Foreldrablaðið - 01.01.1969, Qupperneq 25

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Qupperneq 25
Rósa, „þú vekur hann litla bróður minn.“ Og hún hugsar: „Ég verð lík- lega að gefa henni í pelann sinn.“ Rósa hefur oft séð, hvernig mamma hennar velgir mjólkina í pelann hans litla bróður. Hún veit, að sprittlamp- inn er geymdur í ofnkróknum. Þang- að fer hún, stígur upp á stól og opnar skápinn. Jú, þarna var hann og hjá honum var eldspýtnastokkur. Mamma hefur oft sagt Rósu, að í hverri eld- spýtu búi dálítill eldpúki, en nú man hún ekkert eftir þessu, og þó að mamma hafi stranglega bannað henni að taka eldspýturnar, reynir hún að kveikja. Það er meinlaus púki, sem býr í þessari eldspýtu. Rósa heyrir dálítið hviss. Það er litli púkinn, sem segir: „Þú ættir ekki að leika þér að mér.“ En Rósa skilur ekki, hvað hann er að segja og sér hann ekki. Hún reynir að kveikja á annarri eld- spýtu, en púkinn, sem þar býr, vill ekki gera henni mein. Það kviknar ekki á eldspýtunni. En í þriðju spýt- unni býr vondur púki og hann verð- ur reiður, þegar hann er vakinn. „Bíddu bara, óhlýðna barn,“ hvæsti hann og sveiflaði bláum loga út í loft- ið. „Hjálpið mér til þess að hegna þessari óhlýðnu steipu,“ kallaði hann til allra púkanna, sem bjuggu í stokknum. Um leið komst loginn í stokkinn, og það kviknaði á öllum eldspýtunum, sem þar voru. Rósu varð bilt við, og hún kastaði stokkn- um langt frá sér. Ó, hann lenti ein- mitt í brúðuvagninum. Þar var nóg eldsneyti, og loginn stækkaði óð- fluga. Rósa horfði með skelfingu á Hvað hefur þú gert, Rósa litla? (Erla Vilhjólmsdóttir, 10 ára, teiknaði myndina). FORELDRABLAÐIÐ 23

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.