Foreldrablaðið - 01.01.1969, Side 24

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Side 24
Komdu sæl, sögðu börnin. Svo hlupu þau inn á róluvöllinn. Hér er gaman að vera, sagði Lóa. Já, sagði Óli, hér er róla, bátur og sandkassi, vegasalt og ruggu-róla. Hér er langmest gaman. Hér skulum við alltaf vera, og hér megum við líka vera. Hér eru engar hættur. Getur þú svarað þessu? Máttu börnin fara burt frá húsinu? Hvar er bezt að leika sér? Hvaða leiktæki eru á róluvellinum, sem þú leikur þér á? Eldpúkinn „Ég verð ekki nema andartak," sagði mamma við litlu dóttur sína, „Ég þarf að færa dómarafrúnni þvott- inn sinn. Ef litli bróðir fer að gráta, skaltu vagga honum. Þegar ég kem aftur, skal ég gefa þér epli, Rósa mín.“ Rósa litla kinkaði kolli, og svipur hennar lýsti því, að hún skildi, hver ábyrgð henni var falin. Hún byrjaði að rugga vöggunni og mælti til móð- ur sinnar: „Ég skal áreiðanlega gæta hans vel, mamma mín.“ Mamma leit allt í kring um sig, áður en hún lagði af stað með þvott- inn. Hún var varkár og vildi helzt aldrei skilja börnin sín ein eftir inni, en hún varð að gera skyldu sína og skila þvottinum, annars fengi hún ekki kaupið sitt. „Jú, ég get verið róleg,“ sagði hún við sjálfa sig, „hér er ekkert að ótt- ast. Gluggarnir eru lokaðir og eldhús- dyrnar sömuleiðis, og hvergi er hníf- ur eða nokkuð annað, sem börnin geta meitt sig á.“ Hún horfir ástúð- lega á drenginn sinn litla og kinkar kolli vingjarnlega til Rósu. „Ég kem eftir eitt andartak,“ segir hún um leið og hún lokar dyrunum á eftir sér. Rósa á ekki í neinum erfiðleikum með litla bróður sinn. Mamma er ný- búin að baða hann, og nú er hann steinsofnaður. En öðru máli er að gegna með Lísu, brúðuna hennar. Hún liggur í vagninum sínum með galopin augu, og þegar Rósa tekur hana upp, grætur hún og segir ,,mamma“. „Gráttu ekki svona hátt,“ segir 22 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.