Foreldrablaðið - 15.12.1937, Síða 6

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Síða 6
2 FÖRELDRABLAÐIÐ þau skilyrði, þau tæki og þá tækni, sem nútíminn hefir að bjóða. Lífskröf- ur og menningarskilyrði eru mjög önnur nú en var á 19. öld, hvað þá ef vitnað er lengra aftur í tímann. En starfsaðferðir skólanna eru mjög reist- ar á erfðavenjum, eigi aðeins frá þeim tímum, þegar eina ráð einstaklingsins til að hafa almenna þekkingu á tak- teinum var að muna hana. Þess vegna lögðu skólarnir megináherzlu á það, að festa nemöndum þekkingaratriði í minni. Það gera skólarnir enn í dag, þó að nú sé sú breyting á orðin, að minni mannkynsins og einstakling- anna er orðið margfalt víðáttumeira, óskeikulia og tiltækilegra, en áður var. Nú eru bækurnar minni manna — minni einstaklings, en einkum hið sameiginlega minni þjóðar og alls mannkyns. Nú þurfum vér ekki, les- endur góðir, að láta frumur heila vors geyma fyrir oss nöfnin á stóru og smáu spámönnunum, stærð og íbúatölu landanna úti í heimi, nafn á þessari eða hinni borg eða á, ártalið þegar páfinn gerði þetta og kóngurinn hitt, né önnur almenn fróðleiksatriði, sem komið getur fyrir, að vér þurfum að nota. Ef lífsþarfirnar kalla á þessa eða aðra þekkingarmola, þá göngum vér að bókaskápnum og flettum upp á þeim í bókum. Gömlu skólarnir, lexíuskólarnir, eins og flestir skólar vorir íslendinga eru enn í dag, og mikill þorri erlendra skóla líka, leggja meginstund á það, að festa einstök og almenn fræði- atriði í minni nemenda sinna. Þeir krefjast þess, að nemendur ,,læri“ kennslubækur kafla fyrir kafla, muni efni þeirra og geti endursagt það, annaðhvort sem heild, eða sem sund- urlaus minnisatriði, þegar þess er kraf- izt. Þetta er erfðavenja liðins tíma, þrautvígð og helguð gömlum vana, en ekki þörf líðandi stundar né heilbrigðr- ar skynsemi. Lífsþarfir nútímamanns kalla ekki á hið mikla fróðleiksminni. Enda gleymast og týnast fróðleiksspörðin, sem skólarnir tína. Staglið á lexíunum „héðan“ og ,,hingað“ er á kostnað lífs- gleði og starfsgleði ungmennanna og deyfir og bælir frjósemi þeirra og sjálfstæði. Og tíminn, sem fer í allt lexíustaglið og yfirheyrslurnar, er tek- inn frá því, sem lífið og þarfirnar kalla á nú, en það er leikni, tamning, vak- andi hugsun. Ekki orðakunnátta, held- ur geta í verki. Nú skulum við fylgja 10 ára göml- um drenghnokka í skólann — ein- hvern almennan hversdagsskóla — og taka eftir, hvað þar verður gert við hann. Drengurinn hefir þegar lært að Bifreþðastöðin GEYSIR 1633 Sími 1633

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.