Foreldrablaðið - 01.01.1969, Side 16

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Side 16
er þörf á aö gera börnin talandi. Þar skortir allmikið á nú, og viiðist mörg- um halla undan fæti á síðustu árum. En þá er komið að öðru efni ekki síður mikilvægu, þ. e. þverrandi mál- Jsíand, þig elskum vér“ Framh. af bls. 6 þar undir bagga, en einfær er hann ekki um það og allra sízt nú, þegar hann er sjálfur í eins konar deiglu. Og þótt unnt reyndist að fá flesta eða alla kennara til jákvæðra starfa fyrir þjóðernismálin, nægir það auð- vitað ekki. Fleiri þarf að kveðja til. Kemur mér þá fyrst í hug útvarpið (sjónvarp og hljóðvarp). Þar er sterkt afl og ber að nýta það til allra góðra hluta. Þá gætu blöðin vissulega liðsinnt, svo að um munaði. Væri þeim það sæmd að hefja sig yfir flokka- þjarkið, sem oft er furðu smásmugu- legt, upp í heiðríkju þjóðlegra til- finninga og ættjarðarástar. Ef öll eða flest íslenzk heimili væru traust, þar ríkti þjóðlegur andi og öfgalausar, sannar tilfinningar fyrir landi og þjóð, þyrftum við ekki að bera ugg í brjósti. En því miður er það ekki svo. Þar er margur hlekkur brostinn. Og hætt er við að þeim fjölgi, ef ekki verður þroska og þeirri hættu, sem þar leyn- ist fyrir tungu vora og þjóðerni. En það verður ekki gert að umtalsefni hér. E. St. tekið í taumana og ferðinni snúið til annarrar áttar. En hvernig má það takazt ? Á uppeldismálaþingi S.f.B. 1967 voru þjóðræknismái á dagskrá. Urðu um þau miklar umræður og ánægju- legar. Nefnd, sem þar var kosin, hef- ur rætt við yfirstjórn menntamála um þessi efni. Leiddi það til þess, að önnur nefnd var skipuð, er vinna skyldi að nánari athugun þessa máls og söfnun gagna þar um. Sú nefnd starfar nú, og er ofsnemmt að segja fleira þar um á því stigi, sem málið er nú. Vonandi er þarna vísir að beri. Ég hef nefnt þrjá aðila sem lík- legasta til að fá einhverju áorkað um það að vekja að nýju ást á land- inu í brjóstum sona þess og dætra. Ef eitthvað ætti að gera, ég vil raun- ar heldur segja, þegar farið verður að gera eitthvað í þessu máli, þurfa allir þessir aðilar að sækja fram sam- tímis, hver á sinni vígstöð. Það eiga að vera. samræmdar aðgerðir og sam- stilltar. Þá er von um árangur. 14 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.