Foreldrablaðið - 15.12.1937, Page 5
Foreldrablaðið
4. ár
15- desember 1937.
1. blað
Aðalsteinn Sigmundsson:
Breyttir starfshættir.
(Eftirfarandi grein er miðkafli
úr langri ritgerð, sem ég skrif-
aði eftir tilmælum færeyskra
skólamanna s. 1. vetur. Var hún
prentuð neðanmáls í Tingakrossi
í sumar, en er nýkomin út sér-
prentuð, á kostnað færeyska
kennarafélagsins).
Það eru tvær ástæður, sem einkum
knýja fram þá stefnubreytingu, sem er
að gerast í öllum starfsaðferðum og
innra lífi skólanna, víða um heim. —
Þetta tvennt er: Ný þekking á sálar-
lífi og eðli barna, og breyttar kröfur
lífsins til þeirra ungmenna, sem skól-
arnir skila út í það.
Barnasálarfræði og uppeldisfræði í
vísindalegri merkingu eru mjög ung-
ar fræðigreinar. Það er fyrst á síðustu
árum, að vísindalegar tilraunir og
rannsóknir hafa leitt menn til eigin-
legrar þekkingar og verulegs skiln-
ings á sálarlífi og eðli barna. Menn
héldu áður, að börnin væru að-
eins smækkuð útgáfa af fullorðnu
fólki, með sama eðli og sömu eigin-
leikum, aðeins í smærri stíl, og
með minni þekkingu og reynslu. Nú
vita menn, að börnin hafa sitt eigið
eðli og sitt sérkennilega sálarlíf, sem
hlýtir nokkuð öðrum lögum en sálar-
líf fullorðinna manna, og breytist eft-
ir aldri og þroska. Það liggur í augum
uppi, að það er hrein og klár tilviljun,
ef vinnuaðferðir, sem myndazt hafa í
skólunum fyrir öldum síðan, fara ekki
fullkomlega í bág við þá þekkingu,
sem rannsóknir síðustu tíma hafa leitt
í ljós á barnseðlinu. Þessar aldagömlu
starfsaðferðir hefir vaninn helgað og
fest í skólunum, svo að mjög er óhægt
að losna við þær, þegar ljós nýrrar
þekkingar hefir gert nátttröll þeirra
að steini. Það er alstaðar háskalegt,
að taka helgi vanans fram yfir helgi
þekkingarinnar. En hvergi er það
háskalegra en í skólamálum og í með-
ferð mannlegrar æsku, þess viðkvæm-
asta og merkilegasta, sem jörð vor á
til. Þar er það að taka dauðan stein-
gerving fram yfir ungt og frjótt líf.
Vinnubrögð hinnar nýju skólastefnu
eru sniðin í samræmi við þekkingu á
barnseðlínu, til að knýja fram ger-
breytingu á vinnubrögðum skólanna.
Lífið gerir aðrar og fjölþættari kröfur
til manna nú en það gerði fyrr, á þeim
tímum, sem skólarnir sköpuðust og
vinnuaðferðir þeirra féllu í farvegi.
Bkólar nútímans verða að vinna með
það fyrir augum, að búa æskumenn
undir að lifa lífi 20. aldar manns, við