Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 12
Söngleikur í Breiðagerðisskóla.
hver kennari gæti kennt sínum bekk
söng og þau undirstöðuatriði hans,
sem kenna þarf í barnaskólum. Von-
andi verður það svo í framtíðinni, að
allir kennarar verði færir um að ann-
ast söngkennslu, a. m. k. yngri barn-
anna, kenna sönglög og iðka söng
hver í sínum bekk, en skólasöngur
og tónlistarkennsla hlýtur samt allt-
af að verða sérstök námsgrein, sem
á að fá nægilegt rúm á stundaskrá.
— Þá langar mig til að vekja máls
á einu. Við höfum stundum, almenn-
ir kennarar, rætt það okkar i milli, að
síðan farið var að gera meiri kröf-
ur um vissa þœtti söngkennslunnar,
nótnalestur, raddþjálfun o. fl., hafi
margir úr okkar hópi alveg hœtt að
láta nemendur sína syngja af ótta
við það, að með því væru þeir að
rífa niður fyrir söngkennaranum.
Hvað er hœft i þessu?
— Þetta er misskilningur. Notkun
söngs sem félagsiegs gleðigjafa og
til hvíldar má alls ekki leggjast nið-
ur, enda þótt fagkennarinn reyni að
byggja söngkennsiuna þannig upp,
að börnin fái nauðsynlega grundvall-
arþekkingu, sem þau geta síðar
stuðst við. Varðandi raddþjálfun má
segja, að fagur framburður og beit-
ing raddarinnar í tali er náskylt
raddbeitingu í söng. Þar er aðeins
um stigsmun að ræða, og þarf að
auka kennslu í þessum greinum frá
því, sem nú er.
— Ég hef ástœðu til að halda, að
meira sé um bekkjarsöng i dönsk-
10 FORELDRABLAÐIÐ