Foreldrablaðið - 15.12.1937, Side 23
FORELDRABLAÐIÐ
19
Vigdís G. Blöndal:
Reglusemi.
Eitt af því marga, sem okkur Is-
lendingum er ábótavant um, er reglu-
semi, og sjást þess glögg merki á
börnunum. Það er eitt af því erfiðasta,
þegar hingað koma börn, sitt úr hverri
áttinni, að kenna þeim reglusemi, þ.
e. fá þau til þess að láta hlutina á á-
kveðinn stað.
Það er algengt að sjá það, þegar
barn kemur inn frá leikjum, úr skól-
anum eða annars staðar að, að það
hendir ytri fötunum af sér hingað og
þangað, jafnvel á gólfið. Kápunni í
einn staðinn, húfunni í annan, bókinni
í þriðja o. s. frv., ef þessu er þá ekki
blátt áfram hent utan dyra. Þar liggur
það, þangað til húsmóðirin tínir það
saman og lætur hvað á sinn stað, ef
því er þá ætlaður ákveðinn staður.
Þegar næst á að nota hlutina, er allt
týnt. Þá hefst leitin. Grunur minn er,
að ein orsökin til þess, að barnið kem-
ur of seint í skólann, sé við og við sú,
að leita þurfti að: bók, húfu eða ein-
hverju öðru, áður en lagt var af stað.
Það er mjög áríðandi, að barnið fái
ungt ákveðinn stað fyrir allt, sem því
tilheyrir, föt, bækur og leikföng. En
það er ekki fullnægjandi að staðurinn
sé til, það verður að ganga ríkt eftir
því, að barnið noti hann, láti ætíð
hvern hlut á sinn stað.
Áður en barnið fer út, er það ræki-
lega áminnt um, að ganga vel frá föt-
um sínum, er það komi inn aftur. —
Þrátt fyrir það, hendir það öllu sínu í
hverja áttina, og fer að leika sér.
Þá ríður mjög á því, að móðirin, eða
sá, sem hefir umsjá með barninu, tíni
ekki saman eftir það. Hún tekur barn-
ið sér við hönd, bendir því á hvað það
hefir vanrækt, lætur það sjálft taka
hvern hlutinn eftir annan, og láta
hann snyrtilega þar sem hann á að
vera.
Þetta endurtekur sig ef til vill dag-
lega — já, — oft á dag, vikum og
mánuðum saman, en það er áríðandi
að láta aldrei undan, láta barnið
aldrei komast upp með að vanrækja
þessa sjálfsögðu skyldu.
Það er áreiðanlegt, að fyrirhöfnin,
og hún er oft mikil, marg-borgar sig.
Barninu lærist smátt og smátt reglu-
semi, — og þá þarf ekki að leita leng-
ur að hverjum smá hlut.
Ég veit, að skólinn og heimilin hafa
einlægan vilja á að hjálpa börnunum
í þessu sem öðru, sem má verða þeim
til heilla. Þetta verður að taka föstum
tökum. Og umfram allt verða þeir
eldri að ganga á undan með góðu eft-
irdæmi í þessu sem öllu öðru.
Nýtt bókmenntafélag.
Síðastliðið sumar stofnuðu nokkrir rithöf-
undar og menntamenn nýtt bókmenntafélag
með nafninu „Mál og menning". Á félag þetta
að gefa út vandaðar bækur við alþýðuhæfi.
■Eru fyrstu á'rsbækur þess nýkomnar út,
„Vatnajökull“, eftir dr. Niels Nielsen, og 3.
bindi af riti því, sem nefnist „Rauðir. penn-
ar“, sem þegar er alþekkt og vinsælt.
Bækur þessar fá félagsmenn fyrir árgjald-
ið, kr. 10,00, en bókhlöðuverðið er nálega
helmingi hærra. — Upp úr nýári kemur svo
fyrsta bók næsta árs, ,,Móðirin“, heimsfræg
saga eftir Gorki.
Undirtektir þær, sem félagið hefir fengið,
sýna bezt þörfina fyrir það. En félagsmenn
eru þegar yfir 1600, áður en fyrstu bækurn-
ar koma út.