Foreldrablaðið - 15.12.1937, Page 27

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Page 27
FORELDRABLAÐIÐ 23 Steinþór Guðmundssou: Að ganga menntaveginn. Á vori hverju er háð inntökupróf í Hinum almenna menntaskóla í Rvík. Oft og einatt eru það nærfellt 100 ung- menni, sem prófið þreyta, langflest skólabörn úr Reykjavík. Um leið og börnin Ijúka burtfararprófi sínu við barnaskólana, gerir fast að því V5 hluti þeirra tilraun til að opna sér leið að framhaldsnámi í menntaskólanum, eða í gagnfræðaskóla þeim, er síðar skilar nemendum sínum útbúnum til inngöngu í efri deildir menntaskólans. I hvert sinn, er prófsúrslit eru kunn- gerð, kemur það í ljós, að allmikili hluti, venjulega ekki minna en % hluti allra, sem undir prófið ganga, falla í gegn. Samt sem áður verða það árlega 70—80 ungmenni, sem stand- ast inntökupróf í Menntaskólann. En ekki er nú allur vandinn leyst- ur hjá þeim börnum,sem hlotið hafa þá stigatölu, sem til þess þarf að stand- ast prófið. Þó Menntaskólinn haldi prófið og kveða upp dómana, þá tekur Skemmtanirnar verða sem hér segir í skóla- húsinu við Baugsveg 7: Sunnudaginn 19. des. kl. 4—7,30 (16— 19,30) : Öll börn í 7 ára bekkjum. Mánudaginn 20. des. kl. 3—7 (15—19) : Börn úr 8.—9 A, 8.—9. B, 8.—9. C, 10 ára B og 10 ára C. Mánudaginn 20. des. kl. 8—11% (20— 23%): Börn úr 10 ára A, 11 ára bekk, 12 ára bekk og 13 ára bekk. Öll börnin verða boðuð með kortum, sem gildir sem aðgöngumiði. hann aðeins á móti 25 nemöndum á ári. 1 þann hóp eru þau börn valin, sem hæsta einkunn hljóta við prófið. Engin önnur sjónarmið komast þar að. Nú má að vísu segja sem svo, að þau börnin, sem ekki komast í Mennta- skólann, séu ekki á flæðiskeri stödd, ef þau bara standast prófið. Því til er í borginni menntastofnun, sem stend- ur þeim opin, en það er Gagnfræða- skóli Reykvíkinga. Um þann skóla er ekki nema gott eitt að segja. Ég hefi enga ástæðu til að gera upp á milli kennslunnar þar og í Menntaskólan- um, og nemendurnir njóta sömu rétt- inda að námslokum. En eitt atriði er þó, sem skapar ærinn aðstöðumun, og það er skólagjaldið. Gagnfræðaskól- inn er einkastofnun, og verður því ó- hjákvæmilega að taka.skólagjald, 150 krónur á ári, en Menntaskólinn er ríkisskóli, og lætur kennsluna í té end- urgjaldslaust. — Þetta er nægileg á- stæða til þess að kapphlaupið um hæstu einkunnirnar við inntökuprófið verður æðisgengnara en dæmi eru til við próf á þessu aldursskeiði. Árlega verða fátæku börnin, fleiri eða færri, að neita sér um framhaldsnámið, fyr- ir þá sök eina, að prófseinkunn þeirra fleytti þeim ekki upp í úrvalshópinn, sem Menntaskóiinn tekur að sér, og veitir ókeypis kennslu. Við þessu væri nú ekki svo ýkja mikið að segja, ef það væri öruggt, að útvalning hinnar háu menntastofn- unar segði alveg ótvírætt til um það, hverjir úr unglingnahópnum væru lík- legastir til árangurs við vísindalega námsiðkun. Hór er verið að velja lið til æðstu mennta með þjóð vorri. — Hvorki örbirgð eða auður á að lyfta ungmennunum upp í þessar raðir.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.