Foreldrablaðið - 15.12.1937, Síða 29

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Síða 29
FORELDRABLAÐIÐ 25 aukakennslu, því meiri von er um við- unandi prófsúrslit. Og það mega vera lélegar námsgáfur, sem góðum kenn- ara ekki tekst fyrr eða seinna að troða í gegnum völundarhús inntökuprófs- ins, ef nóg fé er fyrir hendi, til að greiða kennslugjaldið. Með því móti verður fátæka gáfubarnið eftirbátur annarra í prófseinkunn, og kemst ekki að þeim framhaldsskólanum, sem efnahagur þess leyfir því að sækja. Þetta ástand batnar ekki við það, að einn af kennurum Menntaskólans hef- ir sett á stofn einkaskóla, til undir- búnings undir prófið. Að vísu efast ég ekki um það, að fyrir hans aðgerðír hafi ýmsum tekizt að ná prófi og hljóta góða einkunn, sem annars hefði veitzt það torveldara. Ekki vil ég held- ur væna hann um það, sem þó leikur nokkur orðrómur á í borginni, að nem- endur hans eigi greiðari aðgang að góðum einkunnum en efni standa til. Slíkar getsakir eiga venjulega við engin rök að styðjast. —• Nei, ég vil ganga út frá því sem sjálfsögðu, að sá orðstír, sem undirbúningsskólinn hef- ir áunnið sér, stafi af því einu, að eftir námið í þeim skóla viti börnin í raun og veru meira en önnur börn af því, sem vita þarf, til þess að hljóta góða einkunn. Ég hefi orðið þess var, að sumt fólk lítur svo á, að þessi glæsilegi árangur undirbúningsskólans beri vott um lé- lega kennslu í barnaskólunum. Hér er um misskilning að ræða, sem nauð- synlegt er að leiðrétta. Barnaskólarn- ir voru áður fyrr nokkurskonar vasa- útgáfa af lærðu skólunum. Kennslu- aðferðirnar voru hinar sömu, og mat- ið á nemöndum hið sama. Kunnáttan, ein var talin nokkurs virði, Þetta ey Það er einróma álit Þeirra, er reynt hafa, að beztog hagkvæm- ast sé að kaupa Skólavörur hjá Ritfangadeild Verzlunin Björn Kristjánsson

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.