Foreldrablaðið - 01.01.1969, Síða 15
foreldrablaði að mótmæla þessu. Það
er nokkuð hæpið að skipta kennur-
um í gæðaflokka, enda þótt þeir séu
auðvitað ekki allir eins. Vafalaust
eru sumir þeirra lagnari við að
kenna lestur en aðrir og getur margt
valdið, en þá geta þeir síðarnefndu
ef til vill tekið hinum fram sem
reikningskennarar eða við skrift,
sögukennslu eða í einhverju öðru.
Fáum er allt jafnt til lista lagt, en
oft verður líka hverjum það að list,
sem hann leikur.
Það kann að vera æskilegt, að viss-
ir kennarar væru sérhæfðir í því að
kenna byrjendum lestur eða jafnvel
í byrjendakennslu yfirleitt. Líklegt
er, að stefnt verði í þá átt. Það er í
samræmi við tíðarandann, sem legg-
ur áherzlu á sérfræði og sérhæfingar.
Ekki mundi þó allur vandi verða
leystur með því, vegna þess að hann
liggur einkum í misþroska barnanna.
En hvað er þar til ráða?
Til er nokkuð, sem kallast skóla-
þroskapróf. Ekki kunna allir kenn-
arar skil á því, en í hverjum skóla
munu þó vera tveir eða fleiri kennar-
ar, sem kunna með þessi próf að
fara. En þeim er ekki beitt til þess að
skera úr um það, hvernig flokka skuli
börn saman í deildir. Mönnum er
ljóst, að þessi próf eru ekki svo full-
komin, að þau gefi örugga vissu um
þroskastig barnsins undir öllum
kringumstæðum. En sé þeim beitt
fremur sem hjálpartæki — eins kon-
ar viðbót við venjulega athugun —
heldur en að þau, eða niðurstöður
þeirra, séu skoðaðar sem óhaggan-
legur hæstiréttur, hygg ég, að þau
komi að haldi og geti orðið til góðs.
Ég hef ekki rætt þetta við sálfræð-
inga. Má vel vera, að hjá þeim kæmi
eitthvað það fram, sem breytti niður-
stöðum hugleiðinga minna um þessi
efni, en sem stendur vakir fyrir mér
það, sem nú skal fram sett:
Margt bendir til þess, að brátt komi
að því, að 6 ára börn verði tekin inn
í skólana, a. m. k. hér í Reykjavík.
Sennilega verður þar þó ekki um
skólaskyldu að ræða í byrjun. Er þá
hægt að gera ráð fyrir, að langsam-
lega flest börnin komi þangað alveg
ólæs. Þá ber að nota fyrstu vikurnar
til þess að athuga þau svo vel sem
kostur er, í því skyni að reyna að
gera sér grein fyrir þroskastigi
þeirra. Vel mætti hugsa sér, að við-
töl við foreldra væru einn þáttur í
þessari athugun. Að endingu yrðu
svo börnin þroskaprófuð af þar til
færum mönnum. Að þessu loknu yrði
tekin ákvörðun um það, hvaða börn
skyldu þegar á fyrsta ári hefja lestr-
arnám. Hin, sem ekki væru talin hafa
nægan þroska til þess, héldu að vísu
áfram í skólanum, en ekki til þess
að læra lestur að svo stöddu. Margt
annað mætti kenna þeim, sem koma
mundi að góðu gagni sem undirbún-
ingur væntanlegs bóknáms. Vil ég
þar einkum tilnefna talæfingar, teikn-
ingu, föndur, söng og ýmiss konar
leiki. Mun slíkt miklu vænlegra til
þess að létta þessum börnum lestrar-
námið, þegar til þess kemur, heldur
en að pína þau við að þekkja stafi
og setja saman orð.
Þegar að því kemur, að börn verða
tekin í skóla við 6 ára aldur, mun hin
svokallaða tímakennsla hverfa, enda
hennar þá engin þörf. En hins vegar
FORELDRABLAÐIÐ 13