóndi í Saurbæ í Vatnsdal og seinni kona hans
Valgerður Sigurðardóttir. Börn: Guðrún, f. um 1770
í Grímstungu, d. 9. júní 1838 á Stóru-Giljá í Þingi,
húsmóðir á Kirkjuskarði á Laxárdal fremri, gift fyrr
Jóni Ketilssyni, síðar Erlendi Jónssyni. Helga, f. um
1776 á Guðrúnarstöðum, d. 5. júlí 1796 í Forsæludal.
Sigurður, f. um 1781 á Guðrúnarstöðum, d. 28. júní
1825 á Akri í Þingi, bóndi á Akri, kvæntur Þórunni
Þorláksdóttur.
Þorsteinn Símonsson, f. um 1747, dr. 22. apríl
1785 í Húnavatni á Ásum. Bóndi á Litla-Búrfelli í
Svínavatnshreppi 1772-1774 og á Skinnastöðum á
Ásurn 1774-1783. Síðast viðloðandi á Þingeyrum í
Þingi. Okunnugt er um kvonfang Þorsteins, en dótt-
ir hans var: Halldóra, f. um 1779 á Skinnastöðum, d.
13. júní 1848 á Æsustöðum í Langadal, vinnukona á
Brandsstöðum í B löndudal 1816, ógift. Hún ólst upp hjá
hjónunum Eyjólfi Jónssyni og Þorbjörgu Pétursdóttur
á Eiríksstöðum í Svartárdal, og er titluð ,,skyldmenni“
í Sóknarmannatali Bergsstaðaprestakalls. Freistandi
er að túlka skyldleikann svo, að Þorsteinn muni hafa
verið barn það sem Símon og Valgerður áttu sam-
an í hórdómi 1749 eða 1750, og að Valgerður muni
hafa verið systir Bjargar Jónsdóttur húsmóður á
Skeggsstöðum í Svartárdal, móður Eyjólfs.
Sigríður Símonsdóttir, f. um 1752 á
Eyvindarstöðum, d. 1. ágúst 1819 á Æsustöðum.
Vinnukona á Þorbrandsstöðum í Langadal 1777-
1778,íFinnstungu íBlöndudal 1778-1781 ogáStóru-
Seylu á Langholti 1781-1782. Húsfreyja í Holtskoti
í Seyluhreppi 1786-1787, á Grófargili á Langholti
1787-1792, á Brenniborg á Neðribyggð 1792-1797
og á ípishóli á Langholti 1797-1804. Vinnukona
í Viðvík í Viðvíkursveit 1806-1807, á Steiná í
Svartárdal 1816-1817 og á Bergsstöðum í Svartárdal
1818-1819. Síðast barnfóstra á Æsustöðum. Maður,
g. 3. ágúst 1786, Hrólfur Þorsteinsson, f. um 1734,
d. í ágúst 1811 á Páfastöðum á Langholti. Hann var
bóndi á Löngumýri íVallhólmi 1763-1764, á Marbæli
áLangholti 1765-1776, áStóru-Seylu 1781-1784 ogí
Holtskoti 1784-1787. Foreldrar: Þorsteinn Hrólfsson
bóndi á Álfgeirsvöllum á Efribyggð og kona hans
Guðrún Jónsdóttir. Börn: Kristín, f. um 1786 í
Glaumbæjarsókn, d. 24. júní 1848 í Þórormstungu í
Vatnsdal, vinnukona á Hólum í Hjaltadal 1835 og á
Breiðabólstað í Vatnsdal 1845, ógift, en átti son með
Samsoni Jónssyni vinnumanni í Kolgröf á Efribyggð.
Sigurður, f. um 1787 í Glaumbæjarsókn, d. 28. apríl
1872 á Keldulandi á Kjálka, bóndi í Grundarkoti
í Blönduhlíð 1835 og á Keldulandi 1845, kvæntur
fyrr Kristínu Þórðardóttur, síðar Lilju Sigfúsdóttur.
Ingibjörg, f. 9. sept. 1790 á Grófargili, d. 25. des.
1859 í Valadal á Skörðum, húsmóðir á Hömrum
á Fremribyggð, gift Hannesi Ásmundssyni, átti
áður tvær dætur með Jóni Jónssyni bónda á Steiná.
Guðrún, f. 20. júní 1794 á Brenniborg, d. 2. mars
1828 á Barði í Fljótum, húsfreyja á Barði, gift Páli
Árnasyni presti, átti áður dóttur sem var skrifuð á
Jón Jónsson vinnumann á Barði. Barnsfaðir: Jón
Jónsson, d. 14. apríl 1794 „á heimreisu til bæj-
arins Refsstaða“, vinnumaður á Sneis á Laxárdal
fremri 1777-1778, en síðan fyrirvinna á Balaskarði
á Laxárdal fremri hluta af ári. Ovíst er um foreldra
hans. Jón var bóndi á Balaskarði 1778-1780, á Sneis
1780-1783 og á Refsstöðum á Laxárdal fremri 1784
http://www.ætt.is
16
aett@aett.is