Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 28
Það skiptir
miklu máli
Stefán Ólafur Jónsson hefur um
nokkur ár unnið að því að skipu-
leggja starfsfræðslu í skólum og leið-
beina um náms- og stöðuval. Hann
fór til Norðurlandanna í orlofi sínu
1963—’64 til þess að kynna sér slíka
starfsemi þar. Heimkominn var hann
ráðinn námsstjóri ríkisins í þessum
greinum. Nú hefur starfsheiti hans
að vísu verið breytt og nefnist hann
nú fulltrúi í fræðslumálaskrifstof-
unni, en störfin eru þau sömu og
áður.
Stefán er án efa fróðastur manna
um þessi þýðingarmiklu mál, og því
æskti Foreldrablaðið þess, að hann
gæfi svör við nokkrum spurningum.
Og hér birtist viðtalið:
— Er þetta starf mikilsvert?
— Já, vissulega. Það verður æ
meiri þörf fyrir upplýsingar og leið-
beiningar um þessi efni, eftir því sem
þjóðfélagið verður samsettara og
flóknara, kröfur um sérhæfingu
meiri, og um fleira að velja á at-
vinnusviðinu. Almenningur sér ekki
ætíð alla þá möguleika, sem getur
verið um að ræða í stöðuvali. Og
það er mjög mikilvægt, að ungling-
ar átti sig snemma á því, að starfs-
val ákvarðast að verulegu leyti af
menntun, og þess vegna er ekki sama,
hvaða menntunarleiðir eru farnar
þar, eftir að skyldunámi lýkur í
skóla.
— Eru þeir margir, sem leita hjá
þér upplýsinga og aðstoðar?
-— Síðast liðin tvö ár munu 4 til
5 hundruð manns liafa komið til mín
í þeim erindum hvort ár. Þeim f jölg-
ar stöðugt.
— Kernur unga fólkið af sjálfs-
dáðum, eða fyrir áhrif frá öðrum?
— Það get ég ekki sagt um með
neinni vissu, en vafalaust er um hvort
tveggja að ræða. Margir koma fyrir
ábendingar frá skólastjóra eða kenn-
ara, en einnig foreldrum. Stundum
kemur fólk á miðjum aldri og spyr
um menntun, sem veiti réttindi til
ákveðinna starfa.
— En á hvaða aldri eru þeir
yngstu, sem koma?
— Fáir koma fyrr en 15—16 ára,
en flestir eru á aldrinum 17—18 ára.
Það er í raun og veru of seint, því
að eftir að skyldunámi lýkur, verður
unglingurinn að ákveða, hvaða leið
hann ætlar að fara í framhaldsnámi
sínu, en sú ákvörðun getur oft ráðið
miklu um framtíð hans.
Á þessum aldri (14—15 ára) er um
ýmsar leiðir að velja. Unglingunum
er þá frjálst að hætta skólanámi. Það
gera þó fáir, líklega innan við 10%
hér í Reykjavík. Þá kemur til greina
landsprófsleiðin, en landspróf veitir,
sem kunnugt er (sé einkunn fullnægj-
andi), réttindi til menntaskólanáms,
26 FORELDRABLAÐIÐ