Foreldrablaðið - 15.12.1937, Side 42
38
FORELDRABLAÐIÐ
mega aðeins ekki eyða tíma og
starfsgetu barnanna, frá þeirra aðal
starfi, náminu í barnaskólunum.
Skólinn hlýtur að eiga fyrstur
rétt til starfsorku barnanna.
Tólf og þrettán ára börn munu að
meðaltali vera við nám í skólanum
rúmar 6 stundir á dag og þegar þar
við bætist sá tími, sem þeim er nauð-
synlegur til undirbúnings heima, er
starfsorku þeirra áreiðanlega nóg
boðið, sé allt starfið vel af hendi
leyst.
Það verður því, vægast sagt, að
teljast ósanngirni að leggja á börn-
in mikið meiri störf, og getur beinlínis
orðið til þess að eyðileggja allan á-
rangur af dvöl þeirra í skólanum, og
vekja hjá þeim leiða og vanmat á
þeirra eigin hæfileikum og getu.
Ég er sannfærður um, að óstund-
vísi og skróp eiga að nokkru rætur
sínar að rekja til þreytu og er því, í
sumum tilfellum, ekki réttmætt að
taka jafn hart á þessum leiða vana
og annars væri sjálfsagd.
■Þetta er að sjálfsögðu atriði, sem
foreldrum og kennurum ber skylda
til að hafa gætur á og kippa í lag.
Ég veit, að foreldrar skilja þetta
vel, og ég vænti að þessi vandkvæði
verði leyst með gagnkvæmum skiln-
ingi og tiltrú beggja þeirra aðila, sem
hér eiga hlut að máli, foreldra og
kennara.
SCÐUR HEIÐAR
eftir Gunnar M. Magnúss,
hefir fengið einróma lof sem ein-
hver bezt ritaða æskulýðssaga á
íslenzku. — Kærkomin jólagjöf.
Dósentsmálið.
Hið svonefnda „dósentsmál" er fyr-
irferðarmesta og heitasta umræðuefni
hér í borg þessa daga. Er það skýrt
dæmi þess, hve hrapalega fjöldanum
skjöplast stundum um mat mála, er
svo gjörsamlega þýðingarlaust smá-
mál gerist svo umfangsmikið.
I guðfræðideild háskóla vors er
mælt, að sjö stúdentar sæki kennslu
að staðaldri. Til þess að kenna þessum
fáu mönnum eru tveir prófessorar og
nýskipaður dósent. Eigi er um það
deilt, sem líklegt væri.þó, hvort eigi
væri rétt að halda dósentsembættinu
auðu, meðan eigi er fleirum að kenna.
Um hitt er rifizt, hvort réttur maður
sé skipaður í embættið, og sýnist mjög
sitt hverjum. Eru þó báðir þeir menn,
sem um er deilt, viðurkenndir gáfu-
menn, báðir prestvígðir og hafa sömu
lærdómsstimpla báðir, burtfararpróf
frá þeim skóla, sem þeir eiga að kenna
við, og verður víst ekki mikið minna
krafizt. En deilan um verðleika þess-
ara ágætu manna virðist ætla að leiða
til þess, að fjórir kennarar verði yfir
þessum fáu stúdentasálum í guðfræði-
deildinni.
Foreldrablaðið er auðvitað hlut-
laust um þessa dósentsdeilu, og leggur
engan dóm á það, ,,hvor betri sé,
Brúnn eða Rauður“. En meðan það er
heimtað að lögum, að 50 nemendur
komi til jafnaðar á hvern kennara
barnaskólanna, finnst því lítil sann-
girni mæla með því, að bæta fjórða
kennara við sjö stöðuga nemendur í
guðfræðideildinni. Og engan má á því
furða, þó að oss kennurum þyki meira
en hart, ef Alþingi stofnar slík ger-
óþörf fræðarastörf, en hundsar um