Foreldrablaðið - 15.12.1937, Page 26
22 FORELDRABLAÐIÐ
heimilinu við lestrarnám barnsins. Sama er
að segja um reikningskennslura.
Greindarpróf var í haust látið fara fram á
nokkrum þeim börnum skólans, sem kennar-
ar óskuðu eftir sérstökum uppiýsingum um,
og nokkrum fleiri. Eru slík próf hin bezta
leiðbeining fyrir skólastjóra og kennara við
röðun í deildir og við kennslu. Ármann Hall-
dórsson magister framkvæmdi prófunina. —
Verða slík próf notuð framvegis, að minnsta
kosti við innritun barnanna.
Sundnámskeið fór fram í sundlaugunum
fyrir börn í 10—12 ára bekkjum skólans frá
byrjun október til 15. nóvember. En fullnað-
arprófsbörnin fá námskeið í sundhöllinni síð-
ar 1 vetur, og verður þeim síðan gert að
skyldu, að taka burtfararpróf í sundi.
Smíðakennsla drengja í efri bekkjum skól-
ans fer fram niðri í bæ, vegna húsnæðisleys-
is, og einnig leikfimi drengja í sömu bekkjum.
MatreiSslunámskeiS fullnaðarprófstelpna
fer fram í vor frá miðjum maíi til 20.. júní
eins og verið hefir að undanförnu.
Garðyrkjunám barna. Mikil umræða var um
það, að stofna til garðyrkjunáms fyrir börn
í skólanum á síðastliðnu vori. En af því gat
þó ekki oi'ðið. En seinna i vetur mun skólinn
kveðja foreldra eins aldursflokks barna i
skólánum til viðræðu um þetta mál. Og er
stór nauðsyn á, að öll börn skólans fái fram-
vegis námskeið í garðyrkju.
Matarhlé er ekkert i skólanum í vetur, eins
og undanfarna vetur. Er vonandi að foreldr-
ar virði það á betra veg, meðan húsnæði skól-
ans er svona takmarkað, enda eiga mörg börn-
in langt heim. En ég vona, að mæðurnar reyni
að láta barnið, sem missir matartíma sinn, fá
heita máltíð, þegar það kemur heim úr skól-
anum.
Mjólk verður í vetur gefin öllum börnum
skólans, og 1 ý s i öllum, sem foreldrar óska
að fái það í skólanum. Er þess vænzt, að for-
eldrar hvetji börnin til að taka lýsi í skólan-
um, og sendi skriflega tilkynningu í skólann,
ef þau vilja ekki að barnið fái lýsi í skólanum.
Ungmennafélag hafa nemendur efstu deild-
ar skólans frá s.l. vetri, stofnað með sér. I
félaginu eru nú 31 félagi, drengir og stúlkur.
Formaður félagsins, Einar S'tefánsson frá
Álfabrekku, hefir sent skólastjóra eftirfar-
andi skýrslu:
„Byrjandi“ heitir nýtt ungmennafélag,
sem stofnað er af nemöndum úr Laugarnes-
skóla. Tilgangur félagsins er, að efla kynn-
ingu á landinu okkar og fólkinu, sem á því
býr. Félagið vinnur að þessu markmiði sinu
með fundahöldum, ferðalögum, lestri á
ferðasögum og góðum bókum. Allir eru með-
limir þess á aldrinum 14—16 ára. Félagið
hefir gengið í Samband Ungmennafélaga Is-
lands“. Laugarnesskólinn mun fylgjast af á-
huga með starfi félagsins og styðja það eftir
mætti. Fátt er svo göfugt sem fögur áform
ungmenna, sem bindast samtökum um að
irma af höndum göfug hlutverk fyrir þjóð
sína, félag sitt og þroska hvers einstaks fé-
laga.
Barnaskólinn við Skerjafjörð.
Eftir því sem næst verður komizt, eru nú
350 börn á skólaskyldualdri, búsett í Skild-
inganesi og Grímsstaðaholts byggð.
Af þeim eru nú í barnaskólanum 265 börn.
Fleiri börnum er ekki hægt að taka á móti,
vegna skorts á skólahúsnæði.
S'kólinn starfar í 12 deildum, og hefir aðal-
bækistöð sína við Baugsveg 7, en auk þess er
leigt fyrir 3 deildir á Þormóðsstöðum.
Um leikfimi.
Skólinn leigir fyrir 14 stundir á viku i
íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Þar af eru 6
stundir á tímabilinu kl. 12—1 (eða 12—13),
matmálstíma.
Þetta veldur nokkrum óþægindum, en við
hurfum þó að þessu ráði, þegar aðeins var að
velja um þennan tíma dagsins eða tímann 6—
7, er við töldum frágangssök að nota, er í
hlut áttu 8—9 ára börn.
Jólaskemmtanir.
Við höfum hugsað okkur, að skólinn efndi
til jólaskemmtana fyrir skólabörn, áður en
skólinn hættir nú fyrir jólin.
Vegna fremur litilla húsakynna, verður að
skipta börnunum í flokka eftir aldri, og er
áríðandi, að einungis komi þau börn á skemmt-
anirnar, sem boðuð eru í hvert skipti.