Foreldrablaðið - 01.01.1969, Síða 13
um og norskum barnaskólum, eink-
um norskum, auk þess sem flestir
norskir barnaskólar hafa lúðra-
sveit. Standa þeir okkur ekki miklu
framar ?
— Norsk lúðramenning er fræg
orðin, enda eru um 800 lúðrasveitir
og þar að auki um 350 strengjasveit-
ir í norskum skólum. Uppbygging
hljómsveita hefur verið mjög hröð
þar og er talin mikilvægur þáttur
í norsku menningarlífi. Norskum
bekkjarsöng er ég ekki kunnugur. En
við vitum, að íslenzkir námsmenn
hafa komizt gegnum öll skólastigin
án þess að fá nokkra nasasjón af
tónlist, og er það hvorki glæsilegt
né gott. Og það er mjög sorglegt, að
sú kynslóð kennara, sem nú er fjöl-
mennust í skólunum, hefur að mestu
leyti sloppið gegnum sitt nám án
þess að læra söng og fá þjálfun í
honum eða öðrum greinum tónlistar.
Þar er áreiðanlega að miklu leyti
skýringin á því, að lítið er um bekkj-
arsöng í barnaskólum okkar.
— Já, er þá ekki einhvers vant i
þeim skóla, sem býr kennara undir
starf, Kennaraskókmum?
— Þar er nú góðu heilli orðin
breyting á, og geri ég mér miklar
vonir um, að þetta standi allt til bóta.
Ég treysti því, að yngstu kennararn-
ir muni nota sönginn til að hressa
upp á starfið í íslenzkum barnaskól-
um til gagns og gleði fyrir börnin.
Það hefur verið sagt, að syngjandi
skóli sé góður skóli. Með sama rétti
gætum við sagt: Syngjandi æska er
góð æska. Allt, sem haft getur góð
ahrif á æskulýðinn, er sannarlega
þess vert, að því sé gaumur gefinn.
Að gefnu
tilefni
1 1. tbl. Morgunblaðsins á þessu
ári er sagt frá barni, sem kom í heim-
inn 5 mínútum fyrir klukkan 12 á
gamlárskvöld. 1 frásögninni kemur
fram sú skoðun, að það sá ávinning-
ur fyrir barnið að hafa fæðzt fyrir
áramótin, m. a. vegna þess, að þar
með græði það „heilt ár hvað skóla-
göngu varðar.“ Þessi fullyrðing er
vissulega verð umhugsunar. Hvernig
er unnt að slá því föstu, að það sé
ávinningur fyrir þetta barn að hafa
fæðst 5 mín. fyrir áramótin og hefja
því skólagöngu sína 6 ára gamalt í
stað þess að hafa komið í heiminn
nokkrum mín. síðar og teljast þar
með til árgangsins 1969?
Sálarfræðin fullyrðir, að andlegur
þroski barna fylgi ekki aldri nákvæm-
lega. Og hitt munu allir viðurkenna,
að hæfilegur þroski sé grundvallar-
skilyrði þess, að barni farnist vel í
skóla. Kennarar þekkja roörg dæmi
þess, að börn koma of snemma í
skóla, þ. e. a. s. áður en þau hafa
þroska til þess að tileinka sér það
nám, sem þar er um að ræða. Hins
verða þeir einnig alloft varir, að
vel mættu sum börn hefja skólanám
fyrr en skyldan krefur.
Það væri sjálfsagt ágætt, ef lífið
FORELDRABLAÐIÐ 11