Foreldrablaðið - 15.12.1937, Qupperneq 31
FORELDRABLAÐIÐ 21
honum úttroðna fróðleiksbelgi, finnur
hann ekki nauðsyn þess, að velja úr
fræðimannsefni framtíðarinnar eftir
öðrum mælikvarða.
Mér blandast ekki hugur um það,
að til þess að fyrirbyggja efnalegt
misrétti, er nauðsynlegt að barnaskól-
arnir annist að fullu undirbúning
nemenda undir Menntaskólann. Efna-
minni borgarar bæjarins eiga blátt á-
fram heimtingu á því, að börn þeirra
þurfi ekki að neita sér um að ganga
menntaveginn, ef gáfnafar þeirra og
andlegt atgerfi stefnir til þess. Að
skólarnir heldur draga sig í hlé með
að veita úrvalsbörnunum þann undir-
búning, sem prófið nú útheimtir, stafar
að mínu áliti einkum af tveimur ástæð-
um. Fyrst og fremst því, að misskilinn
metnaður foreldra hefir valdið ofmik-
illi aðsókn að undirbúingsdeildunum,
og í öðru lagi hefir keyptur fræði-
ítroðningur utan skólanna orðið skól-
unum óviðráðanlegur keppinautur.
í undirbúningsdeildum barnaskól-
anna vill það oft við brenna, að lélegri
nemendur dragi úr árangri hinna dug-
legri í sama bekk. Skólinn getur ekki
algerlega afneitað eðli sínu, að verða
öllum að liði. Að vísu gætu skólarnir
valið eintóm úrvalsbörn í undirbún-
ingsdeildirnar. Margra ára þekking á
nemendunum ætti að gera það kleift.
En því hefir ekki verið beitt, og má
líklega telja það illa farið, eins og
komið er. Nú er sá orðrómur á lagst-
ur, að ekkert barn sé öruggt um að
standast inntökupróf í Menntaskólann,
nema sækja fyrst undirbúningsskóla
Menntaskólakennarans, sem starfar
frá áramótum til inntökuprófs, gegn
30 króna skólagjaldi á mánuði. Eng-
inn vafi er á því, að skólagjald þetta
Kaupið jólabækurnar hjá
Heimskringli!,
Laugaveg 38.
Engin drengjabók hefir orðið eins
vinsæl og HRÓI HÖTTUR
Biðjið pabba og mömmu að gefa
ykkur hana í jólagjöf. Verð kr.
3,00 og kr. 4,00.
Nú eru
TÍU LITLIR NEGRASTRÁKAR,
sem allir litlir krakkar óska sér,
komnir í nýrri útgá fu. Myndirnar
eru eftir snillinginn Guðmund
Thorsteinsson. Verð kr. 2,50.
MARGT BÝR í FJÖLLUNUM
er nýtt æfintýri handa börnum,
eftir Ármann Kr. Einarssen, kenn-
ara. Verð kr. 1.00.
Allir, sem eru í bókmennta-
félaginu Mál og menning,
fá 15% afslátt af bókum
Heimskringlu.
Gleymið ekki að verzla við
Heimskringlu,
Laugaveg 38.