Foreldrablaðið - 15.12.1937, Side 19
ÍFORELDRABLAÐIÐ
15
barnanna fyrir foreldrunum. Tökum
dæmi: Sumum börnum hættir við að
vætá og óhreinka buxur fram eftir
öllum aldri. Þeim er það venjulega
ósjálfrátt, og foreldrarnir eiga senni-
lega oftar sckina en börnin sjálf.
Börnunum er þetta mjög viðkvæmt
mál, og þau geta orðið eins og hel-
særð af blygðun og smán, ef á það
er minnst í ókunnugra viðurvist,
einkum í viðurvist jafnaldra. Auð-
velt er því að geta sér til, hvílík á-
hrif skilnings- og samúðarleysi í þess-
um og þvílíkum málum getur haft á
virðingu barnsins fyrir foreldrinu.
Foreldrið, hinn sjálfsagði verndari og
vörður alls réttlætis í huga barnsins,
verður máske til þess, með gáieysi
sínu, að gera barnið að athlægi í
augum jafnaldra og vina. Ýmsir
,,smámunir“, af þessu tagi, sem full-
orðna fólki gefur stundum engan
gaum að, geta skilið eftir varanleg
og djúp spor í sálum viðkvæmra
barna, og haft ótrúlegustu áhrif á
sambúð þeirra við fólkið á heimilinu.
Hreinskilni, sannsogli og réttlæti er
foreldrum áríðandi að beita gagn-
vart börnum sínum, ekki aðeins til
fyrirmyndar, til þess að temja þeim
þessar sömu dyggðir, heldur einnig
til þess að halda virðingu þeirra. Eins
og þegar er bent á, þá eru ungu
börnin viss um að foreldrar þeirra
viti allt, að þau segi ávalt satt og geri
allt rétt. Því er eðlilegt að vonbrigði
þeirra verði mikil, ef þau komast að
því, að pabbi eða mamma hafi vísvit-
andi blekkt þau, sagt þeim ósatt eða
gert þeim rangt til. Mörgum foreldr-
um mun hætta við að blekkja börn
sín og segja þeim ósatt um viðkvæm
efni, eins og t. d. kynferðismál. Er
það tvímælalaust á misskilningi
byggt. Börnunum er miklum mun
hollara að fá vitneskju um þessi efni
á prúðmannlegan hátt hjá foreldrum
sínum, en að kynnast þeim í gegn um
klám og hrópyrði götunnar.
Rúmið, sem ég hefi yfir að ráða í
blaðinu er nú þrotið. En margt er
enn ótalið, sem að þessu máli lýtur,
og sem ég hafði raunar ætlað að
minnast á. Að lokum vil ég leggja á-
herzlu á það, að ég lít svo á, að þeir
foreldrar hafi mikið og ómetanlegt
tjón beðið, sem glatað hafa virðingu
barna sinna, að meira eða minna
leyti, og þó hafa börnin vissulega
misst meira. Margir foreldrar gætu
efalaust komið í veg fyrir þetta ó-
bætanlega tjón með sívakandi um-
hyggjusemi og með því að kynna sér
ýmislegt af því, sem uppeldisvísindi
vorra tíma hafa til málanna að
leggja.
Þjóðviljinn
Dagblað allra, sem
vilja vinna að frelsi
og framförum þjóð-
arinnar.
Kemur út alla daga
nema mánudaga. —
Askriftarverð á mánuði
TVÆR KRÓNUR,
Gerist áskriíendur!
Afgreiðsla:
Laugaveg 38.