Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012
í biskupasögum er sagt frá því hvað Þorlákur helgi
nam í bernsku sinni í Odda sem á þeim tíma var helsta
lærdómssetur landsins.
Sú var þá hans iðja, er hann var á unga aldri, at
hann var löngum at bóknámi, ... en nam þá er eigi
dvaldi annat, þat, er móðir hans kunni kenna honum,
ættvísi ok mannfræði.
Ættvísi og mannfræði þótti verðugur lærdóm-
ur fyrir verðandi menntamann og ekki hefur verið
nægilegt að kunna aðeins nafnaþulurnar. Það varð að
vita í hvaða landshluta, héraði og frá hvaða bæ fólk
var upprunnið, og til að festa sér í minni hefur verið
gott að tengja sögur við menn og atburði. Söguvitund
tengir menn við fortíðina, samtímann og jafnvel til
framtíðar, en oftast leita menn til sinna heimahaga.
Af Þorsteinsætt
Elínborg var fædd að Tunguhálsi í Skagafirði 12.
nóvember 1891, yngst þriggja alsystra sem upp kom-
ust. Faðir hennar var Lárus Þorsteinsson fæddur á
Daufá. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson frá
Kálfárvöllum í Staðarsveit, af Þorsteinsœtt bóndi á
Daufá, og Elínborg Sigurðardóttir frá Daufá. Tildrög
þess að Þorsteinn kom norður voru á þá leið að prest-
ur einn á Snæfellsnesi fékk betra brauð fyrir norðan,
og aðstoðaði Þorsteinn hann við flutninginn. Þorsteini
leist vel á sig í Skagafirðinum og snéri ekki til baka,
hann giftist stuttu seinna Elínborgu, heimasætunni á
Daufá, en hún hafði í nokkur ár staðið fyrir búi föð-
ur síns.
Móðir Elínborgar var Þórey, fædd á Flofi í
Vesturdal í Skagafirði 27. nóvember 1852, dáin 13.
október 1907, Bjarnadóttir bónda á Hofi Hannessonar
og hans konu Margrétar Arnadóttur'. Lárus var seinni
maður Þóreyjar. Fyrr hafði hún verið gift nauðug tutt-
ugu árum eldri manni.
Margrét var í móðurætt af svokallaðri Djúpadalsætt
1 Skagfirzkar œviskrár. II 1966: 206-207.
2 Sjá sem dæmi í Skagfirskar œviskrár II. 1966: 162. Þar er sagt
um Valgerði f. 1835 d. s. st. 19. rnars 1903, Eiríksdóttir hreppstj.
í Djúpadal: Valgerður var kona stórbrotin og skörungur að gerð,
starfskona mikil. Ekki var hún geymin á fjármuni, en greiðasöm og
stórgjöful svo að lítt mun hún hafa sézt fyrir.... og á þeirri tíð margt
þurfandi manna, en engan lét hún synjandi frá sér fara. ... Búkona
var hún talin og kunni vel að meta þau störf, er vel voru af hendi
leyst bls.162.
3 Merkar konur. 1954: 148. Árni Sigurðsson bóndi í Stokkhólma,
kemur frá Keflavík, hann var föðurbróðir Kristins í Engey sem
Engeyjarætt er kennd við. Árni var fjórgiftur og tuttugu og tveggja
barna faðir. Bólu-Hjálmar orti fagurt erfiljóð eftir Árna og þar segir
hann að Árni hafi verið vinsæll og vel metinn.góður smiður ásilfur,
kopar, timbur og járn. Hjálmar kveður svo: Ljósmóðurstörfum/
hann lipurt gegndi/ með stakri heill og heppni/ tvö hundruð barna J
sem talin verðaj fæddust í hans hendur. Bólu-Hjálmar lofaði ekki
alla, en það er auðsætt að honum hefur verið hlýtt til Árna.
4 Merkar komir 1954: 146. Móðurbræður Herdísar voru forfeður
Svaðastaða, Bólstaðarhlíðar og Frostastaðaætta.
5 Merkar konur. 1954: 178.
í Skagafirði. í þeirri ætt voru margir hreppstjórar
og prestar. Eitt sem einkenndi þessa ætt öðru frem-
ur, samkvæmt umsögnum fengnum úr Skagfirskum
œviskrám2, var hve konur í þeirri ætt voru mikl-
ar búkonur og skörungar. Svo mikillar gerðar voru
margar konur í þessari ætt að það þótti taka að nefna
hæfileika þeirra.
Margrét Árnadóttir3, amma Elínborgar átti um
margt óvenjulegan lífsferil. Móður sína missti hún
ung og var alin upp af móðurforeldrum sínum séra
Eiríki Bjarnasyni og Herdísi Jónsdóttur4 við mikið
ástríki og lærði þar allt sem heldri stúlkum var kennt
svo sem lestur og fínar hannyrðir, ekki þótti henni það
nægilegt heldur vildi hún læra að skrifa og reikna og
var það látið eftir henni.
„Spyrjið Margréti mína...“
Móti vilja sínum var hún haustið 1843 gefin náfrænda
sínum Bjarna Hannessyni sem var lítill fyrir mann
að sjá, ekki karlmannlegur og enginn búmaður. Hún
konr nreð rnikla fjármuni í búið, en á einum áratug
hafði Bjarni sóað öllu fé hennar (giftar konur voru
ekki fjárráða). Margrét gekk frá Bjarna og lét skipta
upp bæði eigum og skuldum. Hún vann síðan í nokk-
ur ár fyrir sér og dóttur þeirra sem ráðskona hjá föð-
ur sínum.
Bjarna var mikið í mun að fá Margréti aftur og bað
ættingja þeirra og presta í héraðinu að tala um fyr-
ir Margréti, hún setti þau skilyrði fyrir endurkomu
sinni að hún réði ein öllu, úti sem inni og hefði öll
fjárráð. Að þessu gekk Bjarni og eftir þetta veik hann
öllu til konu sinnar með eftirfarandi orðum: „Spyrjið
Margréti mína, hún ræður því“.
Margrét kenndi börnum sínum bæði skrift og
reikning, sjálf var hún vel hagmælt og enn er til vísa
eftir hana um Elínborgu:
Aldreifargar ama og sorg
einatt spillir gleði.
Hátt upp gargar hefitr org
hamslaus vargur Elínborg.
F róðleiksbrunnur
Eftir að Þórey giftist fylgdi Margrét henni, Elínborg
rnundi ömmu sína vel og sagði að hún hafi verið
ótæmandi sögulind sem börnin leituðu í.
Þegar barnabörn hennar komust á legg, varð hún
þeim fróðleiksbrunnur. Hún kunni ógrynni af þul-
um, kvæðum og ævintýrum. I rökkrinu á kvöldin
sátu þau á rúminu hjá henni og hlýddu á frásög-
ur hennar. Þær stundir urðu þeim ógleymanlegar,
svo og gamla konan sjálf, sem sat á rúminu, hélt á
prjónunum og þuldi ævintýri og sögur. Þeim hefur
síðar oft dottið í hug að hún hafi skáldað jafnóðum
og hún sagði frá. Aldrei þraut efnið og alltaf hafði
hún nýjar og nýjar sögur á boðstólum.5
http://www.ætt.is
4
aett@aett.is