Foreldrablaðið - 01.01.1969, Qupperneq 7
einn, stundum með öðrum. Og á ein-
verustundum í grænum grashvammi
uppi í fjalli eða úti við hafið blátt og
breitt komu ljóðin, sem við höfðum
lært, — ættjarðarkvæðin, — upp í
hugann og gáfu fagurri sýn eða ljúf-
um áhrifum aukið gildi. Á slíkum
stundum var auðvelt að finna, að
þetta var okkar land. Hendingar eins
og þessar: Landið er fagurt og frítt,
Ég elska yður, þér Islandsfjöll og
ísland, þig elskum vér, fengu líf, —
urðu veruleiki.
Slík áhrif íslenzkrar náttúru á mót-
un barna og ungmenna eru áreiðan-
lega meiri og mikilvægari en menn
almennt gera sér grein fyrir.
Hvað er ættjarðarást ? Ekki ætla
ég mér þá dul að svara því, svo að
viðhlítandi megi kalla. Öll ást er á
tilfinningasviðinu, og er erfitt að
skilgreina hana. Það mætti hugsa sér,
að hægt væri að taka myndir af ætt-
jarðarást. manna. Þá kæmi eflaust í
ljós, að engar tvær myndir yrðu eins.
Þær kynnu að sýnast sviplíkar, en
blæbrigði margvísleg. Því má einnig
gera ráð fyrir, að áhrif hennar á ein-
staklingana séu með ýmsu móti.
Er ættjarðarást æskileg? Það fer
fyrst og fremst eftir því, hver áhrif
hún hefur á hvern og einn. Leiði hún
til rembings og hroka, jafnvel haturs
á öðrum þjóðum, er hún viðsjárverð,
að ekki sé kveðið sterklegar að orði.
Hins vegar getur jafnvel slík afvega-
leidd ættjarðarást knúð til fram-
kvæmda og afreka á einhverjum svið-
um. En hin eðlilega og frjóa ættjarð-
artilfinning, sem áunnin er í bernsku
°g æsku við það að kynnast landi
sínu, fegurð þess og fjölbreytni, auð-
legð þess — og fátækt, er af hinu
góða. Hún er af sama toga og fjöl-
skylduást og átthagatryggð. Slík ætt-
jarðarást gefur lífi okkar gildi, auðg-
ar það, veitir ákveðna festu og bind-
ur okkur böndum, sem naumast verða
slitin sársaukalaust, en þau bönd eru
þó engan veginn óbærilegur f jötur, og
er þeim með vissum hætti gott að
una.
Er ættjarðarást hagnýt? Sennilega
munu margir svara neitandi, en ég
segi já. Hvernig er hægt að rökstyðja
það? Sönn ættjarðarást hlýtur að
vera öllum hvatning til þess að vera
dugandi synir og dætur þjóðar sinn-
ar. Slíkt fólk er líklegt til þess að
taka jákvæða afstöðu til alls þess,
sem það telur horfa til heilla landi
og þjóð. Auðvitað verða skoðanir
skiptar, en þó minna en vera mundi,
þar sem um engar slíkar tilfinningar
væri að ræða, en hagsmunasjónarmið
einstaklingsins væru einráð. Því fleiri
sem hafa vakandi tilfinningu fyrir
sæmd þjóðar sinnar, heill hennar og
velgengni, því meiri félagslegur
styrkur. Hér gildir sama lögmál og
í minni félagsskap.
Þegar fyrstu kaupfélögin voru að
rísa á legg, áttu þau örðugt upp-
dráttar. Gömlu kaupmannaverzlan-
irnar litu þau óhýru auga og reyndu
með mcrgu móti að hindra framgang
þeirra. Bændur voru stofnendur þess-
ara félaga. Hvernig brugðust þeir
við? Þeir unnu sínu félagi og höfðu
trú á framtíð þess, og því stóðu þeir
fast saman um hag þess og gengi.
Fæstir þeirra létu gylliboð kaup-
mannanna eða hótanir hafa áhrif á
FORELDRABLAÐIÐ 5