Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012 Sumarbústaður Elínborgar hét Bláskógar og var við Þingvallavatn. Hún lét byggja hann fyrir rithöfund- arlaun sín. Þetta var hennar einkaeign og drauniastað- ur, þrátt fyrir að lengi vel hafi hvorki verið þar rafmagn né rennandi vatn. „Eftir að Ingimar og Jón voru farnir í skólann lúrði Elínborg og skrifaði í rúminu. Hún var mér í raun ákaflega góð blessunin, en ég var líka þæg og gerði allt eins og hún vildi“. Eins hafði hún aðstöðu til að skrifa í Bláskógum sem var sumarbústaður hennar og þar skrifaði hún síðustu bækumar sínar. Öllum viðmælendum ber saman um að hún hafi ekki rætt urn skrif sín eða bæk- ur við fólk, þeir sem umgengust hana á seinni árurn hennar töldu að hún væri hætt að skrifa, sem getur stafað af því að hún var alla tíð svona meira til hliðar og talaði ekki um sig sjálfa. Leyndarmálið Eitt var það sem Elínborg fór afar dult með, og vildi ekki að vitnaðist, var að hún tók í nefið. Eftir barns- burð, sagðist hún hafi orðið mjög veik og misst sjón- ina tímabundið, þá hafi tengdamóðir hennar ráðlagt henni að taka í nefið við því. Hún átti litlar fallegar silfurdósir, sem hún geymdi í vasa sínum þegar hún var á fótum, annars voru þær á náttborðinu. Hún fór afar laumulega með þessa fíkn sína. Barnabarn hennar fór á tímabili með henni einu sinni á ári í banka niður í bæ, þar sem Elínborg skoð- aði í bankahólfið sitt, þangað fór hún ein, sonardótt- irin beið fyrir utan og vissi aldrei hvað þetta hólf hafði að geyma. Að þessu loknu fóru þær á Hressó, sonardóttirin fékk ís, en Elínborg fékk sé kaffi. Eftir það hvolfd- ist löngunin í tóbakið yfir Elínborgu sem laumaði þá tóbaki í vasaklútinn sinn og saug svo úr honum eins pent og hún framast gat. Seinni árin var hún að mestu hætt að fela þessa fíkn sína og fékk sér bara í nefið þegar hana langaði til, en aldrei keypti hún neftóbakið sitt sjálf, heldur fékk einhvern annan til þess. Elínborg skapaði í bókum sínum, sterkar og stoltar konur, þann- ig kona var Elínborg Lárusdóttir í minni samferðamanna sinna. Með nátthúfu Sumarbústaður Elínborgar hét Bláskógar og var við Þingvallavatn, hann hafði hún látið byggja fyrir rit- höfundar laun sín. Þetta var hennar einkaeign og draumastaður, þrátt fyrir að lengi vel hafi ekki verið þar rafmagn né rennandi vatn. Öllum viðmælendum mínum kom saman um að hún hafi aldrei verið þar ein heldur hafi á fyrri árum verið þar með henni stúlk- ur sem voru hjá þeim Ingimar á Vitastígnum, síðan voru oft með henni vinkonur hennar og barnabörn. Aðalbjörg Sigurðardóttir, alltaf nefnd „frú Aðalbjörg“ í fjölskyldunni, var mikil vinkona hennar og þær áttu sér einkabaðstað niður við vatnið, þangað fóru þær með vaskafötin sín og handklæði og þvoðu sér úr köldu vatninu. Eitt vorið laust fyrir 1960 var hjá henni í Bláskógum vestur íslensk vinkona hennar sem hún hafði kynnst þegar hún fór fyrirlestraferð til Ameríku. Báðar trúðu þær á heilnæmi þess að þvo sér úr vatninu og fóru helst daglega í þetta heilsubað sitt, og á Jónsmessunótt klæddu þær sig úr hverri spjör og veltu sér upp úr dögginni. En öllum sem til þekktu er minnisstætt hvernig hún kappklæddi sig í rúmið, svaf ætíð í nokkrum peysum og með skjólgóða nátthúfu. Ljósurnar þrjár Elfnborg og Ingimar voru orðnir miklir sjúklingar upp úr 1960 og þá komu Ijósmæðurnar þrjár inn í líf þeirra, þær kontu í hverri viku til að sprauta þau með vítamínum og fylgjast með heilsu þeirra. Fyrst kom frænka hennar, Kristín Ingibjörg Tómasdóttir, sem var yfirljósmóðir á fæðingardeild Landspítalans, allt- af kölluð Dídí af sínum nánustu. Elínborg var afar hrifin af þessari frænku sinni og notaði alltaf titilinn með nafninu þegar færi gafst. Til að leysa sig af fékk Kristín tvær vinkonur sínar úr ljósmæðrastéttinni. Allar komu þær margoft í meira en áratug og gerðu ýmis verk fyrir Elínborgu, og hlynntu að þeim Ingimar á margan máta. Það er margt heima hjá mér sem minnir á Elínborgu, sagði ein ljósan, því hún gaf mér marga fallega hluti úr sínu búi sem hún átti. Hún virkaði stórlát við http://www.ætt.is 8 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.