Foreldrablaðið - 15.12.1937, Side 7
FORELDRABLAÐIÐ
3
lesa og skrifa. Með öðrum orðum:
Hann hefir nauðsynlegustu undirbún-
ingskunnáttu til þesss að geta sótt sér
þekkingu í bækur og unnið með henni.
Þegar hann er kominn inn í skólastof-
una, verður hann að gera svo vel og
sitja í sæti sínu prúður og stilltur og
taka ósköp vel eftir því, sem kennar-
inn segir, og svörum hinna barnanna
við spurningum kennarans. Flesta
tíma má hann ekkert hafa handa á
milli, heldur verður hann að sitja að-
gerðalaus. Nú er lítill 10 ára snáði svo
meistaralega gerður, að hann á með
fátt jafnörðugt og það, að vera að-
gerðalaus. Eðli hans er, að hafa eitt-
hvað handa á milli, fást við eitthvað,
starfa og rannsaka. Og líkami hans
þarf hraða blóðrás, öra efnaskiptingu,
mikla hreyfingu. Skólinn misþyrmir
drengnum og eðli hans þarna með
tvennu móti fráfyrsta degi :Lætur hann
fá aðgerðaleysi í staðinn fyrir lifandi
starf, og kyrrsetu í staðinn fyrir næga
og óþvingaða hreyfingu. Með þessu
er gengið á snið við þekkingu nútím-
ans í sálarfræði og heilsufræði. Og sú
æfing, sem orðanámið með aðgerða-
ieysinu og kyrrsetunni veitir, ríður í
bág við framtíðarþarfir hvers manns,
því að hver heilbrigður æskumaður á
fyrir höndum að vinna, og þarf því að
vera til þess þjálfaður. — Nýja skóla-
stefnan vill veita nemöndum ýmiskon-
ar þekkingu gegnum lifandi starf, þar
sem heili og hönd vinna saman, lík-
aminn allur á kost á þeirri hreyfingu,
sem hann má ekki án vera, og æsku-
maðurinn allur, líkami og sál, fær
þjálfun og stælingu, líkt og íþrótta-
maðurinn, sem reynir alhliða á vöðva
sína.
Jóla- og nýjárskveðjur.
IJm næstu jól og nýár tekur Ríkisútvarpið til
flutnings jóla og nýárskveðjur, með sömu kjör-
um og verið hefir undanfarin ár. Slíkar kveðj-
ur mega ekki sendast til annara landa gegnum
útvarpið, og eigi manna á milli innan lögsagn-
arumdæmis Reykjavíkur og Hafnarf jarðar.
Ríkisútvarpið.