Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012 18. maí 1918 giftist Elínborg guðfræðingnum Inginiari Jónssyni sem var Arnesingur að ætt og uppruna, af Hörgsholtsætt, hann var koniinn af bláfátæku en vel gefnu fólki. Ingimar hafði af harðfylgi brotist til mennta, einn sinna systkina. ilvæg fyrir skoðanir og lífssýn hvers einstaklings, Það óvenjulega er líklegra til að sitja eftir í minninu, en það hversdagslega lendir glatkistunni. Þess vegna eru munnlegar heimildir bæði heillandi og líka við- sjárverðar í sagnfræðilegum skilningi. Það sem hér fer á eftir má hugsa sér sem söguleg- an sannleika, þar sem hvert og eitt viðtal sé aðeins ein heimild af mörgum sem ætlað er að varpa ljósi á hver Elínborg Lárusdóttir var í hugum samferðamanna. Hafa verður í huga að þetta eru minningar samferða- manna hennar og á þeirra forsendum, og það sem þeir kjósa að segja frá. Ekki verður notast við aðrar heimildir sem snerta líf hennar svo sem bækur, blaðaviðtöl, sendibréf eða minningar hennar sjálfra. Hvernig minningar átti fólk um Elínborgu? Hvað sat helst eftir í minninu? Heimilið Allir nefndu heimili hennar og Ingimars sem stóð alla tíð á Vitastíg 8 a frá því að þau fluttu frá Mosfelli. í forstofunni voru svartar og hvítar flísar, sem frænku hennar frá Reykhólum þóttu ógleymanlega fínar, for- stofan var með húsgögnum, skáp með spegli, og fal- legur fatabursti á skápnum, upp á hillu voru hattöskjur með höttunum hennar. Veggirnir voru þaktir málverkum eftir listamenn sem hún þekkti,enda virtist hún hafa verið í sambandi við listafólk eftir að luin fór að skrifa. Kjarval kom með málverk sem hann gaf henni og hún hélt mikið uppá. Þegar Ingimar var gefið málverk af honum, lét hún mála mynd af sér líka. Mjög gestkvæmt var á heimilinu, allir viðmæl- endur mínir minnast þess að það hafi verið stanslaust rennerí, eins og einn orðaði það. I meira en áratug var það skrifstofa skólans og Elínborg svaraði í símann og tók á móti þeim sem erindi áttu við Ingimar, og sinnti öðrum gestum þegar þeir komu. A þessum árum var Ingimar, auk þess að vera skólastjóri, í pólitík og voru oft mikil og ströng fundarhöld heima hjá þeim. Líka komu margir ættingjar Elínborgar, hún var mjög ættrækin og talaði um frænkur og frændur sína allt í sjötta lið, flest af þessu frændfólki var ætt- að úr Skagafirði og það var auðheyrt að henni fannst Skagfirðingar bera af öðru fólki. Bæði hennar fólk og Ingimars kom og dvaldi hjá þeim urn lengri eða skemmri tíma. þegarfólk þurfti að leita læknis, sækja skóla eða útrétta annað í Reykjavík átti það víst athvarf á Vitastígnum og var þar bæði í fæði og húsnæði. Um 1960 var bróðursonur hennar á Flateyri um skeið þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn, hann svaf oft í borðstofunni þegar hann var á þingi. Huddson bíllinn A hverju sumri kom fjöldi vestur Islendinga í heimsókn á Vitastíginn enda hafði Elínborg farið í heimsókn og hana ekki stutta til Ameríku, það voru víst einir sex mánuðir sem hún var þar og ferðaðist um og hélt fyrirlestra. Mönnum er minnistætt að þeg- ar hún kom úr þessari ferð sinni, þá hafði hún með sér heim glæsikerru, Huddson bíl, sem Jón sonur henn- ar síðan fékk, hann vann fyrir sér sem leigubílstjóri meðan hann var við nám. Bílinn keypti hún fyrir doll- arana sem hún þénaði fyrir fyrirlestrana. Elín Guðmannsdóttir sagði að þetta hefði ekki verið neinn smá bíll, heldur með stærri og glæsilegri bílum Vorið 1922 er Ingimari veitt Mosfell í Grímsnesi. Elínborg kunni afar vel við sig þar. Hún náði strax góðu sambandi við sveitunga sína. Það var litið upp til hennar, hún var frúin á staðnum og hún var líka mikil búkona sem hafði ánægju af skepnunum. http://www.ætt.is 6 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.