Foreldrablaðið - 15.12.1937, Qupperneq 17
FORELDRABLAÐIÐ
13
verið ýmist einhliða eða gagnkvæm,
eða sambland af hvorutveggju.
Gagnkvæm er sú virðing, sem jafn-
aldrar og jafningjar bera hver fyrir
öðrum. En því meiri sem munur er á
aldri eða aðstöðu manna, því líklegra
er, að hinn yngri eða umkomuminni
beri einhliða virðingu fyrir hinum. í
einveldisþjóðfélagi gerir einvaldinn
venjulega þá kröfu til þegna sinna,
að þeir líti upp til hans eins og full-
kominnar og óskeikullar veru, og
jafnvel, að hann sé tilbeðinn sem
guð. Sama máli gegndi um ættarhöfð-
ingja í fornaldarþjóðfélögum, sem
áttu ráð á lífi og limum ættbálksins.
í slíkum þjóðfélögum er venjulega
röð af virðingarþrepum, hvert upp
af öðru. Og því naumast um annað
en einhliða virðingu að ræða, virð-
ingu hins minni máttar fyrir drottn-
aranum. En ýmsar hinna æðstu
dyggða á mælikvarða vorra tíma, eins
og réttlætistilfinning, sannleiksást og
orðheldni, þroskast torveldlega, nema
þar sem jafnréttháir einstaklingar
geta óhindrað skipzt á sjónarmiðum
og skoðunum.
Ungum börnum er eðlilegt og hollt
að bera skilyrðislausa virðingu fyrir
fullorðnu fólki, einkum foreldrum
sínum. Þau líta á foreldrana eins og
óskeikula, halda að þeir geti allt, viti
allt og að allt, sem þeir segja og gera,
sé satt og rétt. í essi afstaða smá-
barnanna hefir mikið uppeldislegt
gildi, en hún leggur fullorðna fólk-
inu þær knýjandi skyldur á herðar,
að vanda framkomu sína og um-
gengni við börnin.
Smám saman, eftir því sem börn-
in eldast og þroskast, breytist viðhorf
þeirra gagnvart fullorðna fólkinu,
Séra Magnús Helgason:
Skóíaræðtír
og onntír eríndí
jólagjöí lianda kztu vinum yðar
Fæst hjá bóksölum.