Foreldrablaðið - 15.12.1937, Page 43
FÖRELDRABLAÐÍÐ
Öð
Aðalsteinn Sigmundsson:
»Skrópar«.
Það mun kunnugt vera öllum les-
öndum þessa blaðs, að hér á landi og
í öllum menningarlöndum eru öll
börn skólaskyld, þ. e. lög og reglu-
gerðir skylda þau til að sækja skóla
sinn á vissu aldursskeiði, allar stundir
þeirrar kennsludeildar, sem þau eru
í, nema gild forföll (veikindi) banni,
eða leyfi til fjarvistar komi til. Þetta
er til þess gert, að tryggja þjóðfélag-
inu, svo sem verða má, að allir þegnar
þess hljóti þá þekkingu og þann
þroska, sem þjóðfélagið þykist geta
komizt af með, að þeir hafi minnst.
Það er líka alkunnugt, að víða í
skólum, og eigi sízt hér í Austurbæj-
arskólanum', er mjög mikið til þess
gert, að börnunum geti liðið sem allra
bezt í skólanum, — að starfið þar geti
verið sem ánægjulegast, og að börnin
finni, að þau hafi þangað eitthvað að
sækja. Margir kennarar leggja á sig
ærna aukavinnu, og jafnvei kostnað af
rýrum tekjum, til þess að gera skóla-
starfið svo aðlaðandi og ávaxtaríkt,
sem kostur er á.
Ég held að engum, sem um hugsar,
geti þótt undarlegt, þó að kennurum
með slíkri aðstöðu þyki leiðinlegt, og
jafnvel töluvert hart, að þurfa að
eyða tíma sínum og athygli í að stríða
leið allar óskir um eftirlit með barna-
fræðslu í landinu, jafn hrópandi þörf
og á því er þó. Eða væri ekki nær að
bæta við háskólann kennara í upp-
eldisfræði, en fjórða kennara í guð-
fræði?
við það, sem í skólunum er nefnt
„skrópar“ .
Það nefnast „skrópar“, ef nemandi
mætir ekki í kennslustund, er honum
ber að sækja, án þess að hafa gild
forföll eða leyfi til fjarvistar. Slík til-
felli eru ekki sjaldgæf í skólum bæj-
arins. En einkum tíðkast þau í kennslu-
stundum, sem slitnar eru frá aðal-
námstíma barnanna, svo sem oft er
um kennslustundir í íþróttum, handa-
vinnu, söng o. fl. Stundum ber líka við,
að börn vantar heila kennsludaga, án
íorfalla.
Það liggur í augum uppi, að „skróp-
ar“ eru stórum skaðlegir fyrir þau
börn, sem gera sig sek um þá. Þau
missa við þá nokkuð af því námi, sem
þeim ber að fá. Og við að smeygja sér
hjá að sækja kennslustundir, sem þeim
ber skylda til að vera í, venjast þau á
Allir unglingar þekkja
Aðalstein Sigmundsson.
Enginn efast um að
bókin hans:
Jerln tíííMím“
er bezta jólagjöfin
handa unglingum
á öllum aldri.
Fœst i öllum
bókaverzlunum.