Foreldrablaðið - 01.12.1934, Side 13

Foreldrablaðið - 01.12.1934, Side 13
Foreldrablaðið 3 3 ný, sömu tegundar. Þessi öri vöxtur borgarinnar og fólksfjölgun meiri en dæmi munu til nokkurs staðar í Norður- álfunni, valda einnig erfiðleikum í skóla- haldinu að öðru leyti heldur eij húsnæð- isleysinu. Það er vitanlegt og auðskilið, að á almennum krepputímum, eins og þeim, sem nú hafa gengið yfir hin síð- ustu árin, geta ekki úrræðin til fram- færslu, því síður til menningar, hald- ist í hendur við hraðvaxandi mann- f jölda. Þegar þannig er ástatt, hljóta af- leiðingarnar með ýmsu móti að berast inn í skólana. Atvinnuleysi og dýrtíð skapar örbirgð og úrræðaleysi á heimil- unum. Lítið og næringarsnautt fæði veiklar börnin, gerir þau að meira eða minna leyti óhæf til starfs í skóla. Léleg og þröng húsakynni draga þau burt frá heimilunum, út á götuna. Heimastarf truflast eða útilokast, en áhrif frá götu- sollinum og misjöfnum félagsskap ber- ast inn á heimilin og í skólana. Öngþveiti í atvinnumálum skapar óró í borgfélagi og þjóðfélagi og eykur fylgi ýmsum öfgastefnum í félagsmálumogtrúmálum. Slík tilfinningamál draga hugi ungling- anna frá skyldustörfunum heima og í skólunum. Þannig mætti lengi telja. Öflin, seto verka gegn rólegu starfi skólanna, eru óteljandi, og aðstæðurn- ar, sem torvelda það í slíku borgfélagi sem voru, eru sívaxandi. Þótt allir þeir, sem að skóiunum standa, hafi fullan og einlægan vilja á því, að láta skólastarfið verða einstakl- ingum og heildinni allri að sem mestum notum, getur aldrei hjá því farið, að mistök verði mörg, og margt verði út á skólana að setja. Svo er það jafnan og alstaðar. En á það hefi eg viljað benda, að hér eru fyrir hendi margfald- nr ástæður til þess að mistökin og útá- setningarnar hljóti að aukast, skólahald- ið hljóti að gerast æ erfiðara, meðan svo fer fram, sem gert hefir hingað til, að aðsóknin að skólunum er örari heldur en úrræðin til að mæta henni. Það er ekki ætlunarverk mitt hér að ræða um ný úrræði til að bæta úr sívax- andi þörf nýrra skólahúsa, eða annars vegar og jafnframthaganlegri og drýgri notkun þeirra húsa, sem til eru. Þau mál verða að athugast á öðrum vettvangi. Að þessu sinni vildi eg aðallega benda á örð- ugleikana, sem við er að stríða í sam- bandi við skólahaldið, eins og nú er hátt- að. Þess er ekki að vænta, að almenning- ur út í frá geti gert sér glögga hugmynd um þá, sem þó er skilyrði fyrir því, að starf skólanna verði sanngjarnlega dæmt. Erindi mitt var þó ekki þetta eitt. Að- alefni þess, sem eg vildi sagt hafa til að- standenda allra skólabarna, er þetta: Snúið yður ætíð til réttra hlutaðeig- enda með kvartanir yðar. Það verður aldrei til fulls umflúið, að mistök komi fyrir. Aldrei heldur hitt, að snurða geti hlaupið á samkomulag milli kennara og nemanda, og geta báðir ver- ið sæmilegir fyrir því. Þá munu margir kannast við sundurlyndið, sem á stund- um kemur upp milli bekkjarsystkina eða skólasystkina. Slíkar misfellur eru oft- ast þess eðlis, að auðvelt er að bæta úr þeim, en hins vegar geta þær líka orð- ið banvænar, ef ekki er að gert eða rangri aðferð beitt. Verði einhver mis- tök frá skólans hlið í sambandi við barn yðar, þá snúið yður sem fyrst til þess, sem að mistökunum er valdur, hvort sem það er skólastjóri eða kennari barnsins. Mistökin eiga venjulega rót sína að rekja til misskilnings á einhverja hlið, og lagast langoftast mjög auðveldlega,

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.