Foreldrablaðið - 01.01.1969, Síða 11
fram hjá þeim börnum, sem eru í
söngkór skólans.
— Ef breytingar er þörf, hverrar
þá helzt? Er t. d. ráö að fjölga söng-
tímum, eöa þarf að breyta kennslu-
háttum aö ööru leyti?
— Það þarf að fjölga söngtímum
um helming frá því, sem nú er. Það
er mjög örðugt að byggja upp kerfis-
bundna kennslu með einni kennslu-
stund á viku. Sérstaklega er óheppi-
legt, að svo langt iíði á milli æfinga.
— Ef tímum yrði fjölgaö, ber þá
aö leggja aukna áherzlu á aö þekkja
gildi nótna og annarra söngtákna eöa
hitt, að börnin syngi meira?
— Hvort tveggja. Með kennslu í
nótnalestri erum við að gera börnin
hæf að tileinka sér lög af bókum.
Með auknum tíma til söngkennslu
ættu nemendur að ná betri tökum á
námsefninu og fá meiri söngiðkun
en nú er hægt að veita þeim með
þessari einu kennslustund á viku.
— Hvaö viltu segja um bekkjar-
söng? Er það œskilegt, aö almennir
kennarar láti börnin syngja daglega?
— Það er mjög þýðingarmikið, en
ég held, að bekkjarsöngur sé ekki
nægilega iðkaður í skólum okkar.
Flestir kennarar munu þó láta yngstu
börnin syngja eitthvað en hætta því
oft alveg, þegar börnin eldast. Það
er mikilvægt, að börn. sem eru sam-
an í bekk, fái að syngja saman á öll-
um aldursstigum barnaskólans. En
þetta krefst þess, að kennarinn geti
sungið með bekknum sínum, á sama
hátt og hann vinnur með þeim að
öðru námsefni.
— Er sameigintegur morgunsöng-
u'r í skóla æskilegur?
Fiðlan er dásamlegt hljóðíœri.
— Ja, ég hef nú alltaf átt erfitt
með að syngja snemma morguns, og
svo mun vera um flesta, þess vegna
tel ég betra að velja aðra tíma dags-
ins til samsöngs. Slíkur söngur er
vissulega mikils virði, ef tryggt er,
að allir fylgist með. Því miður eru
aðeins sumar gerðir skólahúsa hent-
ugar til þessara nota.
— Hvað segir þú um tónlistar-
kennslu í barnaskólum?
— Auk skyldunáms í söng hafa
flestir skólar kóra og nokkrir hljóm-
sveitir og þá kennslu í hljoðfæraleik
í sambandi við þær. Þessa starfsemi
þarf að auka mikið frá því sem nú er.
__ Er heppilegt aö hálda söngn-
um sem sérstakri námsgrein, eöa œtti
kannski aö nota hann meir en gert
er til aö lífga upp annaö nám og
styrkja félagsvitund nemenda?
— Hvort tveggja ber að gera.
Vafalaust væri það heppilegt, að
FORELDRABLAÐIÐ 9